Erlent

Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Tyler Robinson mætti fyrir dómara í gær.
Tyler Robinson mætti fyrir dómara í gær. Getty/Rick Egan

Tyler Robinson, 22 ára, sem hefur verið ákærður fyrir að myrða íhaldssama aðgerðasinnan Charlie Kirk í september síðastliðnum, mætti fyrir dómara í gær.

Til umfjöllunar var beiðni lögmanna Robinson um að upptöku- og myndavélar yrðu bannaðar í dómsalnum á meðan réttarhöldunum stendur. Ekkja Kirk og bandalag fjölmiðla þrýstu á að réttarhöldin yrðu opin og gagnsæ.

Dómarinn tók afstöðu með síðarnefndu.

Robinson á yfir höfði sér dauðarefsingu ef hann verður fundinn sekur en hann hefur ekki tekið afstöðu til ákærunnar enn sem komið er, það er að segja hvort hann lýsir sig sekan eða saklausan.

Robinson hefur ekki tekið afstöðu til ákærunnar.Getty/Rick Egan

Robinson var handtekinn eftir að hafa játað fyrir föður sínum að hafa myrt Kirk. Faðir hans hvatti hann til að gefa sig fram við lögreglu, sem hann og gerði.

Faðir Robinson, móðir og bróðir voru í dómsalnum í gær.

Málið gegn Robinson hefur alið af sér ótal samsæriskenningar, sem hafa farið sem eldur í sinu í netheimum. Fremst í flokki hefur verið áhrifavaldurinn Candace Owens, sem hefur meðal annars sakað ekkju Kirk og samtök hans Turning Point USA, um að hafa eitthvað óhreint í pokahorninu. Owens, sem hefur verið kærð af Emmanuel Macron Frakklandsforseta og eiginkonu hans fyrir rógburð, telur Robinson ekki hafa staðið einan að morðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×