Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar 7. desember 2025 14:02 Íslenskt efnahagslíf stendur frammi fyrir vaxandi áskorunum. Hagvöxtur er að minnka og óvissa eykst á meðan álögur á atvinnulífið aukast stöðugt í formi hærri vörugjalda, veiðigjalds og annarra íþyngjandi þátta. Þó slíkar álögur kunni að vera réttlætanlegar út frá tilteknum sjónarhornum, skapa þær skilyrði sem hamlar verðmætasköpun og dregur úr samkeppnishæfni. Hvað getum við gert? Leiðin út úr efnahagslegum áskorunum felst í vexti sem byggir á nýsköpun, aukinni framleiðni og tæknilausnum. Við getum ekki lengur treyst á gamlar leiðir eða heppni. Við verðum að byggja upp nýjar tekjuöflunarleiðir og styrkja undirstöður hagkerfisins, samhliða því að styrkja innviði samfélagsins. Nýsköpun sem grunnur velgengni Málefni nýsköpunar og þekkingargreina standa nú frammi fyrir byltingu gervigreindar og stafrænna lausna. Ísland þarf því nauðsynlega heildstæðari stefnu um áherslur í nýsköpun þvert á atvinnugreinar svo við stöndum jafnfætis fremstu nýsköpunarríkjum heims. Þetta er undirstaða samkeppnishæfni okkar, lífskjara og byggðaþróunar til framtíðar. Vistkerfi nýsköpunar Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar er nú til umræðu á Alþingi. Í því samhengi höfum við í Framsókn lagt til ýmsar hugmyndir til að styrkja innviði samfélagsins, ekki síst á sviði nýsköpunar. Þannig leggur Framsókn til að þróað verði vistkerfi nýsköpunar. Slíkt vistkerfi felst í lifandi neti og samspili háskóla, fyrirtækja, fjárfesta, hins opinbera, innviða og hvata (með lögum) sem vinnur saman að því að breyta hugmyndum í verðmæti fyrir atvinnulíf, samfélag og byggðir um allt land. Slíkt net kallar á heildarhugsun og samvinnu þvert á fyrirtæki og stofnanir. Stóra málið Eins og flestir þekkja til er gervigreind að gjörbreyta öllum framleiðsluháttum, samskiptum og innviðum samfélaga. Tryggja þarf að ný tækni styðji við aukna velmegun og samfélagslegan ábata á öllum sviðum með lausnum á sviði orkuskipta, loftslagsmála, matvælaframleiðslu, heilbrigðisþjónustu og náttúruverndar, svo dæmi séu nefnd. Í því ljósi þarf Ísland einnig að vera virkur þátttakandi í alþjóðlegu samstarfi á borð við Horizon Europe og norræn gervigreindarnet. Nýsköpun um allt land Nýsköpun má ekki vera bundin við höfuðborgarsvæðið. Byggja þarf upp innviði, tækni og ráðgjöf í öllum landshlutum þannig að hugmyndir, störf og verðmæti geti orðið til hvar sem er á landinu. Tvíþætt hvatastefna Nauðsynlegt er að efla frumstig hugmyndavinnu en þar kviknar nýsköpunin. Framsókn leggur því til stofnun sérstaks nýsköpunarsjóðs landsbyggðarinnar, með 500.000–1.500.000 kr. styrkjum fyrir einstaklinga og litlar teymishugmyndir. Þessi sjóður fyllir tómarúm sem hefðbundin styrkjakerfi ná ekki að dekka, sérstaklega í dreifðum byggðum. Samhliða þessu hefur Framsókn mótað áherslur fyrir stærri fjárfestingar með hraðari afskriftum (svo dæmi sé tekið) þegar fyrirtæki fjárfesta í sjálfbærum, skilvirkum og grænum tækjum. Markmiðið er að örva fjárfestingar í tækni sem eykur framleiðni, dregur úr kostnaði og skapar samkeppnisforskot á alþjóðamarkaði. Þannig fáum við tvíþætta nálgun: smáir hvatar fyrir hugmyndafasa og einstaklinga, en stórir hvatar fyrir fyrirtæki sem ráðast í tækni- og framleiðniaukandi fjárfestingar. Hvatar skipta öllu máli Skattalegir hvatar eru það sem kveikir og styður við fyrstu skref frumkvöðla bæði einstaklinga og innan stórra fyrirtækja. Þeir draga úr áhættu, flýta fjárfestingum og tryggja að hugmyndir þróist í raunveruleg verkefni. Án hvata hægir á ferli við sköpun nýrra hugmynda, en með réttum hvötum hleypur kraftur í nýsköpun og atvinnulíf. Breytingartillaga Í ofangreindu ljósi leggur Framsókn til að fjármagn verði aukið um 500 milljónir króna í málefnasvið 7 um nýsköpun í fjárlagafrumvarpi 2026. Þessi aukning mun styrkja uppbyggingu heildræns vistkerfis nýsköpunar, fjármagna nýjan landsbyggðarsjóð fyrir frumstigs hugmyndir, efla alþjóðlegt samstarf á sviði nýsköpunar og gervigreindar, tryggja að nýsköpunartækifæri séu til staðar um allt land og styðja við skattahvatakerfi fyrir fjárfestingar í tækni og framleiðniaukningu. Allt slíkt þarf þó að undirbúa af kostgæfni og á grunni samráðs. Ef Ísland ætlar sér að vaxa út úr efnahagslegum áskorunum er þetta eina leiðin: heildstætt vistkerfi nýsköpunar, sterkir innviðir, alþjóðleg tenging og hvatar á öllum stigum nýsköpunar. Slíkt er fjárfesting í framtíð Íslands. Höfundur er alþingismaður Framsóknar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Ingi Pétursson