Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. desember 2025 15:03 Heimsmeistarabikarinn fyrir utan Hvíta húsið í Washington D.C. Getty/Michael Regan Heimsmeistaramótið í fótbolta fer fram í þremur löndum og í mörgum tímabilum næsta sumar. Það hefur mikil áhrif á tímasetningar leikja sem sést vel á leikjadagskránni sem var gefin út um helgina. Heimsmeistaramótið á næsta ári fer fram í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada frá 11. júní til 19. júlí 2026. Norður-Ameríka er stórt svæði og heimsmeistaramótið verður haldið í sextán borgum, á fjórum tímabeltum og í þremur löndum, á stöðum sem eru allt að 4500 kílómetrum frá hver öðrum. Gerði ákvörðunina enn flóknari Allt þetta, auk hitans á þessu svæði á þeim árstíma, gerði ákvörðun um leiktíma enn flóknari. Alþjóðaknattspyrnusambandið dró í riðla á föstudaginn og sólarhring síðar var leikjaplanið klárt. Sex sæti eru reyndar enn í boði en barist verður um þau í marsmánuði. FIFA sagði að tímasetningar leikja hefðu verið valdar til að „tryggja bestu mögulegu aðstæður fyrir leikmenn og stuðningsmenn, um leið og sem flestir áhorfendur um allan heim gætu fylgst með liðum sínum á mismunandi tímabeltum“. Leikir um miðja nótt Það þýðir að fyrir áhorfendur í Evrópu verða sumir leikir spilaðir frá miðnætti og áfram vegna þess í hvaða borgum þeir fara fram. Til dæmis munu allir fimm riðlaleikirnir í Kansas City fara fram um miðja nótt að íslenskum tíma. Fyrsti leikurinn hefst klukkan 23:00 að íslenskum tíma föstudaginn 26. júní þegar Túnis mætir Hollandi, en sá síðasti þar er kl. 02:00 að íslenskum tíma þegar Alsír mætir Austurríki sunnudaginn 28. júní. Á San Francisco-flóasvæðinu fara fram tveir leikir sem hefjast kl. 04:00 að íslenskum tíma (Austurríki gegn Jórdaníu þriðjudaginn 16. júní og sigurvegari umspils C í Evrópu gegn Paragvæ föstudaginn 19. júní). Einnig eru leikir kl. 04:00 að íslenskum tíma í Vancouver (Ástralía gegn sigurvegara umspils C í Evrópu laugardaginn 13. júní) og Guadalupe í Mexíkó (Túnis gegn Japan laugardaginn 20. júní). Helmingur leikja eftir 23.00 Alls verða 35 riðlaleikir sem hefjast á milli kl. 23:00 og 05:00 að íslenskum tíma, sem er næstum helmingur af þeim 72 leikjum sem eru á því stigi mótsins. Algengasti leiktíminn er kl. 19:00 að íslenskum tíma, en þá fara tólf leikir fram í riðlakeppninni. Hlutirnir verða aðeins auðveldari í útsláttarkeppninni fyrir þá sem eru ekki nátthrafnar. Sex af sextán leikjum í 32-liða úrslitum fara fram frá kl. 23:00 að íslenskum tíma og áfram, sem fækkar í aðeins tvo leiki í sextán liða úrslitum og einn í fjórðungsúrslitum. Bæði undanúrslitin og úrslitaleikurinn hefjast kl. 19:00 að íslenskum tíma og heimsmeistarar 2026 verða krýndir á MetLife-leikvanginum í New Jersey. HM 2026 í fótbolta Mest lesið Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Sjá meira
Heimsmeistaramótið á næsta ári fer fram í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada frá 11. júní til 19. júlí 2026. Norður-Ameríka er stórt svæði og heimsmeistaramótið verður haldið í sextán borgum, á fjórum tímabeltum og í þremur löndum, á stöðum sem eru allt að 4500 kílómetrum frá hver öðrum. Gerði ákvörðunina enn flóknari Allt þetta, auk hitans á þessu svæði á þeim árstíma, gerði ákvörðun um leiktíma enn flóknari. Alþjóðaknattspyrnusambandið dró í riðla á föstudaginn og sólarhring síðar var leikjaplanið klárt. Sex sæti eru reyndar enn í boði en barist verður um þau í marsmánuði. FIFA sagði að tímasetningar leikja hefðu verið valdar til að „tryggja bestu mögulegu aðstæður fyrir leikmenn og stuðningsmenn, um leið og sem flestir áhorfendur um allan heim gætu fylgst með liðum sínum á mismunandi tímabeltum“. Leikir um miðja nótt Það þýðir að fyrir áhorfendur í Evrópu verða sumir leikir spilaðir frá miðnætti og áfram vegna þess í hvaða borgum þeir fara fram. Til dæmis munu allir fimm riðlaleikirnir í Kansas City fara fram um miðja nótt að íslenskum tíma. Fyrsti leikurinn hefst klukkan 23:00 að íslenskum tíma föstudaginn 26. júní þegar Túnis mætir Hollandi, en sá síðasti þar er kl. 02:00 að íslenskum tíma þegar Alsír mætir Austurríki sunnudaginn 28. júní. Á San Francisco-flóasvæðinu fara fram tveir leikir sem hefjast kl. 04:00 að íslenskum tíma (Austurríki gegn Jórdaníu þriðjudaginn 16. júní og sigurvegari umspils C í Evrópu gegn Paragvæ föstudaginn 19. júní). Einnig eru leikir kl. 04:00 að íslenskum tíma í Vancouver (Ástralía gegn sigurvegara umspils C í Evrópu laugardaginn 13. júní) og Guadalupe í Mexíkó (Túnis gegn Japan laugardaginn 20. júní). Helmingur leikja eftir 23.00 Alls verða 35 riðlaleikir sem hefjast á milli kl. 23:00 og 05:00 að íslenskum tíma, sem er næstum helmingur af þeim 72 leikjum sem eru á því stigi mótsins. Algengasti leiktíminn er kl. 19:00 að íslenskum tíma, en þá fara tólf leikir fram í riðlakeppninni. Hlutirnir verða aðeins auðveldari í útsláttarkeppninni fyrir þá sem eru ekki nátthrafnar. Sex af sextán leikjum í 32-liða úrslitum fara fram frá kl. 23:00 að íslenskum tíma og áfram, sem fækkar í aðeins tvo leiki í sextán liða úrslitum og einn í fjórðungsúrslitum. Bæði undanúrslitin og úrslitaleikurinn hefjast kl. 19:00 að íslenskum tíma og heimsmeistarar 2026 verða krýndir á MetLife-leikvanginum í New Jersey.
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Sjá meira