„Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir og Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifa 10. desember 2025 08:01 Stafrænt ofbeldi gegn heimilislausum konum Í stafrænum heimi nútímans er netið ekki öruggt athvarf. Fyrir konur sem glíma við heimilisleysi, fátækt eða vímuefnavanda getur tæknin orðið nýr vettvangur ofbeldis og stjórnunar. Nýlegar rannsóknir sýna að stafrænt ofbeldi gegn heimilislausum konum er vaxandi áhyggjuefni. Þessi tegund ofbeldis nær yfir fjölbreyttar aðferðir þar sem stafrænir miðlar eru misnotaðir til að niðurlægja, kúga eða ógna konum á grundvelli kyns þeirra og félagslegrar stöðu. Hvað er stafrænt ofbeldi? Stafrænt ofbeldi felur í sér notkun tækni, svo sem síma, samfélagsmiðla, tölvupósta og netsamskipta, til að áreita, stjórna, fylgjast með eða ógna einstaklingum. Þetta ofbeldi birtist í ýmsum myndum: Kynferðisleg kúgun: Hótanir um að birta náið myndefni nema fórnarlamb uppfylli kröfur geranda. Myndræn misnotkun: Dreifing eða birting einkamynda án samþykkis. Neteinelti: Endurtekið áreiti eða hótanir í gegnum stafræna miðla. Misnotkun upplýsinga: Opinber birting persónulegra upplýsinga til að valda skaða (e. doxxing). Netveiði og blekkingar: Notkun netsins til að blekkja eða misnota konur í kynferðislegum tilgangi. Stafrænt ofbeldi er þannig framlenging á öðru ofbeldi og tekur á sig nýja og ósýnilegri mynd. Stafrænt ofbeldi bitnar á heimilislausum konum Konur sem búa við heimilisleysi eða leita í athvörf eru sérstaklega útsettar fyrir stafrænu ofbeldi vegna félagslegrar jaðarsetningar og skorts á vernduðum úrræðum. Þær mæta eftirfarandi áskorunum: Skortur á úrræðum og tækni: Takmarkaður aðgangur að öruggri tækni og ráðgjöf gerir það erfitt að tilkynna brot eða leita hjálpar. Félagsleg einangrun: Heimilislausar konur hafa oft veik félagsleg tengslanet og minni aðgang að stuðningi, sem eykur hættuna á stafrænu ofbeldi. Ofbeldi sem magnast: Netáreitni getur þróast í raunverulegt, líkamlegt ofbeldi og skapað vítahring hættu og vanmáttar. Samkvæmt UNFPA og UN Women (2021) hefur aukin stafræn tenging í þjónustu- og félagskerfum leitt til nýrra áhættuþátta þar sem konur sem nota netið til að nálgast félagslega aðstoð verða jafnframt berskjaldaðri fyrir ofbeldi í netheimum. Gagnaskortur og nýjar áskoranir Þrátt fyrir að vitundin um stafrænt ofbeldi sé að aukast, eru gögn um reynslu heimilislausra kvenna enn ófullnægjandi. Fáar rannsóknir fjalla sérstaklega um heimilislausar konur og tengsl þeirra við stafrænt ofbeldi og ekki er vitað til þess að slíkar rannsóknir hafi verið gerðar hér á landi. Konur tilkynna ekki áreitið vegna ótta, stimplunar eða skorts á rafrænum aðgengisleiðum. Heimilislausar konur hafa oft lítið traust á opinberu kerfi og nýta sér almennt ekki hefðbundnar kæruleiðir. Einnig kemur til aukin áhætta vegna stafrænnar þjónustu, um leið og fleiri úrræði færast á netið eykst möguleiki gerenda til að misnota þessi kerfi. Þó svo að rannsóknir á stafrænu ofbeldi gegn heimilislausum konum hér á landi liggi ekki fyrir er vitneskja um slíkt ofbeldi gegn konum sem leita í Konukot. Þær fá hótanir í skilaboðum varðandi ýmis mál, yfirleitt tengd skuldum. Einnig má gera ráð fyrir að konur sem eru með síður á Only Fans verði fyrir stafrænu ofbeldi. Erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á að stafrænt ofbeldi tengt Only Fans sé algengt og birtingarmyndir þess eru áreitni, sendingar á óumbeðnu efni, þrýstingur um meira efni, ógnanir, birting persónuupplýsinga (e. doxxing), eltihrelling og óviðeigandi kröfur frá áskrifendum. Margar verða fyrir ólöglegri dreifingu efnis, svo sem fölsun (e. deepfakes), þar sem áskrifendur nota gervigreind til að mynda efni með andliti, líkama eða rödd höfundanna án samþykkis þeirra.Leiðir til úrbóta felast í fræðslu, öryggi og rannsóknum Til að draga úr stafrænu ofbeldi gegn heimilislausum konum þarf samræmdar aðgerðir sem byggja á rannsóknum, stefnumótun og valdeflingu kvenna. Leggja þarf áherslu á eftirtalin atriði: Aukna gagnaöflun og rannsóknir á reynslu heimilislausra kvenna af stafrænu ofbeldi. Markvissar forvarnir og fræðslu í athvörfum og þjónustu fyrir konur í viðkvæmri stöðu. Tæknilega vernd og öryggi, t.d. með öruggum samskiptaleiðum og netöryggisfræðslu. Þverfaglegt samstarf milli tækniyfirvalda, félagsþjónustu og kvennasamtaka. Lokaorð Stafrænt ofbeldi gegn heimilislausum konum er ný og alvarleg áskorun á sviði mannréttinda og jafnréttismála. Þar sameinast ógnir stafrænnar tækni og félagslegrar jaðarsetningar sem kallar á nýja nálgun í rannsóknum, stefnumótun og þjónustu. Að tryggja stafrænt öryggi kvenna er ekki aðeins tæknilegt verkefni, það er grundvallaratriði í mannréttindum og samfélagslegu réttlæti. Höfundar starfa fyrir Rótina sem rekur Konukot. Greinin er skrifuð í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur frá 25. nóvember til 10. desember. Áhersla alþjóðlega átaksins í ár er á stafrænt ofbeldi undir yfirskriftinni “Ending Digital Violence Against All Women and Girls”. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stafrænt ofbeldi 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Kynferðisofbeldi Málefni heimilislausra Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Stafrænt ofbeldi gegn heimilislausum konum Í stafrænum heimi nútímans er netið ekki öruggt athvarf. Fyrir konur sem glíma við heimilisleysi, fátækt eða vímuefnavanda getur tæknin orðið nýr vettvangur ofbeldis og stjórnunar. Nýlegar rannsóknir sýna að stafrænt ofbeldi gegn heimilislausum konum er vaxandi áhyggjuefni. Þessi tegund ofbeldis nær yfir fjölbreyttar aðferðir þar sem stafrænir miðlar eru misnotaðir til að niðurlægja, kúga eða ógna konum á grundvelli kyns þeirra og félagslegrar stöðu. Hvað er stafrænt ofbeldi? Stafrænt ofbeldi felur í sér notkun tækni, svo sem síma, samfélagsmiðla, tölvupósta og netsamskipta, til að áreita, stjórna, fylgjast með eða ógna einstaklingum. Þetta ofbeldi birtist í ýmsum myndum: Kynferðisleg kúgun: Hótanir um að birta náið myndefni nema fórnarlamb uppfylli kröfur geranda. Myndræn misnotkun: Dreifing eða birting einkamynda án samþykkis. Neteinelti: Endurtekið áreiti eða hótanir í gegnum stafræna miðla. Misnotkun upplýsinga: Opinber birting persónulegra upplýsinga til að valda skaða (e. doxxing). Netveiði og blekkingar: Notkun netsins til að blekkja eða misnota konur í kynferðislegum tilgangi. Stafrænt ofbeldi er þannig framlenging á öðru ofbeldi og tekur á sig nýja og ósýnilegri mynd. Stafrænt ofbeldi bitnar á heimilislausum konum Konur sem búa við heimilisleysi eða leita í athvörf eru sérstaklega útsettar fyrir stafrænu ofbeldi vegna félagslegrar jaðarsetningar og skorts á vernduðum úrræðum. Þær mæta eftirfarandi áskorunum: Skortur á úrræðum og tækni: Takmarkaður aðgangur