Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Siggeir Ævarsson skrifar 11. desember 2025 18:31 Grindavík Keflavík. Bónus deild karla 2025 körfubolti KKÍ. Grindvíkingar tóku á móti Ármanni í kvöld en heimamenn þurftu heldur betur að svara fyrir afhroðið gegn Stjörnunni í síðustu umferð. Að sama skapi voru Ármenningar að leita að sínum öðrum sigri í röð eftir að hafa landað þeim fyrsta gegn Þór í síðasta leik. Það verður þó að segjast alveg eins og er að Grindvíkingar voru ekki sérlega sannfærandi fyrstu mínútur leiksins á báðum endum vallarins, þá sérstaklega varnarmegin þar sem sprækir Ármenningar skoruðu oft nokkuð auðveldlega. Grindvíkingar hertu tökin þó örlítið eftir því sem leið á 1. leikhluta og þá fóru þristarnir að detta en Ármenningar svöruðu vel og flautukarfa frá Vonterius Montreal Woolbright tryggði þeim eins stigs forskot eftir fyrstu tíu, staðan 22-23. Grindvíkingar byrjuðu 2. leikhluta eingöngu með Norðurlandabúa inn á og leikurinn nokkurn veginn í jafnvægi. Eftir nokkrar mínútur kom útlendingahersveitin svo inn á aftur og staðan allt í einu orðin 39-32 þegar Steinar Kaldal tók sitt annað leikhlé. Það virkaði vel til að hægja á Grindvíkingum í fyrra skiptið en þeir voru orðnir einbeittari á þessum tímapunkti og héldu muninum í kringum átta til tíu stig og leiddu með 13 í hálfleik, 53-40. Virðingarverð frammistaða hjá nýliðunum framan af leik en að sama skapi virtust Grindvíkingar eiga nánast alla sína gíra inni. Þeir fundu téða gíra strax í upphafi seinni hálfleiks og náðu fljótlega að ýta muninum upp í 20 stig, sem var einfaldlega alltof breytt bil fyrir gestina að brúa og eftirleikurinn nokkuð þægilegur fyrir heimamenn. Ármenningar náðu þó að minnka muninn í 11 stig með skrautlegri flautukörfu í lok þriðja leikhluta. Augnablik sem hefði hæglega getað kveikt neista. Grindvíkingar héldu þó einbeitingu að mestu og kláruðu leikinn að lokum. Dolezaj minnkaði muninn í tíu stig þegar tæpar fjórar mínútur voru á klukkunni og taugar leikmanna voru þandar í brakinu. Grindvíkingar hafa vissulega ekki alltaf haldið sig á mottunni og ró sinni í vetur þegar spennustigið hefur verið hátt en gerðu það í kvöld og kláruðu leikinn að lokum með 20 stigum, 105-85. Atvik leiksins Ingvi Þór Guðmundsson, bróðir Braga og Jóns Axels Guðmundssona, var nokkuð óvænt mættur í hóp hjá Ármanni í kvöld en hann lék síðast með Þrótti Vogum 2023-24. Hann kom þó ekki mikið við sögu í kvöld, kom inn á og braut tvisvar á DeAndre Kane og lét þar við sitja að þessu sinni. Það verður klárlega fengur fyrir Ármenninga ef hann nær sér á strik á ný. Stjörnur og skúrkar Khalil Shabazz var stigahæstur Grindvíkinga með 25 stig og Jordan Semple skoraði 20. DeAndre Kane lét sér nægja að skora 18 og bætti við níu fráköstum en hann fékk það hlutverk í kvöld að reyna að halda aftur að Braga Guðmundssyni. Bragi var langöflugastur Ármenninga í kvöld með 27 stig og sjö fráköst að auki. Lagio Grantsaan skoraði 22 og Marek Dolezaj 19. Frammistaða hins bandaríska Vonterius Montreal Woolbright fer aftur á móti í bækurnar sem klár vonbrigði en hann skilaði heilum fjórum stigum í hús. Dómarar Gunnlaugur Briem, Einar Valur Gunnarsson og Federick Alfred U Capellan dæmdu leikinn í kvöld og gerðu það ágætlega. Mér fannst línan nokkuð skýr og Grindvíkingum líka sem stilltu varnarleik sinn í takt við hana. Stemming og umgjörð Það var afskaplega dauft yfir stúkunni í Grindavík í kvöld þrátt fyrir ágætis mætingu á fimmtudagskvöldi korter í jól. Ég held að það hafi einn meðlimur Stinningskalda verið í stúkunni sem sá um trommurnar en annars mátti á köflum heyra saumnál detta í HS-Orku höllinni. Viðtöl Jóhann Þór: „Við kannski ekki alveg nægilega einbeittir lengi vel“ Jóhann Þór er heilt yfir sáttur enda með liðið á toppi deildarinnarVísir/Hulda Margrét Þrátt fyrir að klára leikinn með 20 stigum í kvöld þurftu Grindvíkingar að hafa töluvert fyrir sigrinum í kvöld og Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga, tók undir þap. „Algjörlega, Ármenningar voru ferskir og bara hörku góðir á köflum og við kannski ekki alveg nægilega einbeittir lengi vel. En bara góður sigur og markmiðið var að koma aftur til baka eftir sunnudaginn og það tókst að mörgu leyti. Nú er í raun bara fyrri hálfleik lokið, við erum að spila við þá aftur á sunnudaginn. Nú er bara að endurheimta eins og hægt er og vera klárir í bikar á sunnudaginn.“ Grindavík tapaði illa gegn Stjörnunni í síðasta leik og Jóhann viðurkenndi að það hefði tekið tíma að vinna úr því tapi sem hefði setið í mönnum. „Alveg eitthvað fram eftir vikunni alveg pottþétt. Þetta var líka bara skrítið. Venjulegur deildarleikur fyrir jól en spennan og ákefðin sem var í leiknum svona bara úrslitakeppnisfílingur og við vorum bara ekki klárir í það. En það er samt enginn heimsendir, ef þú hefðir boðið mér það þegar ég kom heim af EuroBasket og við vorum sex á æfingu í ágúst að við værum 9-1 núna hefð ég tekið því allan daginn. Mér fannst við gera vel í að koma til baka í kvöld og svo er það bara næsti leikur.“ Spennustigið í kvöld var einmitt nokkuð hátt undir lokin en Grindvíkingar héldu haus að þessu sinni og enginn rekinn út úr húsi. Jóhann var sáttur með það. „Algjörlega. Batamerki hvað það varðar og heilt yfir bara flott frammistaða.“ Bragi Guðmundsson: „Bara eins og hver annar leikur“ Bragi Guðmundsson spilaði sinn fyrsta leik á tímabilinu gegn uppeldisfélaginu sínu í kvöld.Vísir / Anton Brink Bragi Guðmundsson snéri aftur til Grindavíkur í fyrsta sinn á tímabilinu í kvöld og sagði að tilfinningin að spila gegn sínu gamla liði hefði verið góð. „Bara góð sko. Þeir eru með frábært lið, eru á toppnum af ástæðu. Bara skrítið, en gaman.“ Hann sagði að hann hefði í raun ekki velt því mikið fyrir sér að vera að mæta Grindavík. „Bara eins og hver annar leikur. Ég reyni bara að gera mitt besta til að hjálpa liðinu og reyni að gera það í hverjum einasta leik.“ Eftir að hafa náð í fyrsta sigurinn í síðasta leik gáfu Ármenningar Grindvíkingum hörkuleik stærstan partinn af leiknum í kvöld. Bragi sagði að liðið væri að stefna í rétta átt. „Ég myndi segja það, klárlega. Bara á flottri leið. Þeir eru með frábært lið eins og ég sagði. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Ég myndi segja að þetta hefði átt að vera svona 7-10 stiga leikur.“ Ármann mætir Grindavík svo aftur í bikarnum á sunnudaginn svo að Bragi og félagar fá annan séns. „Það er bikarinn næst og við reynum að gefa þeim aðeins meiri slag en núna. Þetta var gott í dag, ég er sáttur með liðið. Vantaði nokkra leikmenn sem voru ekki alveg nógu góðir í dag en verða vonandi betri á sunnudaginn.“ Ingvi Þór, bróðir Braga, var mættur í liðið í kvöld sem kætti Braga að vonum. „Það er flott, frábært. Ég er ánægður með hann. Hann er ekki búinn að spila körfu í tvö ár, bara nýbyrjaður að mæta á æfingar hjá okkur. Ég er stoltur af bróður mínum, vonandi kemur hann sterkari en allt aftur til baka. Ég hef fulla trú á honum.“ Steinar Kaldal: „Við erum bara ekki alveg nógu skynsamir“ Steinar KaldalVísir / Anton Brink Steinar Kaldal, þjálfari Ármanns, var nokkuð ringlaður eftir stórfurðulegan leik að hans sögn. „Mér fannst þetta stórfurðulegur leikur. Mér fannst orkustigið skrítið í liðinu. Við erum ágætlega inn í leiknum, þeir taka sprett á okkur og við komum til baka. Þetta er níu eða tíu stiga leikur þegar það eru fjórar mínútur eftir. Við erum bara ekki alveg nógu skynsamir í því sem við gerum þá. Förum svolítið útúr því sem við áttum að vera að gera. Þeir eru náttúrulega bara það gott lið að þeir refsuðu okkur alltaf strax. 20 stig er fullmikið en mér fannst við ekkert frábærir í þessum leik, langt í frá, við getum verið miklu betri en þetta.“ Eftir að hafa átt góðan leik í sínum fyrsta leik með Ármanni var Vonterius Montreal Woolbright ekki góður í kvöld. „Nei, hann var bara algjörlega út á þekju í þessum leik. Ég held að hann hafi ekki alveg áttað sig á að hann væri að fara að spila á móti þetta góðu liði og góðu varnarliði. Þannig að hann þarf heldur betur að rífa sig í gang og ég held að hann geri það.“ Næsta verkefni Ármanns er svo bikarleikur gegn Grindavík í Grindavík á sunnudaginn svo að Ármenningar fá annan séns á sigri suður með sjó. „Klárt. Það eru bara þrír dagar í næsta leik hérna í þessu húsi og ég vil taka það fram að það er gaman koma til Grindavíkur og fá að spila hérna. Frábært hús og alltaf fólk í stúkunni. Þannig að við hlökkum bara til að koma aftur hingað og ég trúi ekki öðru en hann mæti í þann leik. Bragi var frábær hérna í heimabænum sínum, gaman að sjá hann spila svona vel.“ Bónus-deild karla Grindavík Ármann Körfubolti
Grindvíkingar tóku á móti Ármanni í kvöld en heimamenn þurftu heldur betur að svara fyrir afhroðið gegn Stjörnunni í síðustu umferð. Að sama skapi voru Ármenningar að leita að sínum öðrum sigri í röð eftir að hafa landað þeim fyrsta gegn Þór í síðasta leik. Það verður þó að segjast alveg eins og er að Grindvíkingar voru ekki sérlega sannfærandi fyrstu mínútur leiksins á báðum endum vallarins, þá sérstaklega varnarmegin þar sem sprækir Ármenningar skoruðu oft nokkuð auðveldlega. Grindvíkingar hertu tökin þó örlítið eftir því sem leið á 1. leikhluta og þá fóru þristarnir að detta en Ármenningar svöruðu vel og flautukarfa frá Vonterius Montreal Woolbright tryggði þeim eins stigs forskot eftir fyrstu tíu, staðan 22-23. Grindvíkingar byrjuðu 2. leikhluta eingöngu með Norðurlandabúa inn á og leikurinn nokkurn veginn í jafnvægi. Eftir nokkrar mínútur kom útlendingahersveitin svo inn á aftur og staðan allt í einu orðin 39-32 þegar Steinar Kaldal tók sitt annað leikhlé. Það virkaði vel til að hægja á Grindvíkingum í fyrra skiptið en þeir voru orðnir einbeittari á þessum tímapunkti og héldu muninum í kringum átta til tíu stig og leiddu með 13 í hálfleik, 53-40. Virðingarverð frammistaða hjá nýliðunum framan af leik en að sama skapi virtust Grindvíkingar eiga nánast alla sína gíra inni. Þeir fundu téða gíra strax í upphafi seinni hálfleiks og náðu fljótlega að ýta muninum upp í 20 stig, sem var einfaldlega alltof breytt bil fyrir gestina að brúa og eftirleikurinn nokkuð þægilegur fyrir heimamenn. Ármenningar náðu þó að minnka muninn í 11 stig með skrautlegri flautukörfu í lok þriðja leikhluta. Augnablik sem hefði hæglega getað kveikt neista. Grindvíkingar héldu þó einbeitingu að mestu og kláruðu leikinn að lokum. Dolezaj minnkaði muninn í tíu stig þegar tæpar fjórar mínútur voru á klukkunni og taugar leikmanna voru þandar í brakinu. Grindvíkingar hafa vissulega ekki alltaf haldið sig á mottunni og ró sinni í vetur þegar spennustigið hefur verið hátt en gerðu það í kvöld og kláruðu leikinn að lokum með 20 stigum, 105-85. Atvik leiksins Ingvi Þór Guðmundsson, bróðir Braga og Jóns Axels Guðmundssona, var nokkuð óvænt mættur í hóp hjá Ármanni í kvöld en hann lék síðast með Þrótti Vogum 2023-24. Hann kom þó ekki mikið við sögu í kvöld, kom inn á og braut tvisvar á DeAndre Kane og lét þar við sitja að þessu sinni. Það verður klárlega fengur fyrir Ármenninga ef hann nær sér á strik á ný. Stjörnur og skúrkar Khalil Shabazz var stigahæstur Grindvíkinga með 25 stig og Jordan Semple skoraði 20. DeAndre Kane lét sér nægja að skora 18 og bætti við níu fráköstum en hann fékk það hlutverk í kvöld að reyna að halda aftur að Braga Guðmundssyni. Bragi var langöflugastur Ármenninga í kvöld með 27 stig og sjö fráköst að auki. Lagio Grantsaan skoraði 22 og Marek Dolezaj 19. Frammistaða hins bandaríska Vonterius Montreal Woolbright fer aftur á móti í bækurnar sem klár vonbrigði en hann skilaði heilum fjórum stigum í hús. Dómarar Gunnlaugur Briem, Einar Valur Gunnarsson og Federick Alfred U Capellan dæmdu leikinn í kvöld og gerðu það ágætlega. Mér fannst línan nokkuð skýr og Grindvíkingum líka sem stilltu varnarleik sinn í takt við hana. Stemming og umgjörð Það var afskaplega dauft yfir stúkunni í Grindavík í kvöld þrátt fyrir ágætis mætingu á fimmtudagskvöldi korter í jól. Ég held að það hafi einn meðlimur Stinningskalda verið í stúkunni sem sá um trommurnar en annars mátti á köflum heyra saumnál detta í HS-Orku höllinni. Viðtöl Jóhann Þór: „Við kannski ekki alveg nægilega einbeittir lengi vel“ Jóhann Þór er heilt yfir sáttur enda með liðið á toppi deildarinnarVísir/Hulda Margrét Þrátt fyrir að klára leikinn með 20 stigum í kvöld þurftu Grindvíkingar að hafa töluvert fyrir sigrinum í kvöld og Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga, tók undir þap. „Algjörlega, Ármenningar voru ferskir og bara hörku góðir á köflum og við kannski ekki alveg nægilega einbeittir lengi vel. En bara góður sigur og markmiðið var að koma aftur til baka eftir sunnudaginn og það tókst að mörgu leyti. Nú er í raun bara fyrri hálfleik lokið, við erum að spila við þá aftur á sunnudaginn. Nú er bara að endurheimta eins og hægt er og vera klárir í bikar á sunnudaginn.“ Grindavík tapaði illa gegn Stjörnunni í síðasta leik og Jóhann viðurkenndi að það hefði tekið tíma að vinna úr því tapi sem hefði setið í mönnum. „Alveg eitthvað fram eftir vikunni alveg pottþétt. Þetta var líka bara skrítið. Venjulegur deildarleikur fyrir jól en spennan og ákefðin sem var í leiknum svona bara úrslitakeppnisfílingur og við vorum bara ekki klárir í það. En það er samt enginn heimsendir, ef þú hefðir boðið mér það þegar ég kom heim af EuroBasket og við vorum sex á æfingu í ágúst að við værum 9-1 núna hefð ég tekið því allan daginn. Mér fannst við gera vel í að koma til baka í kvöld og svo er það bara næsti leikur.“ Spennustigið í kvöld var einmitt nokkuð hátt undir lokin en Grindvíkingar héldu haus að þessu sinni og enginn rekinn út úr húsi. Jóhann var sáttur með það. „Algjörlega. Batamerki hvað það varðar og heilt yfir bara flott frammistaða.“ Bragi Guðmundsson: „Bara eins og hver annar leikur“ Bragi Guðmundsson spilaði sinn fyrsta leik á tímabilinu gegn uppeldisfélaginu sínu í kvöld.Vísir / Anton Brink Bragi Guðmundsson snéri aftur til Grindavíkur í fyrsta sinn á tímabilinu í kvöld og sagði að tilfinningin að spila gegn sínu gamla liði hefði verið góð. „Bara góð sko. Þeir eru með frábært lið, eru á toppnum af ástæðu. Bara skrítið, en gaman.“ Hann sagði að hann hefði í raun ekki velt því mikið fyrir sér að vera að mæta Grindavík. „Bara eins og hver annar leikur. Ég reyni bara að gera mitt besta til að hjálpa liðinu og reyni að gera það í hverjum einasta leik.“ Eftir að hafa náð í fyrsta sigurinn í síðasta leik gáfu Ármenningar Grindvíkingum hörkuleik stærstan partinn af leiknum í kvöld. Bragi sagði að liðið væri að stefna í rétta átt. „Ég myndi segja það, klárlega. Bara á flottri leið. Þeir eru með frábært lið eins og ég sagði. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Ég myndi segja að þetta hefði átt að vera svona 7-10 stiga leikur.“ Ármann mætir Grindavík svo aftur í bikarnum á sunnudaginn svo að Bragi og félagar fá annan séns. „Það er bikarinn næst og við reynum að gefa þeim aðeins meiri slag en núna. Þetta var gott í dag, ég er sáttur með liðið. Vantaði nokkra leikmenn sem voru ekki alveg nógu góðir í dag en verða vonandi betri á sunnudaginn.“ Ingvi Þór, bróðir Braga, var mættur í liðið í kvöld sem kætti Braga að vonum. „Það er flott, frábært. Ég er ánægður með hann. Hann er ekki búinn að spila körfu í tvö ár, bara nýbyrjaður að mæta á æfingar hjá okkur. Ég er stoltur af bróður mínum, vonandi kemur hann sterkari en allt aftur til baka. Ég hef fulla trú á honum.“ Steinar Kaldal: „Við erum bara ekki alveg nógu skynsamir“ Steinar KaldalVísir / Anton Brink Steinar Kaldal, þjálfari Ármanns, var nokkuð ringlaður eftir stórfurðulegan leik að hans sögn. „Mér fannst þetta stórfurðulegur leikur. Mér fannst orkustigið skrítið í liðinu. Við erum ágætlega inn í leiknum, þeir taka sprett á okkur og við komum til baka. Þetta er níu eða tíu stiga leikur þegar það eru fjórar mínútur eftir. Við erum bara ekki alveg nógu skynsamir í því sem við gerum þá. Förum svolítið útúr því sem við áttum að vera að gera. Þeir eru náttúrulega bara það gott lið að þeir refsuðu okkur alltaf strax. 20 stig er fullmikið en mér fannst við ekkert frábærir í þessum leik, langt í frá, við getum verið miklu betri en þetta.“ Eftir að hafa átt góðan leik í sínum fyrsta leik með Ármanni var Vonterius Montreal Woolbright ekki góður í kvöld. „Nei, hann var bara algjörlega út á þekju í þessum leik. Ég held að hann hafi ekki alveg áttað sig á að hann væri að fara að spila á móti þetta góðu liði og góðu varnarliði. Þannig að hann þarf heldur betur að rífa sig í gang og ég held að hann geri það.“ Næsta verkefni Ármanns er svo bikarleikur gegn Grindavík í Grindavík á sunnudaginn svo að Ármenningar fá annan séns á sigri suður með sjó. „Klárt. Það eru bara þrír dagar í næsta leik hérna í þessu húsi og ég vil taka það fram að það er gaman koma til Grindavíkur og fá að spila hérna. Frábært hús og alltaf fólk í stúkunni. Þannig að við hlökkum bara til að koma aftur hingað og ég trúi ekki öðru en hann mæti í þann leik. Bragi var frábær hérna í heimabænum sínum, gaman að sjá hann spila svona vel.“
Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Körfubolti