EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar 15. desember 2025 10:00 Varaformaður Miðflokksins steig í pontu Alþingis nýlega og talaði um að “taka stjórn” á landamærunum með því að hefta innflutning EES-fólks, og sagði beinlínis að ef það gengi ekki þá þyrfti að skoða að segja EES-samningnum upp. Það leið hins vegar ekki nema einn dagur þar til varaformaðurinn þurfti að draga í land; hann vildi víst bara “opna” umræðuna og meinti þetta alls ekki. Ég ætla ekki að endurtaka umræðuna um ávinning EES-samningsins, það hafa aðrir gert. Ég ætla að tala um fólkið og tölurnar — og byrja á einni staðreynd: fyrir hverja 2 Íslendinga búsetta í EES eru um 3 EES-búar búsettir á Íslandi. Íslenskir ríkisborgarar búsettir á Íslandi: 325.504 (1. des. 2024) Íslenskir ríkisborgarar búsettir erlendis: 50.923 (1. des. 2024) Erlendir ríkisborgarar alls á Íslandi: 80.546 (1. des. 2024) EES-búar á Íslandi (ESB 27 + Noregur + Liechtenstein): 59.138 (1. des. 2024) Næstum því helmingur þeirra eru Pólverjar sem hafa lengi flust hingað til vinnu eða 45% Íslendingar búsettir í EES-löndum:39.571 (1. des. 2024) Þessar tölur sýna berlega hversu djúp menningarleg, félagsleg og efnahagsleg tengsl Íslands við Evrópu eru: um fjórir af hverjum fimm Íslendingum búsettum erlendis eru innan EES. En þessar tölur segja samt bara hluta sögunnar því skoða þarf aldursamsetningu og hlutverk þessa hópa innan þeirra landa sem þeir búa. EES-búar á Íslandi (1. des. 2024): 20–64: 83,6% — þetta er vinnualdur. 65+: 2,1% Þegar við síðan skoðum aldursamsetningu Íslendinga sem búa í EES þá er stærstur hluti þeirra á norðurlöndum, blanda af fólki á vinnumarkaði, í námi og merkjanlegum stærri hluta eldra fólks. Íslendingar á Norðurlöndum (1. des. 2024): 20–64: 70,0% 65+: 9,2% Fjöldi Íslendinga býr einnig á suðlægri slóðum en þar flytur fólk til að njóta eldri áranna í sólinni, flýr Íslenska húsnæðismarkaðinn og dýrtíðina. Íslendingar á Spáni (1. des. 2024): 20–64: 57,6%Hluti þessa hóps eru langveikir og öryrkjar sem ná ekki að lifa hér á landi sökum dýrtíðar. 65+: 23,6% Þegar þessi tölfræði er skoðuð sést berlega að fólk frá EES kemur hingað fyrst og fremst til að vinna enda er atvinnuþáttaka þeirra hlutfallslega hærri en okkar eða 89% á móti 82%. Þetta fólk, ásamt öðrum innflytjendum, mannar að mestu lægst launuðu störfin á landinu og þau laun eru síðan tekin af þeim aftur í leigu sem er í engu samhengi við laun og aðrar hagstærðir — og hvað þá annars staðar í Evrópu.Þannig að það er ljóst hverjir hagnast mest á komu þessa fólks, það eru þeir sem eiga fyrirtækin sem þau vinna hjá og húsnæðið sem þau næstum því undantekningarlaust leigja dýrum dómum. Við sjáum þetta skýrt í tölum sem sýna meðalleigu á íbúð sem hlutfall af lágmarkslaunum í Reykjavík borið saman við aðrar höfuðborgir á Norðurlöndum. Reykjavík 2000: 43% (svipað og á Norðurlöndum: 41–46%) Reykjavík í dag: yfir 67% Norðurlönd í dag: enn um 45% (Kaupmannahöfn t.d. 46%). Þess vegna var varaformaðurinn neyddur til að draga í land með eftirá skýringum, þarna eru hagsmunir fárra sem ber að tala varlega um. EES er ekki bara “útlendingar hingað”. Þetta eru líka tugþúsundir Íslendinga erlendis sem reiða sig á réttindi og stöðugleika — og það er verið að setja stöðu þeirra í uppnám þegar menn henda fram uppsögn samningsins bara til að losna við útlendinga sem þó vinna nauðsynleg störf hér á landi. Ef menn ætla að gera þetta að pólitísku skotmarki til að veiða atkvæði, þá verða þeir að svara spurningum sem þeir forðast: Hvað tekur við þegar fólk missir öryggið sitt úti og þarf að flytja heim? Og hvað gerist þegar við missum allt þetta vinnandi fólk úr landi? Heimildir: Hagstofa Íslands, Þjóðskrá Íslands, Nordic Statistics, INE á Spáni og OECD Höfundur er varaformaður Leigjendasamtakanna og áhugamaður um betra samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein EES-samningurinn Alþingi Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Varaformaður Miðflokksins steig í pontu Alþingis nýlega og talaði um að “taka stjórn” á landamærunum með því að hefta innflutning EES-fólks, og sagði beinlínis að ef það gengi ekki þá þyrfti að skoða að segja EES-samningnum upp. Það leið hins vegar ekki nema einn dagur þar til varaformaðurinn þurfti að draga í land; hann vildi víst bara “opna” umræðuna og meinti þetta alls ekki. Ég ætla ekki að endurtaka umræðuna um ávinning EES-samningsins, það hafa aðrir gert. Ég ætla að tala um fólkið og tölurnar — og byrja á einni staðreynd: fyrir hverja 2 Íslendinga búsetta í EES eru um 3 EES-búar búsettir á Íslandi. Íslenskir ríkisborgarar búsettir á Íslandi: 325.504 (1. des. 2024) Íslenskir ríkisborgarar búsettir erlendis: 50.923 (1. des. 2024) Erlendir ríkisborgarar alls á Íslandi: 80.546 (1. des. 2024) EES-búar á Íslandi (ESB 27 + Noregur + Liechtenstein): 59.138 (1. des. 2024) Næstum því helmingur þeirra eru Pólverjar sem hafa lengi flust hingað til vinnu eða 45% Íslendingar búsettir í EES-löndum:39.571 (1. des. 2024) Þessar tölur sýna berlega hversu djúp menningarleg, félagsleg og efnahagsleg tengsl Íslands við Evrópu eru: um fjórir af hverjum fimm Íslendingum búsettum erlendis eru innan EES. En þessar tölur segja samt bara hluta sögunnar því skoða þarf aldursamsetningu og hlutverk þessa hópa innan þeirra landa sem þeir búa. EES-búar á Íslandi (1. des. 2024): 20–64: 83,6% — þetta er vinnualdur. 65+: 2,1% Þegar við síðan skoðum aldursamsetningu Íslendinga sem búa í EES þá er stærstur hluti þeirra á norðurlöndum, blanda af fólki á vinnumarkaði, í námi og merkjanlegum stærri hluta eldra fólks. Íslendingar á Norðurlöndum (1. des. 2024): 20–64: 70,0% 65+: 9,2% Fjöldi Íslendinga býr einnig á suðlægri slóðum en þar flytur fólk til að njóta eldri áranna í sólinni, flýr Íslenska húsnæðismarkaðinn og dýrtíðina. Íslendingar á Spáni (1. des. 2024): 20–64: 57,6%Hluti þessa hóps eru langveikir og öryrkjar sem ná ekki að lifa hér á landi sökum dýrtíðar. 65+: 23,6% Þegar þessi tölfræði er skoðuð sést berlega að fólk frá EES kemur hingað fyrst og fremst til að vinna enda er atvinnuþáttaka þeirra hlutfallslega hærri en okkar eða 89% á móti 82%. Þetta fólk, ásamt öðrum innflytjendum, mannar að mestu lægst launuðu störfin á landinu og þau laun eru síðan tekin af þeim aftur í leigu sem er í engu samhengi við laun og aðrar hagstærðir — og hvað þá annars staðar í Evrópu.Þannig að það er ljóst hverjir hagnast mest á komu þessa fólks, það eru þeir sem eiga fyrirtækin sem þau vinna hjá og húsnæðið sem þau næstum því undantekningarlaust leigja dýrum dómum. Við sjáum þetta skýrt í tölum sem sýna meðalleigu á íbúð sem hlutfall af lágmarkslaunum í Reykjavík borið saman við aðrar höfuðborgir á Norðurlöndum. Reykjavík 2000: 43% (svipað og á Norðurlöndum: 41–46%) Reykjavík í dag: yfir 67% Norðurlönd í dag: enn um 45% (Kaupmannahöfn t.d. 46%). Þess vegna var varaformaðurinn neyddur til að draga í land með eftirá skýringum, þarna eru hagsmunir fárra sem ber að tala varlega um. EES er ekki bara “útlendingar hingað”. Þetta eru líka tugþúsundir Íslendinga erlendis sem reiða sig á réttindi og stöðugleika — og það er verið að setja stöðu þeirra í uppnám þegar menn henda fram uppsögn samningsins bara til að losna við útlendinga sem þó vinna nauðsynleg störf hér á landi. Ef menn ætla að gera þetta að pólitísku skotmarki til að veiða atkvæði, þá verða þeir að svara spurningum sem þeir forðast: Hvað tekur við þegar fólk missir öryggið sitt úti og þarf að flytja heim? Og hvað gerist þegar við missum allt þetta vinnandi fólk úr landi? Heimildir: Hagstofa Íslands, Þjóðskrá Íslands, Nordic Statistics, INE á Spáni og OECD Höfundur er varaformaður Leigjendasamtakanna og áhugamaður um betra samfélag.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun