Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 7. desember 2025 10:23 Skemmtiferðaskip í Sundahöfn. Vísir/Vilhelm Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis leggur til að lækka innviðagjald skemmtiferðaskipa við strendur Íslands enn meira heldur en fjármálaráðherra hugnaðist. Færri skemmtiferðaskip komu til landsins í kjölfar gjaldsins. Um er að ræða gjald sem greiða þarf á hvern einstakling fyrir hvern sólarhring sem skemmtiferðaskip er á tollasvæði Íslands en það tók fyrst gildi 1. janúar 2025. Áður þurfti að greiða svokallaðan gistináttaskatt, sem voru þúsund krónur fyrir hvern farþega á nótt. Með lögunum um innviðagjaldið sem tóku gildi í byrjun árs var upphæðin hækkuð upp í 2500 krónur, samfélögum á landsbyggðinni til mikilla ama sem treysta á komu ferðamanna á sumrin. Fyrr á árinu var greint frá að skipakomunum til Faxaflóahafna hefði fækkað vegna gjaldsins og einnig var greint frá fækkun ferða til Vestmannaeyja, Patreksfjarðar og Ísafjarðar. Forsvarsmenn bæjanna töldu að fækkun skipana myndi hafa veruleg efnahagsleg áhrif. Í frumvarpi Daða Más Kristóferssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, um breytingar á ýmsum lögum vegna fjárlaga er gert ráð fyrir að lækka gjaldið um fimm hundruð krónur fyrir næsta ár, og þá í tvö þúsund krónur. Það sé þó einungis bráðabirgðaákvæði fyrir næsta ár. Falla frá bráðabirgðaákvæðinu Efnahags- og viðskiptanefnd bárust ýmis sjónarmið sem snerta innviðagjaldið. „Meðal annars var tekið fram að innviðagjaldið hefði borið brátt að og það hefði leitt til samdráttar í bókunum. Nefndin fjallaði talsvert um innviðagjaldið og hafði viðhorf umsagnaraðila til hliðsjónar. Að mati meiri hlutans var innviðagjaldið ákveðið of hátt sem hefur neikvæð áhrif í för með sér,“ segir í nefndaráliti. Því er lagt til að innviðagjaldið skuli vera 1600 krónur fyrir hvern farþega fyrir hvern byrjaðan sólarhring sem skipuð dvelur á tollsvæði ríkisins. Með þessari breytingu fellur meiri hlutinn frá því að fyrirkomulagið um lækkun gjaldsins sé ákveðið með bráðabirgðaákvæði. Alþingi Skemmtiferðaskip á Íslandi Skattar, tollar og gjöld Ferðaþjónusta Hafnarmál Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn Sjá meira
Um er að ræða gjald sem greiða þarf á hvern einstakling fyrir hvern sólarhring sem skemmtiferðaskip er á tollasvæði Íslands en það tók fyrst gildi 1. janúar 2025. Áður þurfti að greiða svokallaðan gistináttaskatt, sem voru þúsund krónur fyrir hvern farþega á nótt. Með lögunum um innviðagjaldið sem tóku gildi í byrjun árs var upphæðin hækkuð upp í 2500 krónur, samfélögum á landsbyggðinni til mikilla ama sem treysta á komu ferðamanna á sumrin. Fyrr á árinu var greint frá að skipakomunum til Faxaflóahafna hefði fækkað vegna gjaldsins og einnig var greint frá fækkun ferða til Vestmannaeyja, Patreksfjarðar og Ísafjarðar. Forsvarsmenn bæjanna töldu að fækkun skipana myndi hafa veruleg efnahagsleg áhrif. Í frumvarpi Daða Más Kristóferssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, um breytingar á ýmsum lögum vegna fjárlaga er gert ráð fyrir að lækka gjaldið um fimm hundruð krónur fyrir næsta ár, og þá í tvö þúsund krónur. Það sé þó einungis bráðabirgðaákvæði fyrir næsta ár. Falla frá bráðabirgðaákvæðinu Efnahags- og viðskiptanefnd bárust ýmis sjónarmið sem snerta innviðagjaldið. „Meðal annars var tekið fram að innviðagjaldið hefði borið brátt að og það hefði leitt til samdráttar í bókunum. Nefndin fjallaði talsvert um innviðagjaldið og hafði viðhorf umsagnaraðila til hliðsjónar. Að mati meiri hlutans var innviðagjaldið ákveðið of hátt sem hefur neikvæð áhrif í för með sér,“ segir í nefndaráliti. Því er lagt til að innviðagjaldið skuli vera 1600 krónur fyrir hvern farþega fyrir hvern byrjaðan sólarhring sem skipuð dvelur á tollsvæði ríkisins. Með þessari breytingu fellur meiri hlutinn frá því að fyrirkomulagið um lækkun gjaldsins sé ákveðið með bráðabirgðaákvæði.
Alþingi Skemmtiferðaskip á Íslandi Skattar, tollar og gjöld Ferðaþjónusta Hafnarmál Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn Sjá meira