Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar 8. desember 2025 16:03 Orðræðan sem stjórnmálafólk á sveitarstjórnarstigi hefur viðhaft eftir að Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SSRFF) var samþykktur á Alþingi hefur smættað fatlað fólk niður í kostnað. Í hnotskurn hefur umræðan snúist um að sá fjölbreytti hópur sem fatlað fólk er, sé lítið annað en tala sem finna má í excel skjölum á bæjarskrifstofum hringinn í kringum landið. Hamrað var á því að málaflokkurinn í heild sinni kosti svo mikið og að það gæti orðið til þess að sveitarfélög gætu þurft að skera niður grunnþjónustuna sem myndi bitna verulega á lífsgæðum íbúa. En allt myndi þetta reddast ef ríkið setur meiri pening í málaflokkinn. Ef barnið þitt kemst ekki inn á leikskóla eða þú verður að vera fastur heima hjá þér í tvo daga vegna þess að hverfið þitt er ekki mokað þá veistu að þú getur kennt fötluðu fólki um. Þessi umræða er galin. Sérstaklega í ljósi þess að hér er um að ræða lögbundna þjónustu sem fatlað fólk á rétt á. Þannig á fatlað fólk sem er með tiltekna þjónustuþörf rétt á NPA þjónustu samkvæmt lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir sem lögfest voru árið 2018. Í sjö ár hefur fatlað fólk átt rétt á því samkvæmt lögum að fá NPA en þegar þetta er skrifað hafa mörg verið á biðlista eftir þjónustunni í mörg ár. Líf þessara einstaklinga er því í biðstöðu á meðan þeir eru fastir í þjónustuformum sem henta þeim ekki eða eru fastir á hjúkrunarheimilum eða sambýlum. Með NPA þjónustu getur fatlað fólk lifað sjálfstæðu lífi og tekið virkan þátt í samfélaginu á sínum forsendum. Það ræður því hver veitir þeim þjónustuna, hvar hún er veitt og hvenær. Fyrir vikið ræður það hvenær það fer á fætur, hvenær það fer í bað og ákveður upp á eigin spýtur að fara í ísbíltúr á laugardegi. Eitthvað sem fólk getur ekki gert í öðrum þjónustuformum þar sem þjónustan er veitt á fyrirfram ákveðnum tímum. Þar að auki er fatlað fólk er langt í frá einsleitur hópur. Það kann að koma einhverjum á óvart en fatlað fólk leggur heilmikið til samfélagsins. Það stundar vinnu, á sér áhugamál, stundar íþróttir, fer með börnin sín á róló, setur upp leiksýningar og ferðast til fjarlægra landa. Fatlað fólk á sér drauma og þrár. Það eina sem fatlað fólk er að biðja um er að fá þjónustu sem sveitarfélögunum ber skylda til að veita samkvæmt lögum. Að farið sé að lögum og að mannréttindi séu virt. Að fatlað fólk fái að lifa lífinu á eigin forsendum eins og aðrir samfélagsþegnar. Til þess þarf það NPA þjónustu því NPA gerir fötluðu fólki kleift að taka þátt í samfélaginu. Fatlað fólk er meira en einhver ein tala í excel skjali. Við eigum okkur drauma og viljum fá að stjórna eigin lífi. Við eigum lagalegan rétt á sjálfstæðu lífi til jafns við aðra og það er ekki bara við sem njótum góðs af því að öðlast sjálfstæði, heldur fjölskyldur okkar og samfélagið allt. Höfundur er NPA verkstjórnandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Sveitarstjórnarmál Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Orðræðan sem stjórnmálafólk á sveitarstjórnarstigi hefur viðhaft eftir að Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SSRFF) var samþykktur á Alþingi hefur smættað fatlað fólk niður í kostnað. Í hnotskurn hefur umræðan snúist um að sá fjölbreytti hópur sem fatlað fólk er, sé lítið annað en tala sem finna má í excel skjölum á bæjarskrifstofum hringinn í kringum landið. Hamrað var á því að málaflokkurinn í heild sinni kosti svo mikið og að það gæti orðið til þess að sveitarfélög gætu þurft að skera niður grunnþjónustuna sem myndi bitna verulega á lífsgæðum íbúa. En allt myndi þetta reddast ef ríkið setur meiri pening í málaflokkinn. Ef barnið þitt kemst ekki inn á leikskóla eða þú verður að vera fastur heima hjá þér í tvo daga vegna þess að hverfið þitt er ekki mokað þá veistu að þú getur kennt fötluðu fólki um. Þessi umræða er galin. Sérstaklega í ljósi þess að hér er um að ræða lögbundna þjónustu sem fatlað fólk á rétt á. Þannig á fatlað fólk sem er með tiltekna þjónustuþörf rétt á NPA þjónustu samkvæmt lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir sem lögfest voru árið 2018. Í sjö ár hefur fatlað fólk átt rétt á því samkvæmt lögum að fá NPA en þegar þetta er skrifað hafa mörg verið á biðlista eftir þjónustunni í mörg ár. Líf þessara einstaklinga er því í biðstöðu á meðan þeir eru fastir í þjónustuformum sem henta þeim ekki eða eru fastir á hjúkrunarheimilum eða sambýlum. Með NPA þjónustu getur fatlað fólk lifað sjálfstæðu lífi og tekið virkan þátt í samfélaginu á sínum forsendum. Það ræður því hver veitir þeim þjónustuna, hvar hún er veitt og hvenær. Fyrir vikið ræður það hvenær það fer á fætur, hvenær það fer í bað og ákveður upp á eigin spýtur að fara í ísbíltúr á laugardegi. Eitthvað sem fólk getur ekki gert í öðrum þjónustuformum þar sem þjónustan er veitt á fyrirfram ákveðnum tímum. Þar að auki er fatlað fólk er langt í frá einsleitur hópur. Það kann að koma einhverjum á óvart en fatlað fólk leggur heilmikið til samfélagsins. Það stundar vinnu, á sér áhugamál, stundar íþróttir, fer með börnin sín á róló, setur upp leiksýningar og ferðast til fjarlægra landa. Fatlað fólk á sér drauma og þrár. Það eina sem fatlað fólk er að biðja um er að fá þjónustu sem sveitarfélögunum ber skylda til að veita samkvæmt lögum. Að farið sé að lögum og að mannréttindi séu virt. Að fatlað fólk fái að lifa lífinu á eigin forsendum eins og aðrir samfélagsþegnar. Til þess þarf það NPA þjónustu því NPA gerir fötluðu fólki kleift að taka þátt í samfélaginu. Fatlað fólk er meira en einhver ein tala í excel skjali. Við eigum okkur drauma og viljum fá að stjórna eigin lífi. Við eigum lagalegan rétt á sjálfstæðu lífi til jafns við aðra og það er ekki bara við sem njótum góðs af því að öðlast sjálfstæði, heldur fjölskyldur okkar og samfélagið allt. Höfundur er NPA verkstjórnandi.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun