Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar 12. desember 2025 12:33 Í síðustu viku freistuðum við þess að nota húmorinn til að benda á ruglið í kringum sjókvíaeldið. Við misstum hins vegar húmorinn þegar innviðaráðherra saltaði Fjarðarheiðagöng. Í stað þess að tengja Seyðisfjörð við Egilsstaði, eins og 600 milljóna kostnaður og áætlanir gerðu ráð fyrir, á nú að beina göngunum til Mjóafjarðar og Neskaupstaðar. Það eru flestir gapandi yfir ruglinu. Rökstuðningurinn? Eins og greint hefur verið frá tók innviðaráðherra þau rök sem hentuðu honum úr skýrslunni. Hann nefndi einnig að í Mjóafirði skuli „koma fyrir sjókvíaeldi” en í firðinum búa ellefu manneskjur sem skiljanlega óttast að þorpið leggist í eyði. Enginn Seyðfirðingur er á móti Mjóafjarðargöngum né öðrum göngum á eftir Fjarðarheiðargöngum. Það er hættuleg nálgun að nota mengandi stóriðju sem skilyrði fyrir innviðauppbyggingu. Og refsa um leið heilu samfélagi fyrir það eitt að vilja sjálfbæra framtíð. Samtímis er stuðlað að sundrungu á Austurlandi þegar Seyðfirðingar hafa sennilega aldrei þurft meira á sátt og stuðningi að halda Seyðisfjörður á betra skilið Það hafa horfið 70-80 störf úr bænum vegna ákvörðunar Síldarvinnslunnar um að loka starfsemi sinni og hverfa með kvótann. Gömul saga og ný. Fyrirtækið sá ekki tækifærið í uppbyggingu á öruggu og öflugu hafnarsvæði Seyðisfjarðar heldur setti tæpa átján milljarða í sjókvíaeldi fyrir vestan. Áhugasamir geta flett upp hvort það hafi verið góð fjárfesting. Seyðisfjörður er einstakt samfélag með frumkvöðlakraft og alþjóðlegt aðdráttarafl sem fáir smábæir búa yfir. Ungt fólk vill setjast þar að því þar er menningarlíf og metnaðarfull ferðaþjónusta. Það er alveg ljóst að fara þarf í átak í atvinnusköpun enda hafa Seyðfirðingar nægar hugmyndir. Þetta er ekki búið til með excel skjölum eða pólitískri refskák - þetta er dýrmæti sem góð stjórnsýsla þarf að skilja og styðja. Seyðfirðingar, landeigendur, sérfræðingar og meirihluti þjóðarinnar hafa hafnað sjókvíaeldi í opnum kvíum. Það er því óboðlegt að stjórnvöld “leiki sér” að því að bæta við eða flytja mengunina í næsta fjörð, ef það er stóra plottið. Niðurstaða Við stöndum á krossgötum. Þetta snýst ekki um eitt leyfi eða einn fjörð, heldur spurninguna:Er ríkisstjórnin tilbúin að hlusta á fólk og vísindi, eða vill hún fórna náttúru og samfélögum fyrir skammtímahagsmuni stórfyrirtækis? Við skorum á stjórnvöld að endurskoða þessa stefnu, að setja tengingu Seyðisfjarðar og Egilsstaða í forgang í samgönguáætlun og styðja atvinnutækifæri sem eru í sátt við náttúru, lífríki og framtíðina. Sjókvíaeldi rúmast ekki í Seyðisfirði – nema með pólitískri undanþágu. Allir sem vilja sjá FúSK síðustu ára í boði íslenskrar stjórnsýslu geta horft á þessa stuttu samantekt frá okkur. Við biðjum ykkur að styðja þau félög sem berjast gegn því að fleiri fjörðum, fleiri veiðiám, lífríkinu okkar, sé fórnað. HLUSTIÐ Á FÓLKIÐ - Gleðileg jól! Höfundur er formaður VÁ, félags um vernd fjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Sjókvíaeldi Múlaþing Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku freistuðum við þess að nota húmorinn til að benda á ruglið í kringum sjókvíaeldið. Við misstum hins vegar húmorinn þegar innviðaráðherra saltaði Fjarðarheiðagöng. Í stað þess að tengja Seyðisfjörð við Egilsstaði, eins og 600 milljóna kostnaður og áætlanir gerðu ráð fyrir, á nú að beina göngunum til Mjóafjarðar og Neskaupstaðar. Það eru flestir gapandi yfir ruglinu. Rökstuðningurinn? Eins og greint hefur verið frá tók innviðaráðherra þau rök sem hentuðu honum úr skýrslunni. Hann nefndi einnig að í Mjóafirði skuli „koma fyrir sjókvíaeldi” en í firðinum búa ellefu manneskjur sem skiljanlega óttast að þorpið leggist í eyði. Enginn Seyðfirðingur er á móti Mjóafjarðargöngum né öðrum göngum á eftir Fjarðarheiðargöngum. Það er hættuleg nálgun að nota mengandi stóriðju sem skilyrði fyrir innviðauppbyggingu. Og refsa um leið heilu samfélagi fyrir það eitt að vilja sjálfbæra framtíð. Samtímis er stuðlað að sundrungu á Austurlandi þegar Seyðfirðingar hafa sennilega aldrei þurft meira á sátt og stuðningi að halda Seyðisfjörður á betra skilið Það hafa horfið 70-80 störf úr bænum vegna ákvörðunar Síldarvinnslunnar um að loka starfsemi sinni og hverfa með kvótann. Gömul saga og ný. Fyrirtækið sá ekki tækifærið í uppbyggingu á öruggu og öflugu hafnarsvæði Seyðisfjarðar heldur setti tæpa átján milljarða í sjókvíaeldi fyrir vestan. Áhugasamir geta flett upp hvort það hafi verið góð fjárfesting. Seyðisfjörður er einstakt samfélag með frumkvöðlakraft og alþjóðlegt aðdráttarafl sem fáir smábæir búa yfir. Ungt fólk vill setjast þar að því þar er menningarlíf og metnaðarfull ferðaþjónusta. Það er alveg ljóst að fara þarf í átak í atvinnusköpun enda hafa Seyðfirðingar nægar hugmyndir. Þetta er ekki búið til með excel skjölum eða pólitískri refskák - þetta er dýrmæti sem góð stjórnsýsla þarf að skilja og styðja. Seyðfirðingar, landeigendur, sérfræðingar og meirihluti þjóðarinnar hafa hafnað sjókvíaeldi í opnum kvíum. Það er því óboðlegt að stjórnvöld “leiki sér” að því að bæta við eða flytja mengunina í næsta fjörð, ef það er stóra plottið. Niðurstaða Við stöndum á krossgötum. Þetta snýst ekki um eitt leyfi eða einn fjörð, heldur spurninguna:Er ríkisstjórnin tilbúin að hlusta á fólk og vísindi, eða vill hún fórna náttúru og samfélögum fyrir skammtímahagsmuni stórfyrirtækis? Við skorum á stjórnvöld að endurskoða þessa stefnu, að setja tengingu Seyðisfjarðar og Egilsstaða í forgang í samgönguáætlun og styðja atvinnutækifæri sem eru í sátt við náttúru, lífríki og framtíðina. Sjókvíaeldi rúmast ekki í Seyðisfirði – nema með pólitískri undanþágu. Allir sem vilja sjá FúSK síðustu ára í boði íslenskrar stjórnsýslu geta horft á þessa stuttu samantekt frá okkur. Við biðjum ykkur að styðja þau félög sem berjast gegn því að fleiri fjörðum, fleiri veiðiám, lífríkinu okkar, sé fórnað. HLUSTIÐ Á FÓLKIÐ - Gleðileg jól! Höfundur er formaður VÁ, félags um vernd fjarðar.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun