Veður

Smá rigning eða slydda víða

Agnar Már Másson skrifar
Rigningu og slyddu er spáð víða á landinu.
Rigningu og slyddu er spáð víða á landinu. Vísir

Dálítilli rigningu eða slyddu er spáð víða á landinu í dag en þurrt verður að mestu á Vesturlandi. Hiti er 0 til 9 stig og mildast við suðurströndina.

Þetta kemur fram í spá Veðurstofu Íslands. Það er einnig spáð norðaustanvindi 13 til 18 metru á sekúndu á norðvestanverðulandinu, en 15 til 20 metrum á sekúndu syðst á landinu, annars heldur hægari. Heldur hægari vindur á morgun, annars svipað veður.

Í hugeliðinginum veðurfræðings segir að hæðin yfir Grænlandi haldi velli eins og undanfarna daga og lægðir suður í hafi haldi fremur mildri austan- og norðaustanátt að landinu. Í gær hafi úrkoman verið bundin við austanvert landið og hiti komst hæst í 11 stig í Skaftafelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×