15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. desember 2025 13:32 Ásta Dís Óladóttir prófessor við HÍ er meðal höfunda nýrrar rannsóknargreinar um áhrif kynjakvóta sem kemur út eftir helgi. Niðurstöður benda til þess að enn sé nokkuð langt í land við að rétta hlutföll kynjanna í stjórnum fyrirtækja, meðal annars í Kauphöll. Vísir/aðsend Þótt hlutfall kvenkyns stjórnenda í fyrirtækjum hafi markvisst hækkað síðan lög um kynjakvóta voru sett á eru enn innan við tuttugu prósent framkvæmdastjóra konur og aðeins rúm fjórtán prósent forstjóra skráðra félaga. Þá uppfylla þrjú skráð fyrirtæki í Kauphöll ekki kröfur um kynjakvóta. Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til þess að almenningur sé klofinn í afstöðu sinni til frekari kynjakvóta og ákveðinnar „jafnréttisþreytu“ gætir í samfélaginu að sögn prófessors. Í ár eru fimmtán ár liðin síðan fyrstu lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja voru samþykkt á Alþingi. Að því tilefni hefur Ásta Dís Óladóttir, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, ásamt þeim Þóru H. Christiansen, Viðari Lúðvíkssyni og Katrínu Jakobsdóttur, leitt rannsókn sem miðar að því að skoða hvort markmiði um hlutdeild kvenna hafi verið náð frá tilkomu laganna. Jafnréttisþreyta í samfélaginu „Kannski tilurð þess að við fórum að gera þetta er þessi umræða sem hefur verið í samfélaginu undanfarna mánuði og jafnvel ár, um að konur séu farnar að stjórna öllu. Við heyrum það æ oftar: „konur stjórna orðið öllu á Íslandi,“ og greinum ákveðna, hvað á maður að segja, jafnréttisþreytu, sem er líka orðið þekkt í fræðunum og fleiri hafa verið að benda á. Að þegar við náum ákveðnum árangri að þá virðist vera komið svona; heyrðu þetta bara orðið gott, og við þurfum ekki að ná meiri árangri,“ segir Ásta í samtali við fréttastofu. Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra og stjórnarformaður Rannsóknarseturs um jafnrétti í efnahags- og atvinnulífi, og Viðar Lúðvíksson hæstaréttarlögmaður, eru meðal höfunda rannsóknarinnar ásamt Ástu Dís. Vísir/Vilhelm Markmiðið með rannsókninni hafi meðal annars verið að skoða hvaða breytingar hafa orðið, bæði á stjórnum félaga og eins hvort að tilætluð smitáhrif sem lögin gera ráð fyrir hafi skilað sér, það er hvort fjölgun kvenna í stjórnum hafi smitast yfir í framkvæmdastjórnir og forstjórastöður. Jafnrétti á niðurleið í efnahags- og atvinnulífinu í alþjóðlegum samanburði Þótt Ísland tróni á toppnum hvað varðar kynjajafnrétti á heimsvísu, og konur séu áberandi í leiðtogahlutverkum á Íslandi, þá sé staðan í atvinnulífinu ekki eins góð og ætla mætti þegar rýnt er í gögnin. „En svo þegar maður fer að kafa ofan í tölurnar betur, eins og frá Alþjóðaefnahagsráðinu, þá kemur í ljós til dæmis að við erum komin niður í sjöunda sæti hvað varðar efnahagslega þátttöku kvenna. Og þetta með kynjakvótalögin og hvort þau hafi haft smitáhrif, þá erum við búin að falla niður í 60. sæti þegar kemur að stjórnendastöðum á Íslandi. Þannig að við erum svo langt frá því að vera þetta fyrirmyndarríki sem að við teljum okkur vera hvað varðar stjórnunarstöður í atvinnulífinu,“ segir Ásta. Þrátt fyrir þetta, hafi kynjakvótalögin sannað gildi sitt. Hlutfall kynja í stjórnum hafi orðið jafnara hjá þeim fyrirtækjum sem lögin ná yfir. „Niðurstöðurnar sýna okkur það að kynjakvótalögin hafa sannarlega virkað. Frá því að þau voru sett, og þau voru mjög umdeild á sínum tíma og það voru bæði karlar og konur sem að mótmæltu setningu laganna og það var tekist á um þau í þinginu,“ rifjar Ásta upp. „En við erum líka að sjá það að þar sem að lögin ná ekki yfir, að þar er hlutfallið miklu, miklu lægra.“ Aðeins fjórar konur stýra skráðum fyrirtækjum Ítarlegri niðurstöður rannsóknarinnar verða birtar í grein sem kemur út á þriðjudaginn í tuttugu ára afmælisútgáfu tímaritsins Stjórnmála og stjórnsýslu. Hvað smitáhrifin varðar segir Ásta að niðurstöður bendi til þess að þau hafi ekki verið eins mikil og vonast hafi verið til. „Því að konur í stjórnendastöðum á Íslandi eru innan við 20%. Ef við skoðum bara öll fyrirtæki á Íslandi,“ segir Ásta. Aðeins fjórar konur stýra fyrirtækjum sem skráð eru í Kauphöll á Íslandi, en hún hafi flett því upp í vikunni hver staðan væri hjá skráðum félögum hvað lýtur að kynjakvótum í stjórnum fyrirtækjanna. „Ég ákvað að kíkja aðeins yfir listann og þá kemur í ljós að þrjú félög eru til dæmis ekki að uppfylla lög um kynjakvóta. Þannig að þau eru undir viðmiðinu og sum hver talsvert langt undir,“ segir Ásta. Konur stýra aðeins fjórum fyrirtækjum af 27 sem skráð eru í Kauphöll Íslands.Vísir/Hanna „Karlar eru þá náttúrulega í yfirgnæfandi meirihluta, bæði sem forstjórar og líka sem stjórnarformenn þessara félaga. Þannig að þeir eru í ansi miklum valdastöðum, þar sem við hefðum viljað sjá kannski meiri fjölgun kvenna. Og það sem er kannski líka áhugavert varðandi skráðu félögin er að það eru, ef ég man rétt, sex félög af 27 sem hafa enga konu í framkvæmdastjórn. Við erum að standa okkur mjög vel á svo mörgum sviðum, en svo þegar kemur að þessari efnahagslegu þátttöku og ákvarðanatöku, að þá eigum við bara mjög langt í land hvað atvinnulífið varðar, og einkamarkaðinn.“ Ólík afstaða kvenna og karla Rannsóknin var nokkuð umfangsmikil, en hún byggir meðal annars á fyrirtækjagögnum frá Credit info og GemmaQ, yfir fjörutíu viðtölum við stjórnarfólk í öllum skráðum félögum í Kauphöll Íslands og spurningakönnun Félagsvísindastofnunar um afstöðu almennings. Svör almennings við spurningakönnuninni sem lögð var fyrir í tengslum við rannsóknina veki athygli. „Almenningur segir að við séum ekki að ná jafnrétti nógu hratt og myndi vilja sjá það gerast hraðar. En svo þegar það er spurt um hvort að þau myndu vilja sjá til dæmis kynjakvóta á framkvæmdastjórnir félaga, að þá verður algjörlega klofin afstaða. Þar sem karlmenn vilja alls ekki sjá frekari kvóta, en konur myndu frekar vilja tímabundna kvóta á fyrirtæki til að ná svipaðri stöðu og við náðum með kynjakvótalögum og stjórnir á sínum tíma,“ útskýrir Ásta. „Þetta finnst mér mjög áhugavert því að þetta endurspeglast líka í viðtölum við stjórnarfólk í skráðum félögum. Að karlarnir eru nánast alfarið á móti kvótunum, á meðan margar af konunum sögðu: Heyrðu, þetta er kannski það eina sem þarf núna, því að þetta hefur ekki gerst af sjálfu sér eins og talið var að myndi gerast.“ Jafnt kynjahlutfall viðskiptalega hagkvæmt Henni þyki mjög sérstakt að horfa upp á það að þrjú skráð félög uppfylli ekki kynjakvótalög, auk þess sem sum þeirra hafi enga konu í framkvæmdastjórn. „Það er mjög sérstakt að horfa upp á þetta því að konur eru orðnar fleiri með háskólamenntun en karlar og karlar eru með 20% hærri laun heldur en konur um miðbik starfsævinnar samkvæmt nýrri skýrslu frá Hagfræðistofnun. Það er svo margt sem að einhvern veginn talar ekki saman þarna,“ segir Ásta. Ekki síður veki þessi staða furðu þar sem rannsóknir hafi sýnt fram á að aukinn fjölbreytileiki í stjórnum fyrirtækja hafi sýnt fram á betri viðskiptalegan árangur fyrirtækja. „Rannsóknir eru að sýna okkur að fyrirtæki sem hafa á að skipa nokkurn veginn jöfnum hlutföllum, þau eru að ná betri árangri. Það eru fleiri og fleiri rannsóknir sem sýna okkur það.“ Jafnréttismál Kauphöllin Háskólar Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
Í ár eru fimmtán ár liðin síðan fyrstu lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja voru samþykkt á Alþingi. Að því tilefni hefur Ásta Dís Óladóttir, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, ásamt þeim Þóru H. Christiansen, Viðari Lúðvíkssyni og Katrínu Jakobsdóttur, leitt rannsókn sem miðar að því að skoða hvort markmiði um hlutdeild kvenna hafi verið náð frá tilkomu laganna. Jafnréttisþreyta í samfélaginu „Kannski tilurð þess að við fórum að gera þetta er þessi umræða sem hefur verið í samfélaginu undanfarna mánuði og jafnvel ár, um að konur séu farnar að stjórna öllu. Við heyrum það æ oftar: „konur stjórna orðið öllu á Íslandi,“ og greinum ákveðna, hvað á maður að segja, jafnréttisþreytu, sem er líka orðið þekkt í fræðunum og fleiri hafa verið að benda á. Að þegar við náum ákveðnum árangri að þá virðist vera komið svona; heyrðu þetta bara orðið gott, og við þurfum ekki að ná meiri árangri,“ segir Ásta í samtali við fréttastofu. Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra og stjórnarformaður Rannsóknarseturs um jafnrétti í efnahags- og atvinnulífi, og Viðar Lúðvíksson hæstaréttarlögmaður, eru meðal höfunda rannsóknarinnar ásamt Ástu Dís. Vísir/Vilhelm Markmiðið með rannsókninni hafi meðal annars verið að skoða hvaða breytingar hafa orðið, bæði á stjórnum félaga og eins hvort að tilætluð smitáhrif sem lögin gera ráð fyrir hafi skilað sér, það er hvort fjölgun kvenna í stjórnum hafi smitast yfir í framkvæmdastjórnir og forstjórastöður. Jafnrétti á niðurleið í efnahags- og atvinnulífinu í alþjóðlegum samanburði Þótt Ísland tróni á toppnum hvað varðar kynjajafnrétti á heimsvísu, og konur séu áberandi í leiðtogahlutverkum á Íslandi, þá sé staðan í atvinnulífinu ekki eins góð og ætla mætti þegar rýnt er í gögnin. „En svo þegar maður fer að kafa ofan í tölurnar betur, eins og frá Alþjóðaefnahagsráðinu, þá kemur í ljós til dæmis að við erum komin niður í sjöunda sæti hvað varðar efnahagslega þátttöku kvenna. Og þetta með kynjakvótalögin og hvort þau hafi haft smitáhrif, þá erum við búin að falla niður í 60. sæti þegar kemur að stjórnendastöðum á Íslandi. Þannig að við erum svo langt frá því að vera þetta fyrirmyndarríki sem að við teljum okkur vera hvað varðar stjórnunarstöður í atvinnulífinu,“ segir Ásta. Þrátt fyrir þetta, hafi kynjakvótalögin sannað gildi sitt. Hlutfall kynja í stjórnum hafi orðið jafnara hjá þeim fyrirtækjum sem lögin ná yfir. „Niðurstöðurnar sýna okkur það að kynjakvótalögin hafa sannarlega virkað. Frá því að þau voru sett, og þau voru mjög umdeild á sínum tíma og það voru bæði karlar og konur sem að mótmæltu setningu laganna og það var tekist á um þau í þinginu,“ rifjar Ásta upp. „En við erum líka að sjá það að þar sem að lögin ná ekki yfir, að þar er hlutfallið miklu, miklu lægra.“ Aðeins fjórar konur stýra skráðum fyrirtækjum Ítarlegri niðurstöður rannsóknarinnar verða birtar í grein sem kemur út á þriðjudaginn í tuttugu ára afmælisútgáfu tímaritsins Stjórnmála og stjórnsýslu. Hvað smitáhrifin varðar segir Ásta að niðurstöður bendi til þess að þau hafi ekki verið eins mikil og vonast hafi verið til. „Því að konur í stjórnendastöðum á Íslandi eru innan við 20%. Ef við skoðum bara öll fyrirtæki á Íslandi,“ segir Ásta. Aðeins fjórar konur stýra fyrirtækjum sem skráð eru í Kauphöll á Íslandi, en hún hafi flett því upp í vikunni hver staðan væri hjá skráðum félögum hvað lýtur að kynjakvótum í stjórnum fyrirtækjanna. „Ég ákvað að kíkja aðeins yfir listann og þá kemur í ljós að þrjú félög eru til dæmis ekki að uppfylla lög um kynjakvóta. Þannig að þau eru undir viðmiðinu og sum hver talsvert langt undir,“ segir Ásta. Konur stýra aðeins fjórum fyrirtækjum af 27 sem skráð eru í Kauphöll Íslands.Vísir/Hanna „Karlar eru þá náttúrulega í yfirgnæfandi meirihluta, bæði sem forstjórar og líka sem stjórnarformenn þessara félaga. Þannig að þeir eru í ansi miklum valdastöðum, þar sem við hefðum viljað sjá kannski meiri fjölgun kvenna. Og það sem er kannski líka áhugavert varðandi skráðu félögin er að það eru, ef ég man rétt, sex félög af 27 sem hafa enga konu í framkvæmdastjórn. Við erum að standa okkur mjög vel á svo mörgum sviðum, en svo þegar kemur að þessari efnahagslegu þátttöku og ákvarðanatöku, að þá eigum við bara mjög langt í land hvað atvinnulífið varðar, og einkamarkaðinn.“ Ólík afstaða kvenna og karla Rannsóknin var nokkuð umfangsmikil, en hún byggir meðal annars á fyrirtækjagögnum frá Credit info og GemmaQ, yfir fjörutíu viðtölum við stjórnarfólk í öllum skráðum félögum í Kauphöll Íslands og spurningakönnun Félagsvísindastofnunar um afstöðu almennings. Svör almennings við spurningakönnuninni sem lögð var fyrir í tengslum við rannsóknina veki athygli. „Almenningur segir að við séum ekki að ná jafnrétti nógu hratt og myndi vilja sjá það gerast hraðar. En svo þegar það er spurt um hvort að þau myndu vilja sjá til dæmis kynjakvóta á framkvæmdastjórnir félaga, að þá verður algjörlega klofin afstaða. Þar sem karlmenn vilja alls ekki sjá frekari kvóta, en konur myndu frekar vilja tímabundna kvóta á fyrirtæki til að ná svipaðri stöðu og við náðum með kynjakvótalögum og stjórnir á sínum tíma,“ útskýrir Ásta. „Þetta finnst mér mjög áhugavert því að þetta endurspeglast líka í viðtölum við stjórnarfólk í skráðum félögum. Að karlarnir eru nánast alfarið á móti kvótunum, á meðan margar af konunum sögðu: Heyrðu, þetta er kannski það eina sem þarf núna, því að þetta hefur ekki gerst af sjálfu sér eins og talið var að myndi gerast.“ Jafnt kynjahlutfall viðskiptalega hagkvæmt Henni þyki mjög sérstakt að horfa upp á það að þrjú skráð félög uppfylli ekki kynjakvótalög, auk þess sem sum þeirra hafi enga konu í framkvæmdastjórn. „Það er mjög sérstakt að horfa upp á þetta því að konur eru orðnar fleiri með háskólamenntun en karlar og karlar eru með 20% hærri laun heldur en konur um miðbik starfsævinnar samkvæmt nýrri skýrslu frá Hagfræðistofnun. Það er svo margt sem að einhvern veginn talar ekki saman þarna,“ segir Ásta. Ekki síður veki þessi staða furðu þar sem rannsóknir hafi sýnt fram á að aukinn fjölbreytileiki í stjórnum fyrirtækja hafi sýnt fram á betri viðskiptalegan árangur fyrirtækja. „Rannsóknir eru að sýna okkur að fyrirtæki sem hafa á að skipa nokkurn veginn jöfnum hlutföllum, þau eru að ná betri árangri. Það eru fleiri og fleiri rannsóknir sem sýna okkur það.“
Jafnréttismál Kauphöllin Háskólar Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent