Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2025 07:30 Norðmenn eru afar spenntir fyrir því að sjá Erling Haaland og félaga í norska landsliðinu fara langt á heimsmeistaramótinu næsta sumar. Getty/Image Photo Agency Norðmenn eru komnir inn á heimsmeistaramót karla í fótbolta í fyrsta sinn í næstum því þrjá áratugi og það er óhætt að segja að það sé spenna hjá norsku þjóðinni. Ekki spillir fyrir að norska liðið er afar spennandi með marga heimsklassa leikmenn innanborðs. Pressan er því mikil á að Norðmenn fái tækifæri til að njóta HM-veislunnar í botn. Norska ríkisstjórnin vill tryggja að það geti orðið þjóðhátíð meðan á HM stendur jafnvel þótt nokkrir leikjanna verði spilaðir eftir að veitingaleyfi skemmtistaða rennur út. Jú, það kemur til greina að breyta áfengislögum norsku þjóðarinnar vegna HM næsta sumar Munu skoða hvað þarf að gera „Við munum skoða hvað þarf að gera, hvort sem það verða lagabreytingar eða aðrar aðgerðir sem þarf,“ sagði Jonas Gahr Störe forsætisráðherra Noregs Norðmenn spila leiki sína í nokkrum borgum í Bandaríkjunum, landi sem er á nokkrum tímabeltum á eftir Noregi. Það þýðir að nokkrir leikjanna fara fram á tímum sem fyrir okkur eru seint að kvöldi eða um miðja nótt. Þegar er vitað að Noregur mun spila tvo af HM-leikjunum að næturlagi að norskum tíma. „Það er hefð í Noregi að fólk fari á skemmtistaði til að horfa á leiki saman, og við teljum að það eigi að geta gert það allan leikinn. Þetta er eitthvað sem við munum finna lausn á í tæka tíð fyrir HM,“ sagði Störe. Einnig á pöbbnum Tonje Brenna, þingflokksformaður Verkamannaflokksins, lofar því sama. „Auðvitað á fólk að fá að horfa á HM í fótbolta. Einnig á pöbbnum. Einnig þegar leikirnir eru spilaðir að næturlagi. Ef við höfum reglur sem koma í veg fyrir þetta, verðum við að leysa það. Því lofar Verkamannaflokkurinn,“ skrifar hún á Facebook. Þetta fær veitingageirann til að fagna. „Þetta eru frábærar fréttir. Það er gott að Tonje Brenna og ríkisstjórnin grípi inn í og tryggi að HM verði þjóðhátíð. Veitingageirinn er tilbúinn að leggja sitt af mörkum,“ sagði Tobias Strandskog-Christensen, sviðsstjóri veitingasviðs hjá NHO Reiseliv. Reglurna strangar Í grundvallaratriðum eru strangar reglur um áfengisveitingar í Noregi. Það eru sveitarfélögin sem ákveða hvenær skemmtistaðir mega veita áfengi og flestir hafa haft veitingastopp í kringum klukkan tvö til þrjú í mörg ár. Í samanburði við nágrannalönd þeirra eru reglurnar því frekar strangar. Í Svíþjóð geta sveitarfélög veitt lengri veitingatíma, en oft loka þau í kringum klukkan eitt. Í Danmörku eru reglurnar mun frjálslegri. Þar mega margir staðir hafa opið til klukkan fimm eða jafnvel lengur, ef þeir fá leyfi til þess. Í Noregi hafa áfengislögin verið nánast óbreytt í mörg ár. HM 2026 í fótbolta Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Sjá meira
Ekki spillir fyrir að norska liðið er afar spennandi með marga heimsklassa leikmenn innanborðs. Pressan er því mikil á að Norðmenn fái tækifæri til að njóta HM-veislunnar í botn. Norska ríkisstjórnin vill tryggja að það geti orðið þjóðhátíð meðan á HM stendur jafnvel þótt nokkrir leikjanna verði spilaðir eftir að veitingaleyfi skemmtistaða rennur út. Jú, það kemur til greina að breyta áfengislögum norsku þjóðarinnar vegna HM næsta sumar Munu skoða hvað þarf að gera „Við munum skoða hvað þarf að gera, hvort sem það verða lagabreytingar eða aðrar aðgerðir sem þarf,“ sagði Jonas Gahr Störe forsætisráðherra Noregs Norðmenn spila leiki sína í nokkrum borgum í Bandaríkjunum, landi sem er á nokkrum tímabeltum á eftir Noregi. Það þýðir að nokkrir leikjanna fara fram á tímum sem fyrir okkur eru seint að kvöldi eða um miðja nótt. Þegar er vitað að Noregur mun spila tvo af HM-leikjunum að næturlagi að norskum tíma. „Það er hefð í Noregi að fólk fari á skemmtistaði til að horfa á leiki saman, og við teljum að það eigi að geta gert það allan leikinn. Þetta er eitthvað sem við munum finna lausn á í tæka tíð fyrir HM,“ sagði Störe. Einnig á pöbbnum Tonje Brenna, þingflokksformaður Verkamannaflokksins, lofar því sama. „Auðvitað á fólk að fá að horfa á HM í fótbolta. Einnig á pöbbnum. Einnig þegar leikirnir eru spilaðir að næturlagi. Ef við höfum reglur sem koma í veg fyrir þetta, verðum við að leysa það. Því lofar Verkamannaflokkurinn,“ skrifar hún á Facebook. Þetta fær veitingageirann til að fagna. „Þetta eru frábærar fréttir. Það er gott að Tonje Brenna og ríkisstjórnin grípi inn í og tryggi að HM verði þjóðhátíð. Veitingageirinn er tilbúinn að leggja sitt af mörkum,“ sagði Tobias Strandskog-Christensen, sviðsstjóri veitingasviðs hjá NHO Reiseliv. Reglurna strangar Í grundvallaratriðum eru strangar reglur um áfengisveitingar í Noregi. Það eru sveitarfélögin sem ákveða hvenær skemmtistaðir mega veita áfengi og flestir hafa haft veitingastopp í kringum klukkan tvö til þrjú í mörg ár. Í samanburði við nágrannalönd þeirra eru reglurnar því frekar strangar. Í Svíþjóð geta sveitarfélög veitt lengri veitingatíma, en oft loka þau í kringum klukkan eitt. Í Danmörku eru reglurnar mun frjálslegri. Þar mega margir staðir hafa opið til klukkan fimm eða jafnvel lengur, ef þeir fá leyfi til þess. Í Noregi hafa áfengislögin verið nánast óbreytt í mörg ár.
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Sjá meira