„Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. desember 2025 21:56 Einar Jónsson á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Vilhelm Einar Jónsson, þjálfari Fram, segir að sínum mönnum líði yfirleitt vel á Ásvöllum eftir tveggja marka sigur liðsins gegn toppliði Hauka í kvöld, 25-27. „Okkur líður mjög vel á Ásvöllum og kvörtum ekkert yfir því að spila hér,“ sagði Einar í viðtali í leikslok. „Varnarlega vorum við frábærir og Arnór góður í markinu. Svo eins og gengur og gerist voru menn kannski að klúðra upplögðum marktækifærum, ekkert ósvipað og við, þannig ég held að við getum bara verið ánægðir með úrslitin og frammistöðuna.“ Haukar fengu vissulega nóg af tækifærum til að taka leikinn til sín, en Framarar virtust sterkari andlega, þó Einar vilji ekki endilega meina það. „Ég veit það ekki, stundum er þetta bara svona. Auðvitað er voða sniðugt að segja það, að við höfum barist meira og viljað þetta meira, en það eru bara einhverjar klisjur.“ „Mér fannst Haukarnir góðir að mörgu leyti og þetta hefði getað fallið báðum megin. Haukar eru með frábært lið og ég er fyrst og fremst bara ánægður með að hafa unnið þetta. Við lögðum mikla áherslu á að vera með grunnatriðin í lagi hjá okkur og vera agaði í því sem við vorum að gera. Við vildum vera þéttir varnarlega og hlaupa vel til baka og mér fannst við gera það í kvöld. Þeir refsuðu okkur ekki grimmilega eins og þeir gera oft í sínum leik. Mér fannst við í rauninni bara gera allt það sem við lögðum upp með.“ Undir lok leiks átti sér stað atvik þar sem Framarar fengu víti og Haukar misstu Össur Haraldsson af velli með beint rautt spjald. Hvort dómurinn hafi verið réttur skal látið ósagt, en Einar skildi í það minnsta lítið í honum, þrátt fyrir að hans lið hafi klárlega grætt á honum. „Ég sé bara að það er brotið á Dánjal á miðjum vellinum og svo er tíminn bara stoppaður. Ég átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt. Það hlýtur einhver að hafa sagt eitthvað. Brotið var ekki þess eðlis að það ætti að dæma víti og rautt. Þetta var bara fríkast og þeir dæma fríkast og svo verður bara allt brjálað. Þannig leit þetta út fyrir mér.“ „Ég veit ekkert hvað var sagt eða gert eftir það. Ég er bara ekki dómbær á það. Haukarnir eru ábyggilega með einhverja betri skýringu á þessu en ég.“ Fyrir leik kvöldsins höfðu Framarar unnið sjö og tapað sjö í Olís-deildinni og sátu í sjöunda sæti deildarinnar. Nú hefur liðið hins vegar unnið þrjá deildarleiki í röð og mætir KA í bikarnum í lok vikunnar, sem gefur liðinu tækifæri á því að fara með sjálfstraustið í botni inn í jóla- og EM-pásu. „Við erum að fara norður að mæta KA á föstudaginn og það er bara leikurinn ef við getum orðað það sem svo. Við ætlum okkur að vinna það líka og fara inn í hátíðirnar með gott bragð í munninum. Það er bara þannig.“ „Við erum búnir að vera flottir undanfarið og búnir að vera fínir fyrir áramót. Það er allavega mitt mat. Við erum búnir að eiga tvo lélega leiki og auðvitað hefði maður viljað sleppa þeim. En það er bara margt búið að ganga á hjá okkur þannig að ég er hrikalega ánægður með þetta hvað varðar deildina, en við ætlum að vinna á föstudaginn og þá erum við drulluflottir.“ „Ég sagði í einhverju viðtali hérna fyrir leik að við eigum ógeðslega mikið inni. Við eigum fullt af leikmönnum inni og við þurfum að fara að ná að æfa betur saman og stilla betur okkar strengi. Ég segi núna eftir leik eins og ég sagði fyrir leik að við erum alls ekki á þeim stað sem við ætlum okkur að vera, en við munum vinna hart að því í pásunni,“ sagði Einar að lokum. Mest lesið Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Körfubolti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Enski boltinn Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Dagskráin: Körfuboltakvöld Extra fer yfir fyrstu leiki ársins Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ Rosenior er mættur til London Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Inter tók toppsætið aftur af nágrönnum sínum Loksins kamerúnskur sigur á móti Suður-Afríku Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur „Ekkert betra að gera en að slá menn í andlitið og fá borgað fyrir það“ „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hetjudáðir Brahim Diaz halda áfram í Afríkukeppninni „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Hetja Read Madrid í sumar fékk loksins tækifæri og nýtti það Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Fullt af leikjum frestað í frostinu Varamaður Alberts skoraði sigurmarkið Þrjú rauð spjöld og Conte í slagsmálum Sjá meira
