Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. desember 2025 14:43 Snæbjörn Guðmundsson formaður Náttúrugriða segir það nokkuð öruggt að landeigendur og náttúruverndarsamtök reyni að fá nýju virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar hnekkt. Vísir/Egill Umhverfis- og orkustofnun hefur endurútgefið virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar. Fyrra leyfi var fellt úr gildi með dómi Hæstaréttar í júlí. Formaður Náttúrugriða segir nokkuð öruggt að náttúruverndarsamtök og landeigendur reyni að fá leyfinu hnekkt. Fram kom í tilkynningu frá Landsvirkjun í gær að nú verði sótt um framkvæmdaleyfi að virkjuninni sjálfri en undirbúningsvinna er langt komin. Mikið hefur verið deilt um virkjunina undanfarin misseri og landeigendur og náttúruverndarsamtök ítrekað kært úrskurði og leyfi. „Þetta var algjörlega viðbúið. Þetta er auðvitað búið að fara tvær umferðir nú þegar þannig að við bjuggumst við þriðju umferðinni. Hvenær hún kæmi var bara tímaspursmál,“ segir Snæbjörn Guðmundsson, formaður Náttúrugriða. „Það er verið að skoða viðbrögð í þessum töluðu orðum. Ég geri frekar ráð fyrir því en hitt að brugðist verði við leyfinu á einn eða annan hátt. Hvernig nákvæmlega er útfærsluatriði.“ „Er þetta ekki bara úrelt hugmynd?“ Kærufrestur er mánuður en enn er deilt um mörg atriði. „Það togast á hagmunir náttúrunnar og einhverjir aðrir tiltölulega óljósir hagsmunir samfélagsins,“ segir Snæbjörn. „Er þetta ekki bara úrelt hugmynd? Að virkja stórfljót í byggð þar sem lífríkið er undir. Þetta er laxgeng á og Atlantshafslaxinn á undir mjög miklu höggi að sækja. Hér er verið að leggja í stórhættu stærsta náttúrulega laxastofn landsins.“ Umræðurnar óþroskaðar Hugmyndir um Hvammsvirkjun hafi vaknað fyrst fyrir hálfri öld og þá hafi þessi atriði ekki verið fólki ofarlega í huga. „Umhverfismatið sem liggur að baki Hvammsvirkjun er tuttugu ára gamalt. Það breytist ansi margt á tuttugu árum. Ef við viljum horfa á einhvers konar almannahagsmuni og að þess vegna þurfi að virkja eru komnar upp mjög miklar efasemdir um að Hvammsvirkjun borgi sig yfir höfuð. Hún kostar hundrað milljarða,“ segir Snæbjörn. Hvorki Landsvirkjun né stjórnvöld hafi lagt í þá umræðu af neinni alvöru að hans sögn. „Ég held að umræða um Hvammsvirkjun og virkjanir í neðri hluta Þjórsár séu mjög óþroskaðar. Það þarf að fara miklu dýpra í það áður en Landsvirkjun heldur áfram í einhvers konar blindni.“ Deilur um Hvammsvirkjun Skeiða- og Gnúpverjahreppur Orkumál Tengdar fréttir Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Umhverfis- og orkustofnun hefur endurútgefið virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar. Það er eftir að fyrra leyfið var fellt úr gildi með dómi Hæstaréttar frá 9. júlí. Nú mun Landsvirkjun sækja um framkvæmdaleyfi að virkjuninni sjálfri, þar sem undirbúningsvinna er sögð langt komin. 12. desember 2025 17:09 Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Tveir af fimm nefndarmönnum í úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála skiluðu séráliti í máli þriggja náttúruverndarsamtaka, sem krefjast að framkvæmdaleyfi vegna Hvammsvirkjunar verði fellt úr gildi. Kröfu samtakanna var hafnað af meirihluta nefndarinnar. 30. október 2025 08:01 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
Fram kom í tilkynningu frá Landsvirkjun í gær að nú verði sótt um framkvæmdaleyfi að virkjuninni sjálfri en undirbúningsvinna er langt komin. Mikið hefur verið deilt um virkjunina undanfarin misseri og landeigendur og náttúruverndarsamtök ítrekað kært úrskurði og leyfi. „Þetta var algjörlega viðbúið. Þetta er auðvitað búið að fara tvær umferðir nú þegar þannig að við bjuggumst við þriðju umferðinni. Hvenær hún kæmi var bara tímaspursmál,“ segir Snæbjörn Guðmundsson, formaður Náttúrugriða. „Það er verið að skoða viðbrögð í þessum töluðu orðum. Ég geri frekar ráð fyrir því en hitt að brugðist verði við leyfinu á einn eða annan hátt. Hvernig nákvæmlega er útfærsluatriði.“ „Er þetta ekki bara úrelt hugmynd?“ Kærufrestur er mánuður en enn er deilt um mörg atriði. „Það togast á hagmunir náttúrunnar og einhverjir aðrir tiltölulega óljósir hagsmunir samfélagsins,“ segir Snæbjörn. „Er þetta ekki bara úrelt hugmynd? Að virkja stórfljót í byggð þar sem lífríkið er undir. Þetta er laxgeng á og Atlantshafslaxinn á undir mjög miklu höggi að sækja. Hér er verið að leggja í stórhættu stærsta náttúrulega laxastofn landsins.“ Umræðurnar óþroskaðar Hugmyndir um Hvammsvirkjun hafi vaknað fyrst fyrir hálfri öld og þá hafi þessi atriði ekki verið fólki ofarlega í huga. „Umhverfismatið sem liggur að baki Hvammsvirkjun er tuttugu ára gamalt. Það breytist ansi margt á tuttugu árum. Ef við viljum horfa á einhvers konar almannahagsmuni og að þess vegna þurfi að virkja eru komnar upp mjög miklar efasemdir um að Hvammsvirkjun borgi sig yfir höfuð. Hún kostar hundrað milljarða,“ segir Snæbjörn. Hvorki Landsvirkjun né stjórnvöld hafi lagt í þá umræðu af neinni alvöru að hans sögn. „Ég held að umræða um Hvammsvirkjun og virkjanir í neðri hluta Þjórsár séu mjög óþroskaðar. Það þarf að fara miklu dýpra í það áður en Landsvirkjun heldur áfram í einhvers konar blindni.“
Deilur um Hvammsvirkjun Skeiða- og Gnúpverjahreppur Orkumál Tengdar fréttir Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Umhverfis- og orkustofnun hefur endurútgefið virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar. Það er eftir að fyrra leyfið var fellt úr gildi með dómi Hæstaréttar frá 9. júlí. Nú mun Landsvirkjun sækja um framkvæmdaleyfi að virkjuninni sjálfri, þar sem undirbúningsvinna er sögð langt komin. 12. desember 2025 17:09 Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Tveir af fimm nefndarmönnum í úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála skiluðu séráliti í máli þriggja náttúruverndarsamtaka, sem krefjast að framkvæmdaleyfi vegna Hvammsvirkjunar verði fellt úr gildi. Kröfu samtakanna var hafnað af meirihluta nefndarinnar. 30. október 2025 08:01 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Umhverfis- og orkustofnun hefur endurútgefið virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar. Það er eftir að fyrra leyfið var fellt úr gildi með dómi Hæstaréttar frá 9. júlí. Nú mun Landsvirkjun sækja um framkvæmdaleyfi að virkjuninni sjálfri, þar sem undirbúningsvinna er sögð langt komin. 12. desember 2025 17:09
Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Tveir af fimm nefndarmönnum í úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála skiluðu séráliti í máli þriggja náttúruverndarsamtaka, sem krefjast að framkvæmdaleyfi vegna Hvammsvirkjunar verði fellt úr gildi. Kröfu samtakanna var hafnað af meirihluta nefndarinnar. 30. október 2025 08:01