Framsóknarflokkurinn Nýsköpun Mest lesið Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Íslenskt efnahagslíf stendur frammi fyrir vaxandi áskorunum. Hagvöxtur er að minnka og óvissa eykst á meðan álögur á atvinnulífið aukast stöðugt í formi hærri vörugjalda, veiðigjalds og annarra íþyngjandi þátta. Þó slíkar álögur kunni að vera réttlætanlegar út frá tilteknum sjónarhornum, skapa þær skilyrði sem hamlar verðmætasköpun og dregur úr samkeppnishæfni. Hvað getum við gert? Leiðin út úr efnahagslegum áskorunum felst í vexti sem byggir á nýsköpun, aukinni framleiðni og tæknilausnum. Við getum ekki lengur treyst á gamlar leiðir eða heppni. Við verðum að byggja upp nýjar tekjuöflunarleiðir og styrkja undirstöður hagkerfisins, samhliða því að styrkja innviði samfélagsins. Nýsköpun sem grunnur velgengni Málefni nýsköpunar og þekkingargreina standa nú frammi fyrir byltingu gervigreindar og stafrænna lausna. Ísland þarf því nauðsynlega heildstæðari stefnu um áherslur í nýsköpun þvert á atvinnugreinar svo við stöndum jafnfætis fremstu nýsköpunarríkjum heims. Þetta er undirstaða samkeppnishæfni okkar, lífskjara og byggðaþróunar til framtíðar. Vistkerfi nýsköpunar Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar er nú til umræðu á Alþingi. Í því samhengi höfum við í Framsókn lagt til ýmsar hugmyndir til að styrkja innviði samfélagsins, ekki síst á sviði nýsköpunar. Þannig leggur Framsókn til að þróað verði vistkerfi nýsköpunar. Slíkt vistkerfi felst í lifandi neti og samspili háskóla, fyrirtækja, fjárfesta, hins opinbera, innviða og hvata (með lögum) sem vinnur saman að því að breyta hugmyndum í verðmæti fyrir atvinnulíf, samfélag og byggðir um allt land. Slíkt net kallar á heildarhugsun og samvinnu þvert á fyrirtæki og stofnanir. Stóra málið Eins og flestir þekkja til er gervigreind að gjörbreyta öllum framleiðsluháttum, samskiptum og innviðum samfélaga. Tryggja þarf að ný tækni styðji við aukna velmegun og samfélagslegan ábata á öllum sviðum með lausnum á sviði orkuskipta, loftslagsmála, matvælaframleiðslu, heilbrigðisþjónustu og náttúruverndar, svo dæmi séu nefnd. Í því ljósi þarf Ísland einnig að vera virkur þátttakandi í alþjóðlegu samstarfi á borð við Horizon Europe og norræn gervigreindarnet. Nýsköpun um allt land Nýsköpun má ekki vera bundin við höfuðborgarsvæðið. Byggja þarf upp innviði, tækni og ráðgjöf í öllum landshlutum þannig að hugmyndir, störf og verðmæti geti orðið til hvar sem er á landinu. Tvíþætt hvatastefna Nauðsynlegt er að efla frumstig hugmyndavinnu en þar kviknar nýsköpunin. Framsókn leggur því til stofnun sérstaks nýsköpunarsjóðs landsbyggðarinnar, með 500.000–1.500.000 kr. styrkjum fyrir einstaklinga og litlar teymishugmyndir. Þessi sjóður fyllir tómarúm sem hefðbundin styrkjakerfi ná ekki að dekka, sérstaklega í dreifðum byggðum. Samhliða þessu hefur Framsókn mótað áherslur fyrir stærri fjárfestingar með hraðari afskriftum (svo dæmi sé tekið) þegar fyrirtæki fjárfesta í sjálfbærum, skilvirkum og grænum tækjum. Markmiðið er að örva fjárfestingar í tækni sem eykur framleiðni, dregur úr kostnaði og skapar samkeppnisforskot á alþjóðamarkaði. Þannig fáum við tvíþætta nálgun: smáir hvatar fyrir hugmyndafasa og einstaklinga, en stórir hvatar fyrir fyrirtæki sem ráðast í tækni- og framleiðniaukandi fjárfestingar. Hvatar skipta öllu máli Skattalegir hvatar eru það sem kveikir og styður við fyrstu skref frumkvöðla bæði einstaklinga og innan stórra fyrirtækja. Þeir draga úr áhættu, flýta fjárfestingum og tryggja að hugmyndir þróist í raunveruleg verkefni. Án hvata hægir á ferli við sköpun nýrra hugmynda, en með réttum hvötum hleypur kraftur í nýsköpun og atvinnulíf. Breytingartillaga Í ofangreindu ljósi leggur Framsókn til að fjármagn verði aukið um 500 milljónir króna í málefnasvið 7 um nýsköpun í fjárlagafrumvarpi 2026. Þessi aukning mun styrkja uppbyggingu heildræns vistkerfis nýsköpunar, fjármagna nýjan landsbyggðarsjóð fyrir frumstigs hugmyndir, efla alþjóðlegt samstarf á sviði nýsköpunar og gervigreindar, tryggja að nýsköpunartækifæri séu til staðar um allt land og styðja við skattahvatakerfi fyrir fjárfestingar í tækni og framleiðniaukningu. Allt slíkt þarf þó að undirbúa af kostgæfni og á grunni samráðs. Ef Ísland ætlar sér að vaxa út úr efnahagslegum áskorunum er þetta eina leiðin: heildstætt vistkerfi nýsköpunar, sterkir innviðir, alþjóðleg tenging og hvatar á öllum stigum nýsköpunar. Slíkt er fjárfesting í framtíð Íslands. Höfundur er alþingismaður Framsóknar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun