ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. desember 2025 22:54 Úkraínumenn héldu mótmæli í Brussel í dag þar sem þeir kröfðust þess að rússneskir fjármunir yrðu notaðir til að fjármagna varnir Úkraínu. EPA Stjórn Evrópusambandsins hefur ákveðið að beita neyðarheimild sem felst í að ríkiseignir Rússlands innan ESB verði frystar ótímabundið. Á sama tíma hafa rússnesk stjórnvöld hótað að beita verðbréfafyrirtækið Euroclear, vörsluaðila stórs hluta umræddra eigna, hefndaraðgerðum. Í umfjöllun Guardian segir að sambandið komi til með að frysta fjármuni í eigu rússneska seðlabankans sem nema 210 milljörðum evra, eða um 31 billjón króna. Með aðgerðinni sé hægt að nýta fjármunina til að styðja við varnir Úkraínu gegn Rússum. António Costa, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, tilkynnti um ákvörðunina í dag. Með henni væri sambandið að standa við skuldbindingu síðan í október um að halda rússneskum eignum frystum þar til Rússland bindur enda á innrásarstríðið gegn Úkraínu og bætir það tjón sem ríkið hefur með því valdið. Áður þurfti sambandið að endurnýja refsiaðgerðir, sem sneru að því að frysta rússneskar eignir, á sex mánaða fresti. Þannig gátu aðildarríki hliðholl Kremlstjórninni, eins og til dæmis Ungverjaland, beitt neitunarvaldi eftir atvikum. Yfir hundrað málsóknir Ákvörðun ESB var tekin aðeins nokkrum klukkustundum eftir að seðlabanki Rússlands tilkynnti um málshöfðun á hendur verðbréfafyrirtækisins Euroclear, sem heldur utan um stærstan hluta frystra rússneskra eigna. Það er þó ekki á valdi fyrirtækisins hvernig hinum frystu fjármunum er ráðstafað. Málið er höfðað fyrir rússneskum dómstól. Í málsókninni kemur fram að „ólöglegar aðgerðir“ Euroclear hafi valdið getu seðlabankans til að stýra fjármunum og verðbréfum „tjóni“. Guardian hefur eftir forsvarsmanni fyrirtækisins að yfir hundrað mál hafi þegar verið höfðuð á hendur því í Rússlandi. Belgar á bremsunni Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lagði í síðustu viku til að sambandið skyldi lána Úkraínu níutíu milljarða evra, með veði í rússneskum eignum sem frystar hafa verið innan ESB frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar 2022. Fulltrúar Belgíu hafa þó stöðvað áætlunina vegna ótta við fjölda málsókna frá rússneskum stjórnvöldum og við haldlagningu belgískra eigna í landinu. Leiðtogafundur ESB fer fram í næstu viku, en þar hafa fulltrúar lofað ákvörðun um tilhögun fjárhagsaðstoðar til Úkraínu næstu tvö árin. Úkraínsk stjórnvöld sjá fram á að verða að óbreyttu uppiskroppa með fé til að fjármagna varnir sínar og greiða læknum og kennurum laun næsta vor. Embættismenn ESB telja að fyrirhugað níutíu milljarða evra lán muni mæta tveimur þriðju af fjárhagslegum þörfum Úkraínu næstu tvö árin og búast við að önnur stuðningsríki Úkraínu bjóði á móti fram fjárhagsaðstoð sem nemur þriðjungi þarfanna. Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Belgía Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Sjá meira
Í umfjöllun Guardian segir að sambandið komi til með að frysta fjármuni í eigu rússneska seðlabankans sem nema 210 milljörðum evra, eða um 31 billjón króna. Með aðgerðinni sé hægt að nýta fjármunina til að styðja við varnir Úkraínu gegn Rússum. António Costa, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, tilkynnti um ákvörðunina í dag. Með henni væri sambandið að standa við skuldbindingu síðan í október um að halda rússneskum eignum frystum þar til Rússland bindur enda á innrásarstríðið gegn Úkraínu og bætir það tjón sem ríkið hefur með því valdið. Áður þurfti sambandið að endurnýja refsiaðgerðir, sem sneru að því að frysta rússneskar eignir, á sex mánaða fresti. Þannig gátu aðildarríki hliðholl Kremlstjórninni, eins og til dæmis Ungverjaland, beitt neitunarvaldi eftir atvikum. Yfir hundrað málsóknir Ákvörðun ESB var tekin aðeins nokkrum klukkustundum eftir að seðlabanki Rússlands tilkynnti um málshöfðun á hendur verðbréfafyrirtækisins Euroclear, sem heldur utan um stærstan hluta frystra rússneskra eigna. Það er þó ekki á valdi fyrirtækisins hvernig hinum frystu fjármunum er ráðstafað. Málið er höfðað fyrir rússneskum dómstól. Í málsókninni kemur fram að „ólöglegar aðgerðir“ Euroclear hafi valdið getu seðlabankans til að stýra fjármunum og verðbréfum „tjóni“. Guardian hefur eftir forsvarsmanni fyrirtækisins að yfir hundrað mál hafi þegar verið höfðuð á hendur því í Rússlandi. Belgar á bremsunni Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lagði í síðustu viku til að sambandið skyldi lána Úkraínu níutíu milljarða evra, með veði í rússneskum eignum sem frystar hafa verið innan ESB frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar 2022. Fulltrúar Belgíu hafa þó stöðvað áætlunina vegna ótta við fjölda málsókna frá rússneskum stjórnvöldum og við haldlagningu belgískra eigna í landinu. Leiðtogafundur ESB fer fram í næstu viku, en þar hafa fulltrúar lofað ákvörðun um tilhögun fjárhagsaðstoðar til Úkraínu næstu tvö árin. Úkraínsk stjórnvöld sjá fram á að verða að óbreyttu uppiskroppa með fé til að fjármagna varnir sínar og greiða læknum og kennurum laun næsta vor. Embættismenn ESB telja að fyrirhugað níutíu milljarða evra lán muni mæta tveimur þriðju af fjárhagslegum þörfum Úkraínu næstu tvö árin og búast við að önnur stuðningsríki Úkraínu bjóði á móti fram fjárhagsaðstoð sem nemur þriðjungi þarfanna.
Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Belgía Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Sjá meira