Fótbolti

Dæmd í fjögurra ára fangelsi

Aron Guðmundsson skrifar
Heung-Min Son spilaði á sínum tíma fyrir Tottenham á Englandi 
Heung-Min Son spilaði á sínum tíma fyrir Tottenham á Englandi  Lampson Yip - Clicks Images/Getty Images

Kona sem kúgaði fé af suður-kóreska fót­bolta­manninn Heung Min Son hefur verið dæmd í fjögurra ára fangelsi.

Frá þessu er sagt á vef BBC í morgun en konan, sem er á þrítugs­aldri, sem og vit­orðs­maður hennar, karl­maður á fimm­tugs­aldri, voru sak­felld fyrir dómstólum fyrir að hafa fjárkúgað Heung Min Son sem var á sínum tíma leik­maður enska úr­vals­deildar­félagsins Totten­ham með því að segja að konan bæri barn hans undir belti.

Konan, sem er sögð vera fyrr­verandi kærasta Son, setti sig í sam­band við hann á síðasta ári og hélt því fram að barnið væri hans þrátt fyrir að hafa ekki vitað það á þeim tíma. 

Henni tókst að kúga því sem nemur tæpum 26 milljónum ís­lenskra króna af Son gegn því að hún myndi ekki segja frá því að hann ætti barnið. Maðurinn fylgdi þessari kröfu svo eftir í mars síðastliðnum og reyndi að hafa fé af Son.

Í úr­skurði dómstóla segir að um sé að ræða út­hugsaða áætlun konunnar í þeim til­gangi að kúga fé af Son. Var hún dæmd í fjögurra ára fangelsi en vit­orðs­maður hennar í tveggja ára fangelsi.

Dómari málsins segir þau hafa nýtt sér stöðu Son sem þekkts ein­stak­lings í glæp sínum. Son hafi gengið í gegnum krefjandi and­lega van­líðan sökum þessa eftir að greint var frá málinu í fjölmiðlum á sínum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×