„Okkur líður mjög vel á Ásvöllum og kvörtum ekkert yfir því að spila hér,“ sagði Einar í viðtali í leikslok. „Varnarlega vorum við frábærir og Arnór góður í markinu. Svo eins og gengur og gerist voru menn kannski að klúðra upplögðum marktækifærum, ekkert ósvipað og við, þannig ég held að við getum bara verið ánægðir með úrslitin og frammistöðuna.“ Haukar fengu vissulega nóg af tækifærum til að taka leikinn til sín, en Framarar virtust sterkari andlega, þó Einar vilji ekki endilega meina það. „Ég veit það ekki, stundum er þetta bara svona. Auðvitað er voða sniðugt að segja það, að við höfum barist meira og viljað þetta meira, en það eru bara einhverjar klisjur.“ „Mér fannst Haukarnir góðir að mörgu leyti og þetta hefði getað fallið báðum megin. Haukar eru með frábært lið og ég er fyrst og fremst bara ánægður með að hafa unnið þetta. Við lögðum mikla áherslu á að vera með grunnatriðin í lagi hjá okkur og vera agaði í því sem við vorum að gera. Við vildum vera þéttir varnarlega og hlaupa vel til baka og mér fannst við gera það í kvöld. Þeir refsuðu okkur ekki grimmilega eins og þeir gera oft í sínum leik. Mér fannst við í rauninni bara gera allt það sem við lögðum upp með.“ Undir lok leiks átti sér stað atvik þar sem Framarar fengu víti og Haukar misstu Össur Haraldsson af velli með beint rautt spjald. Hvort dómurinn hafi verið réttur skal látið ósagt, en Einar skildi í það minnsta lítið í honum, þrátt fyrir að hans lið hafi klárlega grætt á honum. „Ég sé bara að það er brotið á Dánjal á miðjum vellinum og svo er tíminn bara stoppaður. Ég átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt. Það hlýtur einhver að hafa sagt eitthvað. Brotið var ekki þess eðlis að það ætti að dæma víti og rautt. Þetta var bara fríkast og þeir dæma fríkast og svo verður bara allt brjálað. Þannig leit þetta út fyrir mér.“ „Ég veit ekkert hvað var sagt eða gert eftir það. Ég er bara ekki dómbær á það. Haukarnir eru ábyggilega með einhverja betri skýringu á þessu en ég.“ Fyrir leik kvöldsins höfðu Framarar unnið sjö og tapað sjö í Olís-deildinni og sátu í sjöunda sæti deildarinnar. Nú hefur liðið hins vegar unnið þrjá deildarleiki í röð og mætir KA í bikarnum í lok vikunnar, sem gefur liðinu tækifæri á því að fara með sjálfstraustið í botni inn í jóla- og EM-pásu. „Við erum að fara norður að mæta KA á föstudaginn og það er bara leikurinn ef við getum orðað það sem svo. Við ætlum okkur að vinna það líka og fara inn í hátíðirnar með gott bragð í munninum. Það er bara þannig.“ „Við erum búnir að vera flottir undanfarið og búnir að vera fínir fyrir áramót. Það er allavega mitt mat. Við erum búnir að eiga tvo lélega leiki og auðvitað hefði maður viljað sleppa þeim. En það er bara margt búið að ganga á hjá okkur þannig að ég er hrikalega ánægður með þetta hvað varðar deildina, en við ætlum að vinna á föstudaginn og þá erum við drulluflottir.“ „Ég sagði í einhverju viðtali hérna fyrir leik að við eigum ógeðslega mikið inni. Við eigum fullt af leikmönnum inni og við þurfum að fara að ná að æfa betur saman og stilla betur okkar strengi. Ég segi núna eftir leik eins og ég sagði fyrir leik að við erum alls ekki á þeim stað sem við ætlum okkur að vera, en við munum vinna hart að því í pásunni,“ sagði Einar að lokum.
Mest lesið Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Körfubolti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Enski boltinn Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Dagskráin: Körfuboltakvöld Extra fer yfir fyrstu leiki ársins Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ Rosenior er mættur til London Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Inter tók toppsætið aftur af nágrönnum sínum Loksins kamerúnskur sigur á móti Suður-Afríku Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur „Ekkert betra að gera en að slá menn í andlitið og fá borgað fyrir það“ „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hetjudáðir Brahim Diaz halda áfram í Afríkukeppninni „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Hetja Read Madrid í sumar fékk loksins tækifæri og nýtti það Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Fullt af leikjum frestað í frostinu Varamaður Alberts skoraði sigurmarkið Þrjú rauð spjöld og Conte í slagsmálum Sjá meira