Körfubolti

Tryggvi hafði hægt um sig í sigri

Aron Guðmundsson skrifar
Tryggvi Snær Hlinason í leik með íslenska landsliðinu
Tryggvi Snær Hlinason í leik með íslenska landsliðinu Getty/Marcin Golba

Tryggvi Snær Hlinason og félagar hans í Surne Bilbao Basket höfðu betur gegn Sporting Lissabon í Evrópubikarnum í körfubolta í kvöld. Lokatölur fimmtán stiga sigur Bilbao, 94-79.

Íslenski risinn Tryggvi Snær Hlinason spilaði rúmar átján mínútur í leik kvöldsins og hafði frekar hægt um sig. 

Hann setti þó niður tvö stig, tók tvö fráköst og gaf tvær stoðsendingar á þeim tíma sem hann var inn á. Þá varði hann eitt skot.

Þeir Darrun Hillard og Luke Petrasek voru stigahæstir í liði Bilbao í kvöld með átján stig hvor.

Þetta var fyrsti leikur liðanna í M-riðli á næsta stigi keppninnar þar sem að tvö efstu liðin tryggja sig áfram. Góð byrjun hjá Bilbao sem mætir Prievidza frá Slóvakíu í næstu umferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×