Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar 10. desember 2025 15:02 Nýleg ákvörðun KSÍ um að segja upp markaðsstjóra og ráða engan í staðinn í sparnaðarskyni hefur vakið athygli mína. Það er auðvelt að skilja að sambandið þurfi að hagræða – íslenskur fótbolti stendur frammi fyrir ýmsum áskorunum, bæði fjárhagslegum og skipulagslegum. En þegar skera á niður, þá skiptir máli hvar byrjað er. Og að mínu mati er verið að byrja á röngum enda. Það sem gerir stöðuna enn sérkennilegri er að engin opinber tilkynning hefur komið frá KSÍ um þessa breytingu. Hér er verið að leggja niður lykilstarf sem snertir tekjur, ímynd og samskipti við þjóðina, fyrirtæki og félög – án þess að sambandið telji ástæðu til að upplýsa um það opinberlega. Í nútímasamfélagi, þar sem íþróttahreyfingar eru metnar eftir gegnsæi, fagmennsku og trausti, verður slík þögn þung. Markaðs- og samskiptamál eru ekki aukaatriði. Þau eru burðarstoðir tekjuöflunar, vörumerkjastjórnunar og upplifunar í kringum landsliðin – og ef eitthvað er, þá er þetta svið sem ætti að efla, ekki veikja. Þetta eru verkefnin sem halda utan um ímynd, sýnileika og samskipti við þá sem fjármagna stóran hluta starfseminnar: fyrirtækin, stuðningsfólkið og samfélagið í kringum fótboltann. Þar liggja tekjurnar – og tækifæri til enn meiri tekna. Í mörgum öðrum löndum hefur þróunin verið þveröfug. Þar er verið að efla markaðsstarf, bæta fagmennsku og tryggja að ímynd og vara sambandsins sé sterk, nútímaleg og aðlaðandi fyrir samstarfsaðila. Samkeppnin um athygli og styrktaraðila er gríðarleg og hún einfaldlega bíður ekki eftir þeim sem ákveða að leggja lykilstöðu niður. Það er aðeins hægt að spara upp að vissu marki – en á endanum þarf einhver að sækja tekjurnar. Að skera niður í markaðsmálum í von um sparnað er svolítið eins og að slökkva ljósin í búðinni til að spara rafmagn. Jú, kostnaðurinn lækkar aðeins – en enginn kemur inn í búðina - og án tekna er fátt sem heldur rekstrinum gangandi til lengri tíma. Við verðum líka að spyrja: Hver á nú að vinna að því að styrkja vörumerki íslensku landsliðanna? Hver á að leiða samningaviðræður, miðla verðmætum og tryggja áframhaldandi stuðning fyrirtækja? Hver á að sækja nýjar tekjur? Og hver ber ábyrgð á því að sambandið byggi upp þá jákvæðu ímynd sem það hefur lýst yfir að það vilji endurheimta? Ef það á að færa þessi verkefni innanhúss – þá væri allavega góð byrjun á að setja þá tilkynningu í loftið, því slík verkefni fara ekki í sjálfstýringu, þau krefjast sérhæfingar, reynslu og stefnumótandi hugsunar. Fótboltinn er eitt sterkasta sameiningarafl sem við eigum - og ef við viljum efla íslenskan fótbolta, þá verðum við að gæta þess að ekki sé skorið niður þar sem verðmætin verða til. Höfundur er markaðsstjóri knattspyrnudeildar FH. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auglýsinga- og markaðsmál KSÍ Mest lesið Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar Sjá meira
Nýleg ákvörðun KSÍ um að segja upp markaðsstjóra og ráða engan í staðinn í sparnaðarskyni hefur vakið athygli mína. Það er auðvelt að skilja að sambandið þurfi að hagræða – íslenskur fótbolti stendur frammi fyrir ýmsum áskorunum, bæði fjárhagslegum og skipulagslegum. En þegar skera á niður, þá skiptir máli hvar byrjað er. Og að mínu mati er verið að byrja á röngum enda. Það sem gerir stöðuna enn sérkennilegri er að engin opinber tilkynning hefur komið frá KSÍ um þessa breytingu. Hér er verið að leggja niður lykilstarf sem snertir tekjur, ímynd og samskipti við þjóðina, fyrirtæki og félög – án þess að sambandið telji ástæðu til að upplýsa um það opinberlega. Í nútímasamfélagi, þar sem íþróttahreyfingar eru metnar eftir gegnsæi, fagmennsku og trausti, verður slík þögn þung. Markaðs- og samskiptamál eru ekki aukaatriði. Þau eru burðarstoðir tekjuöflunar, vörumerkjastjórnunar og upplifunar í kringum landsliðin – og ef eitthvað er, þá er þetta svið sem ætti að efla, ekki veikja. Þetta eru verkefnin sem halda utan um ímynd, sýnileika og samskipti við þá sem fjármagna stóran hluta starfseminnar: fyrirtækin, stuðningsfólkið og samfélagið í kringum fótboltann. Þar liggja tekjurnar – og tækifæri til enn meiri tekna. Í mörgum öðrum löndum hefur þróunin verið þveröfug. Þar er verið að efla markaðsstarf, bæta fagmennsku og tryggja að ímynd og vara sambandsins sé sterk, nútímaleg og aðlaðandi fyrir samstarfsaðila. Samkeppnin um athygli og styrktaraðila er gríðarleg og hún einfaldlega bíður ekki eftir þeim sem ákveða að leggja lykilstöðu niður. Það er aðeins hægt að spara upp að vissu marki – en á endanum þarf einhver að sækja tekjurnar. Að skera niður í markaðsmálum í von um sparnað er svolítið eins og að slökkva ljósin í búðinni til að spara rafmagn. Jú, kostnaðurinn lækkar aðeins – en enginn kemur inn í búðina - og án tekna er fátt sem heldur rekstrinum gangandi til lengri tíma. Við verðum líka að spyrja: Hver á nú að vinna að því að styrkja vörumerki íslensku landsliðanna? Hver á að leiða samningaviðræður, miðla verðmætum og tryggja áframhaldandi stuðning fyrirtækja? Hver á að sækja nýjar tekjur? Og hver ber ábyrgð á því að sambandið byggi upp þá jákvæðu ímynd sem það hefur lýst yfir að það vilji endurheimta? Ef það á að færa þessi verkefni innanhúss – þá væri allavega góð byrjun á að setja þá tilkynningu í loftið, því slík verkefni fara ekki í sjálfstýringu, þau krefjast sérhæfingar, reynslu og stefnumótandi hugsunar. Fótboltinn er eitt sterkasta sameiningarafl sem við eigum - og ef við viljum efla íslenskan fótbolta, þá verðum við að gæta þess að ekki sé skorið niður þar sem verðmætin verða til. Höfundur er markaðsstjóri knattspyrnudeildar FH.
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun