Fótbolti

Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Viktor Bjarki Daðason hefur nú skorað sex mörk fyrir aðallið FCK á leiktíðinni.
Viktor Bjarki Daðason hefur nú skorað sex mörk fyrir aðallið FCK á leiktíðinni. EPA/Ida Marie Odgaard

Viktor Bjarki Daðason var áfram á skotskónum í dag þegar FC Kaupmannahöfn komst áfram í undanúrslit dönsku bikarkeppninnar.

FCK vann þá 2-0 sigur á Esbjerg á Parken-leikvanginum í Kaupmannahöfn. Þetta var seinni leikur liðanna en Kaupmannahafnarliðið vann fyrri leikinn 4-2. Viktor og félagar unnu því einvígið samanlagt 6-2.

Viktor Bjarki skoraði seinna mark FCK í kvöld á 67. mínútu og var síðan tekinn af velli stuttu síðar.

Markið skoraði hann með vinstri fótar skoti úr teignum eftir stoðsendingu frá Mads Emil Madsen.

Gabriel Pereira skoraði fyrra markið á 20. mínútu.

Viktor skoraði tvö mörk í fyrri leiknum og var því með þrjú mörk samanlagt í einvíginu.

Þessi sautján ára framherji er nú kominn með sex mörk í fjórtán leikjum fyrir aðallið FCK. Mörkin hans hafa komið í bikarnum (4) og Meistaradeildinni (2) en hann á enn eftir að opna markareikning sinn í dönsku deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×