Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar 12. desember 2025 12:33 Í síðustu viku freistuðum við þess að nota húmorinn til að benda á ruglið í kringum sjókvíaeldið. Við misstum hins vegar húmorinn þegar innviðaráðherra saltaði Fjarðarheiðagöng. Í stað þess að tengja Seyðisfjörð við Egilsstaði, eins og 600 milljóna kostnaður og áætlanir gerðu ráð fyrir, á nú að beina göngunum til Mjóafjarðar og Neskaupstaðar. Það eru flestir gapandi yfir ruglinu. Rökstuðningurinn? Eins og greint hefur verið frá tók innviðaráðherra þau rök sem hentuðu honum úr skýrslunni. Hann nefndi einnig að í Mjóafirði skuli „koma fyrir sjókvíaeldi” en í firðinum búa ellefu manneskjur sem skiljanlega óttast að þorpið leggist í eyði. Enginn Seyðfirðingur er á móti Mjóafjarðargöngum né öðrum göngum á eftir Fjarðarheiðargöngum. Það er hættuleg nálgun að nota mengandi stóriðju sem skilyrði fyrir innviðauppbyggingu. Og refsa um leið heilu samfélagi fyrir það eitt að vilja sjálfbæra framtíð. Samtímis er stuðlað að sundrungu á Austurlandi þegar Seyðfirðingar hafa sennilega aldrei þurft meira á sátt og stuðningi að halda Seyðisfjörður á betra skilið Það hafa horfið 70-80 störf úr bænum vegna ákvörðunar Síldarvinnslunnar um að loka starfsemi sinni og hverfa með kvótann. Gömul saga og ný. Fyrirtækið sá ekki tækifærið í uppbyggingu á öruggu og öflugu hafnarsvæði Seyðisfjarðar heldur setti tæpa átján milljarða í sjókvíaeldi fyrir vestan. Áhugasamir geta flett upp hvort það hafi verið góð fjárfesting. Seyðisfjörður er einstakt samfélag með frumkvöðlakraft og alþjóðlegt aðdráttarafl sem fáir smábæir búa yfir. Ungt fólk vill setjast þar að því þar er menningarlíf og metnaðarfull ferðaþjónusta. Það er alveg ljóst að fara þarf í átak í atvinnusköpun enda hafa Seyðfirðingar nægar hugmyndir. Þetta er ekki búið til með excel skjölum eða pólitískri refskák - þetta er dýrmæti sem góð stjórnsýsla þarf að skilja og styðja. Seyðfirðingar, landeigendur, sérfræðingar og meirihluti þjóðarinnar hafa hafnað sjókvíaeldi í opnum kvíum. Það er því óboðlegt að stjórnvöld “leiki sér” að því að bæta við eða flytja mengunina í næsta fjörð, ef það er stóra plottið. Niðurstaða Við stöndum á krossgötum. Þetta snýst ekki um eitt leyfi eða einn fjörð, heldur spurninguna:Er ríkisstjórnin tilbúin að hlusta á fólk og vísindi, eða vill hún fórna náttúru og samfélögum fyrir skammtímahagsmuni stórfyrirtækis? Við skorum á stjórnvöld að endurskoða þessa stefnu, að setja tengingu Seyðisfjarðar og Egilsstaða í forgang í samgönguáætlun og styðja atvinnutækifæri sem eru í sátt við náttúru, lífríki og framtíðina. Sjókvíaeldi rúmast ekki í Seyðisfirði – nema með pólitískri undanþágu. Allir sem vilja sjá FúSK síðustu ára í boði íslenskrar stjórnsýslu geta horft á þessa stuttu samantekt frá okkur. Við biðjum ykkur að styðja þau félög sem berjast gegn því að fleiri fjörðum, fleiri veiðiám, lífríkinu okkar, sé fórnað. HLUSTIÐ Á FÓLKIÐ - Gleðileg jól! Höfundur er formaður VÁ, félags um vernd fjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Sjókvíaeldi Múlaþing Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattlækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku freistuðum við þess að nota húmorinn til að benda á ruglið í kringum sjókvíaeldið. Við misstum hins vegar húmorinn þegar innviðaráðherra saltaði Fjarðarheiðagöng. Í stað þess að tengja Seyðisfjörð við Egilsstaði, eins og 600 milljóna kostnaður og áætlanir gerðu ráð fyrir, á nú að beina göngunum til Mjóafjarðar og Neskaupstaðar. Það eru flestir gapandi yfir ruglinu. Rökstuðningurinn? Eins og greint hefur verið frá tók innviðaráðherra þau rök sem hentuðu honum úr skýrslunni. Hann nefndi einnig að í Mjóafirði skuli „koma fyrir sjókvíaeldi” en í firðinum búa ellefu manneskjur sem skiljanlega óttast að þorpið leggist í eyði. Enginn Seyðfirðingur er á móti Mjóafjarðargöngum né öðrum göngum á eftir Fjarðarheiðargöngum. Það er hættuleg nálgun að nota mengandi stóriðju sem skilyrði fyrir innviðauppbyggingu. Og refsa um leið heilu samfélagi fyrir það eitt að vilja sjálfbæra framtíð. Samtímis er stuðlað að sundrungu á Austurlandi þegar Seyðfirðingar hafa sennilega aldrei þurft meira á sátt og stuðningi að halda Seyðisfjörður á betra skilið Það hafa horfið 70-80 störf úr bænum vegna ákvörðunar Síldarvinnslunnar um að loka starfsemi sinni og hverfa með kvótann. Gömul saga og ný. Fyrirtækið sá ekki tækifærið í uppbyggingu á öruggu og öflugu hafnarsvæði Seyðisfjarðar heldur setti tæpa átján milljarða í sjókvíaeldi fyrir vestan. Áhugasamir geta flett upp hvort það hafi verið góð fjárfesting. Seyðisfjörður er einstakt samfélag með frumkvöðlakraft og alþjóðlegt aðdráttarafl sem fáir smábæir búa yfir. Ungt fólk vill setjast þar að því þar er menningarlíf og metnaðarfull ferðaþjónusta. Það er alveg ljóst að fara þarf í átak í atvinnusköpun enda hafa Seyðfirðingar nægar hugmyndir. Þetta er ekki búið til með excel skjölum eða pólitískri refskák - þetta er dýrmæti sem góð stjórnsýsla þarf að skilja og styðja. Seyðfirðingar, landeigendur, sérfræðingar og meirihluti þjóðarinnar hafa hafnað sjókvíaeldi í opnum kvíum. Það er því óboðlegt að stjórnvöld “leiki sér” að því að bæta við eða flytja mengunina í næsta fjörð, ef það er stóra plottið. Niðurstaða Við stöndum á krossgötum. Þetta snýst ekki um eitt leyfi eða einn fjörð, heldur spurninguna:Er ríkisstjórnin tilbúin að hlusta á fólk og vísindi, eða vill hún fórna náttúru og samfélögum fyrir skammtímahagsmuni stórfyrirtækis? Við skorum á stjórnvöld að endurskoða þessa stefnu, að setja tengingu Seyðisfjarðar og Egilsstaða í forgang í samgönguáætlun og styðja atvinnutækifæri sem eru í sátt við náttúru, lífríki og framtíðina. Sjókvíaeldi rúmast ekki í Seyðisfirði – nema með pólitískri undanþágu. Allir sem vilja sjá FúSK síðustu ára í boði íslenskrar stjórnsýslu geta horft á þessa stuttu samantekt frá okkur. Við biðjum ykkur að styðja þau félög sem berjast gegn því að fleiri fjörðum, fleiri veiðiám, lífríkinu okkar, sé fórnað. HLUSTIÐ Á FÓLKIÐ - Gleðileg jól! Höfundur er formaður VÁ, félags um vernd fjarðar.
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun