Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar 9. desember 2025 09:32 Þann 11. október 2024 kvartaði ég til Umboðsmanns Alþingis vegna þeirrar ákvörðunar skólastjóra Hraunvallaskóla að falla frá ráðningu í starf deildarstjóra tómstundamiðstöðvar skólans, þremur vikum eftir að hafa ráðið mig til starfsins. Nú liggur álit Umboðsmanns í málinu fyrir og verður því ekki lýst öðruvísi en sem áfellisdómi yfir stjórnsýslu Hafnarfjarðarbæjar. Málatilbúnaði bæjarins er hafnað og niðurstaðan sú að hann hafi skort lagaheimild til að falla frá ráðningunni. Enn fremur hafi málsmeðferð bæjarins brotið í bága við stjórnsýslulög. Skömminni skilað Rannsókn Umboðsmanns varpar ljósi á undarleg tölvupóstsamskipti sem embættismenn bæjarins höfðu áður fullyrt að væru ekki til. Nánar tiltekið tölvupóst sem mannauðsstjóri bæjarins sendi skólastjóranum þremur vikum eftir að ég var ráðinn í starfið og sama dag og skoðanagrein mín um lokun ungmennahússins Hamarsins birtist á Vísi. Tölvupósturinn innihélt skjáskot af ummælum mínum á samfélagsmiðlum. Morguninn eftir tilkynnti skólastjórinn mér að hann hefði fallið frá ráðningunni. Tímasetning þessara undarlegu afskipta mannauðsstjórans bendir til þess að sú gagnrýni á meirihluta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar sem kom fram í Vísisgreininni hafi orðið til þess að komið var í veg fyrir ráðningu mína í umrætt starf. Eftir 18 mánuði af gaslýsingum bæjarins í málinu er ólýsanlegur léttir að fá loks álit Umboðsmanns og geta skilað skömminni þangað sem hún á heima: í ráðhús Hafnarfjarðar. Ekki einsdæmi Meðferð Hafnarfjarðarbæjar á mér sumarið 2024 er alls ekkert einsdæmi. Því miður er það tilfinning margra Hafnfirðinga að pólitísk spilling og óeðlileg afskipti stjórnmálanna af faglegri stjórnsýslu bæjarins hafi aukist undanfarin ár. Af þessu hefur bæði núverandi og fyrrverandi starfsfólk bæjarins áhyggjur þó að fæstir treysti sér til að tjá sig um það opinberlega. Engan skal undra, miðað við þær afleiðingar sem ég mátti sæta fyrir pólitíska tjáningu mína í fyrrasumar. Afturköllun ráðningar minnar í kjölfar pólitískrar gagnrýni er skólabókardæmi um það þegar opinberu valdi er misbeitt í pólitískum tilgangi. Stjórnsýsla Hafnarfjarðarbæjar virðist orðin samofin þeim pólitísku öflum sem ráðið hafa ríkjum í sveitarfélaginu undanfarin ár. Það sem einkennir slíkt ástand er ógnarstjórn, samtrygging og fyrirgreiðslustjórnmál frekar en þjónustulund, gagnsæi og fagleg stjórnsýsla. Burt með valdakerfið Á 30 ára afmælismálþingi Reykjavíkurlistans þann 13. júní 2024 sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrsti borgarstjóri listans, að stóra arfleið hans sé að hafa breytt Reykjavíkurborg „úr valdakerfi í þjónustustofnun.“ Til þess hafi þurft að binda enda á langa valdatíð Sjálfstæðisflokksins sem hafi verið orðinn „einráður í borginni.“ Margt bendir til þess að við séum farin að búa við slíkt valdakerfi í Hafnarfirði eftir langa valdatíð Sjálfstæðisflokksins. Kæru Hafnfirðingar: Í kosningunum þann 16. maí höfum við tækifæri til að brjóta niður valdakerfið og breyta sveitarfélaginu í þjónustustofnun fyrir alla íbúa. Heilbrigt samfélag þar sem fólk þarf ekki að óttast refsingu fyrir opinbera tjáningu eða gagnrýni á kjörna fulltrúa. Grípum tækifærið! Höfundur er Hafnfirðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Sátt um laun kennara Guðríður Arnardóttir Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Gleðilegt 2007! Reynir Böðvarsson Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Þann 11. október 2024 kvartaði ég til Umboðsmanns Alþingis vegna þeirrar ákvörðunar skólastjóra Hraunvallaskóla að falla frá ráðningu í starf deildarstjóra tómstundamiðstöðvar skólans, þremur vikum eftir að hafa ráðið mig til starfsins. Nú liggur álit Umboðsmanns í málinu fyrir og verður því ekki lýst öðruvísi en sem áfellisdómi yfir stjórnsýslu Hafnarfjarðarbæjar. Málatilbúnaði bæjarins er hafnað og niðurstaðan sú að hann hafi skort lagaheimild til að falla frá ráðningunni. Enn fremur hafi málsmeðferð bæjarins brotið í bága við stjórnsýslulög. Skömminni skilað Rannsókn Umboðsmanns varpar ljósi á undarleg tölvupóstsamskipti sem embættismenn bæjarins höfðu áður fullyrt að væru ekki til. Nánar tiltekið tölvupóst sem mannauðsstjóri bæjarins sendi skólastjóranum þremur vikum eftir að ég var ráðinn í starfið og sama dag og skoðanagrein mín um lokun ungmennahússins Hamarsins birtist á Vísi. Tölvupósturinn innihélt skjáskot af ummælum mínum á samfélagsmiðlum. Morguninn eftir tilkynnti skólastjórinn mér að hann hefði fallið frá ráðningunni. Tímasetning þessara undarlegu afskipta mannauðsstjórans bendir til þess að sú gagnrýni á meirihluta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar sem kom fram í Vísisgreininni hafi orðið til þess að komið var í veg fyrir ráðningu mína í umrætt starf. Eftir 18 mánuði af gaslýsingum bæjarins í málinu er ólýsanlegur léttir að fá loks álit Umboðsmanns og geta skilað skömminni þangað sem hún á heima: í ráðhús Hafnarfjarðar. Ekki einsdæmi Meðferð Hafnarfjarðarbæjar á mér sumarið 2024 er alls ekkert einsdæmi. Því miður er það tilfinning margra Hafnfirðinga að pólitísk spilling og óeðlileg afskipti stjórnmálanna af faglegri stjórnsýslu bæjarins hafi aukist undanfarin ár. Af þessu hefur bæði núverandi og fyrrverandi starfsfólk bæjarins áhyggjur þó að fæstir treysti sér til að tjá sig um það opinberlega. Engan skal undra, miðað við þær afleiðingar sem ég mátti sæta fyrir pólitíska tjáningu mína í fyrrasumar. Afturköllun ráðningar minnar í kjölfar pólitískrar gagnrýni er skólabókardæmi um það þegar opinberu valdi er misbeitt í pólitískum tilgangi. Stjórnsýsla Hafnarfjarðarbæjar virðist orðin samofin þeim pólitísku öflum sem ráðið hafa ríkjum í sveitarfélaginu undanfarin ár. Það sem einkennir slíkt ástand er ógnarstjórn, samtrygging og fyrirgreiðslustjórnmál frekar en þjónustulund, gagnsæi og fagleg stjórnsýsla. Burt með valdakerfið Á 30 ára afmælismálþingi Reykjavíkurlistans þann 13. júní 2024 sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrsti borgarstjóri listans, að stóra arfleið hans sé að hafa breytt Reykjavíkurborg „úr valdakerfi í þjónustustofnun.“ Til þess hafi þurft að binda enda á langa valdatíð Sjálfstæðisflokksins sem hafi verið orðinn „einráður í borginni.“ Margt bendir til þess að við séum farin að búa við slíkt valdakerfi í Hafnarfirði eftir langa valdatíð Sjálfstæðisflokksins. Kæru Hafnfirðingar: Í kosningunum þann 16. maí höfum við tækifæri til að brjóta niður valdakerfið og breyta sveitarfélaginu í þjónustustofnun fyrir alla íbúa. Heilbrigt samfélag þar sem fólk þarf ekki að óttast refsingu fyrir opinbera tjáningu eða gagnrýni á kjörna fulltrúa. Grípum tækifærið! Höfundur er Hafnfirðingur.
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar