Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Ágúst Orri Arnarson skrifar 14. desember 2025 09:33 Geimveran Wembanyama er einn besti leikmaður NBA deildarinnar. Stacy Revere/Getty Images Victor Wembanyama var mættur aftur út á gólf eftir tólf leikja fjarveru vegna meiðsla þegar San Antonio Spurs lögðu ríkjandi NBA meistara Oklahoma City Thunder að velli í nótt með 111-109 sigri sem kom þeim áfram í úrslitaleik NBA bikarsins. Wembanyama skoraði 22 stig, greip 9 fráköst, gaf 2 stoðsendingar og varði 2 skot á aðeins 21 mínútu, í dramatískum tveggja stiga sigri. „Ég vissi að ég hefði takmarkaðan tíma á vellinum þannig að ég reyndi að nýta hann sem best“ sagði Wembanyama en Devin Vassell var stigahæstur í liði Spurs með 23 stig. WEMBY RETURNS, SPURS PUNCH TICKET TO EMIRATES NBA CUP CHAMPIONSHIP!22 PTS I 9 REB I 2 BLK I 6-11 FGM pic.twitter.com/oaxD6MNZ6J— NBA (@NBA) December 14, 2025 Fyrir þennan leik hafði OKC aðeins tapað einum leik og unnið 24 sinnum, þar af síðustu sextán leiki í röð. Ríkjandi meistararnir hafa verið á flugi sem nánast enginn hefur getað stöðvað. „Að vinna gegn svona liði er sérstakt, þetta gæti litið út sem hver annar leikur en þetta var alls ekki auðveldur, mjög þýðingarmikill sigur fyrir okkur“ sagði Wembanyama. 7 different players with 1 or more steals.5 different players with 1 or more blocks.THE SPURS’ DEFENSE WAS ELECTRIC TONIGHT EN ROUTE TO AN EMIRATES NBA CUP CHAMPIONSHIP BERTH ‼️ pic.twitter.com/OKM1HT0kVu— NBA (@NBA) December 14, 2025 Sigurinn kemur Spurs einnig áfram í úrslitaleik NBA bikarsins, sem er bikarkeppni innan hefðbundnu deildarkeppninnar í NBA. Allir bikarleikir, nema úrslitaleikurinn, teljast sem venjulegir deildarleikir. Spurs munu mæta New York Knicks í úrslitaleik NBA bikarsins. OKC, sem komst í úrslit bikarkeppninnar á síðasta ári en tapaði gegn Milwaukee Bucks, hafði tækifæri til að jafna bestu byrjun í sögu NBA deildarinnar með sigri í nótt. Golden State Warriors halda hins vegar enn í metið en liðið byrjaði tímabilið 2015-16 á 25 sigrum og 1 tapleik. Körfubolti NBA Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Fleiri fréttir Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Sjá meira
Wembanyama skoraði 22 stig, greip 9 fráköst, gaf 2 stoðsendingar og varði 2 skot á aðeins 21 mínútu, í dramatískum tveggja stiga sigri. „Ég vissi að ég hefði takmarkaðan tíma á vellinum þannig að ég reyndi að nýta hann sem best“ sagði Wembanyama en Devin Vassell var stigahæstur í liði Spurs með 23 stig. WEMBY RETURNS, SPURS PUNCH TICKET TO EMIRATES NBA CUP CHAMPIONSHIP!22 PTS I 9 REB I 2 BLK I 6-11 FGM pic.twitter.com/oaxD6MNZ6J— NBA (@NBA) December 14, 2025 Fyrir þennan leik hafði OKC aðeins tapað einum leik og unnið 24 sinnum, þar af síðustu sextán leiki í röð. Ríkjandi meistararnir hafa verið á flugi sem nánast enginn hefur getað stöðvað. „Að vinna gegn svona liði er sérstakt, þetta gæti litið út sem hver annar leikur en þetta var alls ekki auðveldur, mjög þýðingarmikill sigur fyrir okkur“ sagði Wembanyama. 7 different players with 1 or more steals.5 different players with 1 or more blocks.THE SPURS’ DEFENSE WAS ELECTRIC TONIGHT EN ROUTE TO AN EMIRATES NBA CUP CHAMPIONSHIP BERTH ‼️ pic.twitter.com/OKM1HT0kVu— NBA (@NBA) December 14, 2025 Sigurinn kemur Spurs einnig áfram í úrslitaleik NBA bikarsins, sem er bikarkeppni innan hefðbundnu deildarkeppninnar í NBA. Allir bikarleikir, nema úrslitaleikurinn, teljast sem venjulegir deildarleikir. Spurs munu mæta New York Knicks í úrslitaleik NBA bikarsins. OKC, sem komst í úrslit bikarkeppninnar á síðasta ári en tapaði gegn Milwaukee Bucks, hafði tækifæri til að jafna bestu byrjun í sögu NBA deildarinnar með sigri í nótt. Golden State Warriors halda hins vegar enn í metið en liðið byrjaði tímabilið 2015-16 á 25 sigrum og 1 tapleik.
Körfubolti NBA Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Fleiri fréttir Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Sjá meira