Innlent

Hval­veiði­menn ætla í hart og ör­lög Ís­lands í Euro­vision ráðast í dag

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegismynd

Í hádegisfréttum segjum við frá því að starfsmenn Hvals hf. hafa stefnt fyrirtækinu vegna tapaðra launa í kjölfar þess að hvalveiðar voru bannaðar sumarið 2023. 

Málið gæti verið fordæmisgefandi en það er unnið í samráði við fyrirtækið sem verið er að stefna. Hvalur ætlar svo að stefna ríkinu á móti.

Þá fjöllum við um ögurstundina sem upp er komin en síðar í dag kemur í ljós hvort Ísland verði með í Eurovision kepninni næsta vor. Stjórn RUV mun taka ákvörðun á fundi síðdegis.

Einnig verður rætt við fjármálaráðherra sem segir að mögulega þurfi að gera einhverjar breytingar á áætluðum útgjöldum stjórnvalda á næsta ári þar sem veiðigjöld verði um tveimur milljörðum lægri en gert hafði verið ráð fyrir.

Í íþróttapakka dagsins er það svo toppbaráttan í Bónus deild kvenna en þar urðu óvænt úrslit í gær. 

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 10. desember 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×