að öruggri tækni og ráðgjöf gerir það erfitt að tilkynna brot eða leita hjálpar. Félagsleg einangrun: Heimilislausar konur hafa oft veik félagsleg tengslanet og minni aðgang að stuðningi, sem eykur hættuna á stafrænu ofbeldi. Ofbeldi sem magnast: Netáreitni getur þróast í raunverulegt, líkamlegt ofbeldi og skapað vítahring hættu og vanmáttar. Samkvæmt UNFPA og UN Women (2021) hefur aukin stafræn tenging í þjónustu- og félagskerfum leitt til nýrra áhættuþátta þar sem konur sem nota netið til að nálgast félagslega aðstoð verða jafnframt berskjaldaðri fyrir ofbeldi í netheimum. Gagnaskortur og nýjar áskoranir Þrátt fyrir að vitundin um stafrænt ofbeldi sé að aukast, eru gögn um reynslu heimilislausra kvenna enn ófullnægjandi. Fáar rannsóknir fjalla sérstaklega um heimilislausar konur og tengsl þeirra við stafrænt ofbeldi og ekki er vitað til þess að slíkar rannsóknir hafi verið gerðar hér á landi. Konur tilkynna ekki áreitið vegna ótta, stimplunar eða skorts á rafrænum aðgengisleiðum. Heimilislausar konur hafa oft lítið traust á opinberu kerfi og nýta sér almennt ekki hefðbundnar kæruleiðir. Einnig kemur til aukin áhætta vegna stafrænnar þjónustu, um leið og fleiri úrræði færast á netið eykst möguleiki gerenda til að misnota þessi kerfi. Þó svo að rannsóknir á stafrænu ofbeldi gegn heimilislausum konum hér á landi liggi ekki fyrir er vitneskja um slíkt ofbeldi gegn konum sem leita í Konukot. Þær fá hótanir í skilaboðum varðandi ýmis mál, yfirleitt tengd skuldum. Einnig má gera ráð fyrir að konur sem eru með síður á Only Fans verði fyrir stafrænu ofbeldi. Erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á að stafrænt ofbeldi tengt Only Fans sé algengt og birtingarmyndir þess eru áreitni, sendingar á óumbeðnu efni, þrýstingur um meira efni, ógnanir, birting persónuupplýsinga (e. doxxing), eltihrelling og óviðeigandi kröfur frá áskrifendum. Margar verða fyrir ólöglegri dreifingu efnis, svo sem fölsun (e. deepfakes), þar sem áskrifendur nota gervigreind til að mynda efni með andliti, líkama eða rödd höfundanna án samþykkis þeirra.Leiðir til úrbóta felast í fræðslu, öryggi og rannsóknum Til að draga úr stafrænu ofbeldi gegn heimilislausum konum þarf samræmdar aðgerðir sem byggja á rannsóknum, stefnumótun og valdeflingu kvenna. Leggja þarf áherslu á eftirtalin atriði: Aukna gagnaöflun og rannsóknir á reynslu heimilislausra kvenna af stafrænu ofbeldi. Markvissar forvarnir og fræðslu í athvörfum og þjónustu fyrir konur í viðkvæmri stöðu. Tæknilega vernd og öryggi, t.d. með öruggum samskiptaleiðum og netöryggisfræðslu. Þverfaglegt samstarf milli tækniyfirvalda, félagsþjónustu og kvennasamtaka. Lokaorð Stafrænt ofbeldi gegn heimilislausum konum er ný og alvarleg áskorun á sviði mannréttinda og jafnréttismála. Þar sameinast ógnir stafrænnar tækni og félagslegrar jaðarsetningar sem kallar á nýja nálgun í rannsóknum, stefnumótun og þjónustu. Að tryggja stafrænt öryggi kvenna er ekki aðeins tæknilegt verkefni, það er grundvallaratriði í mannréttindum og samfélagslegu réttlæti. Höfundar starfa fyrir Rótina sem rekur Konukot. Greinin er skrifuð í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur frá 25. nóvember til 10. desember. Áhersla alþjóðlega átaksins í ár er á stafrænt ofbeldi undir yfirskriftinni “Ending Digital Violence Against All Women and Girls”.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar