Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar 11. desember 2025 11:30 Þegar ákvörðun Ríkisútvarpsins um að sniðganga Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í gær var kunngerð, var það í sjálfu sér ekki ákvörðunin sem vakti mesta athygli, heldur tímasetningin og atburðarásin. Ljóst var frá næstsíðasta fundi stjórnar RÚV að innan hennar var meirihluti fyrir því að draga RÚV út úr keppninni í Vín næsta vor, í ljósi þess að Ísrael hafði þegar fengið aðgöngumiða í boði EBU, samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva sem halda keppnina. Og eins og tæplega fór fram hjá nokkrum manni biðu fjölmargir með öndina í hálsinum síðdegis í gær eftir að fundi stjórnar lyki og upplýst yrði um þessa stóru og afdrifaríku ákvörðun: hvort Ísland ætlaði að taka þátt eða ekki. En stjórnin fékk ekki, eða þurfti ekki, að taka efnislega afstöðu til málsins. Framkvæmdastjórn RÚV greip inn í og tók af skarið. Útvarpsstjóri tilkynnti um ákvörðunina, ekki stjórnarformaður, og fyrstu viðbrögð mín voru undrun yfir því að framkvæmdastjórnin skyldi nánast hafa „stolið glæpnum“ fyrir framan nefið á stjórninni. Eftir á að hyggja var þessi tímasetning og atburðarás þó líklega skynsamleg, þótt allir sjái hversu klaufalega þetta leit út. Hefði stjórn RÚV tekið þessa ákvörðun, eins og allt leit út fyrir að yrði raunin, er ljóst að hún hefði verið tekin algerlega á pólitískum forsendum. Og auðvitað vita allir að ástæðan fyrir því að Ísland verður ekki með næsta vor er hápólitísk. En útvarpsstjóri mildaði höggið með því að leggja áherslu á að dagskrárvaldið sé hjá framkvæmdastjórninni og að ákvörðunin feli ekki í sér pólitíska afstöðu Íslands, heldur faglegt mat RÚV. Það væri ekki hlutverk pólitískt skipaðrar stjórnar að taka ritstjórnar- eða dagskrárlegar ákvarðanir, var undirliggjandi tónn í orðum hans. Hvort þessi tilgáta er rétt veit ég ekki. Kannski vega önnur rök þyngra. Það væri fróðlegt að heyra. Sjálf Eurovision-keppnin er orðin hálfgert aukaatriði. Sem hún reyndar var orðin hvort sem er. Enginn sómi er að henni lengur: yfirgengilegar skrautlegar umbúðir utan um tónlist og söngva sem skipta stöðugt minna máli. Hvernig stjórn EBU hefur haldið utan um keppnina er mikið rannsóknarefni, reglurnar ýmist óljósar eða ósanngjarnar. Það hefur til dæmis löngum verið mér hulin ráðgáta hvernig hægt er að halda keppni þar sem frá upphafi er alltaf vitlaust gefið. Eðli máls samkvæmt byggir keppni á því að allir sitji við sama borð, en í Eurovision hefur það viðgengist áratugum saman að þau fimm ríki sem greiða mest til EBU kaupi sér beinlínis sæti á úrslitakvöldinu. Myndi einhver sætta sig við að ríkustu knattspyrnusamböndin sem leggja hvað mest til FIFA fengju sjálfkrafa sæti í átta liða úrslitum í heimsmeistarakeppni? Og svo er gleðin farin. Eftir stendur bara glysið. Þá er betur heima setið en af stað farið. Höfundu er fyrrverandi frétta- og dagskrárgerðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Salvarsson Eurovision 2026 Ríkisútvarpið Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ákvörðun Ríkisútvarpsins um að sniðganga Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í gær var kunngerð, var það í sjálfu sér ekki ákvörðunin sem vakti mesta athygli, heldur tímasetningin og atburðarásin. Ljóst var frá næstsíðasta fundi stjórnar RÚV að innan hennar var meirihluti fyrir því að draga RÚV út úr keppninni í Vín næsta vor, í ljósi þess að Ísrael hafði þegar fengið aðgöngumiða í boði EBU, samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva sem halda keppnina. Og eins og tæplega fór fram hjá nokkrum manni biðu fjölmargir með öndina í hálsinum síðdegis í gær eftir að fundi stjórnar lyki og upplýst yrði um þessa stóru og afdrifaríku ákvörðun: hvort Ísland ætlaði að taka þátt eða ekki. En stjórnin fékk ekki, eða þurfti ekki, að taka efnislega afstöðu til málsins. Framkvæmdastjórn RÚV greip inn í og tók af skarið. Útvarpsstjóri tilkynnti um ákvörðunina, ekki stjórnarformaður, og fyrstu viðbrögð mín voru undrun yfir því að framkvæmdastjórnin skyldi nánast hafa „stolið glæpnum“ fyrir framan nefið á stjórninni. Eftir á að hyggja var þessi tímasetning og atburðarás þó líklega skynsamleg, þótt allir sjái hversu klaufalega þetta leit út. Hefði stjórn RÚV tekið þessa ákvörðun, eins og allt leit út fyrir að yrði raunin, er ljóst að hún hefði verið tekin algerlega á pólitískum forsendum. Og auðvitað vita allir að ástæðan fyrir því að Ísland verður ekki með næsta vor er hápólitísk. En útvarpsstjóri mildaði höggið með því að leggja áherslu á að dagskrárvaldið sé hjá framkvæmdastjórninni og að ákvörðunin feli ekki í sér pólitíska afstöðu Íslands, heldur faglegt mat RÚV. Það væri ekki hlutverk pólitískt skipaðrar stjórnar að taka ritstjórnar- eða dagskrárlegar ákvarðanir, var undirliggjandi tónn í orðum hans. Hvort þessi tilgáta er rétt veit ég ekki. Kannski vega önnur rök þyngra. Það væri fróðlegt að heyra. Sjálf Eurovision-keppnin er orðin hálfgert aukaatriði. Sem hún reyndar var orðin hvort sem er. Enginn sómi er að henni lengur: yfirgengilegar skrautlegar umbúðir utan um tónlist og söngva sem skipta stöðugt minna máli. Hvernig stjórn EBU hefur haldið utan um keppnina er mikið rannsóknarefni, reglurnar ýmist óljósar eða ósanngjarnar. Það hefur til dæmis löngum verið mér hulin ráðgáta hvernig hægt er að halda keppni þar sem frá upphafi er alltaf vitlaust gefið. Eðli máls samkvæmt byggir keppni á því að allir sitji við sama borð, en í Eurovision hefur það viðgengist áratugum saman að þau fimm ríki sem greiða mest til EBU kaupi sér beinlínis sæti á úrslitakvöldinu. Myndi einhver sætta sig við að ríkustu knattspyrnusamböndin sem leggja hvað mest til FIFA fengju sjálfkrafa sæti í átta liða úrslitum í heimsmeistarakeppni? Og svo er gleðin farin. Eftir stendur bara glysið. Þá er betur heima setið en af stað farið. Höfundu er fyrrverandi frétta- og dagskrárgerðarmaður.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun