Innlent

Dyra­verðir hand­teknir vegna líkams­árásar

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Úr safni.
Úr safni. Vísir/Vilhelm

Tveir dyraverðir voru handteknir í miðbæ Reykjavíkur vegna líkamsárásar og voru þeir báðir vistaðir í fangaklefum lögreglu.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Þar segir að annar maður hafi verið handtekinn í miðbænum þar sem hann var til vandræða fyrir utan skemmtistaði, og var hann fluttur á lögreglustöð þar sem skýrsla var tekin af honum. Að því loknu var honum sleppt með þeim skilyrðum að hann yrði ekki til frekari vandræða.

Einnig voru höfð afskipti af nokkrum ungmennum á tónleikum í Laugardal, sem voru undir aldri og undir áhrifum áfengis. Nokkrir þeirra framvísuðu skilríkjum sem voru ekki í þeirra eigu.

Þá var maður handtekinn í Hafnarfirði þar sem hann var í ólöglegri dvöl hér á landi, og var hann vistaður í fangaklefa.

Í Breiðholti var óskað eftir aðstoð lögreglu í heimahúsi þar sem ölvaður maður hafði verið til vandræða, og var honum vísað út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×