„Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. desember 2025 12:55 Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálanefnd segir algjöra stefnubreytingu hjá utanríkisráðherra að fara gegn vísindalegri ráðgjöf. Vísir Utanríkisráðherra segir ekki rétt að norskar fiskvinnslur hafi forskot á íslenskar á makrílafla sem veiddur er í norskri lögsögu. Íslenskar vinnslur geti vel boðið í aflann. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálanefnd segir grafalvarlegt að farið sé gegn vísindalegri ráðgjöf með nýju samkomulagi. Yfirvöld á Íslandi, Noregi, Bretlandi og Færeyjum undirrituðu í gær samkomulag um skiptingu og stjórn markílstofnsins. Strandríkjahlutdeild Íslands verður 12,5 prósent af heildaraflamarki og íslensk skip fá aðgang að lögsögu Noregs og Færeyja. Tveir þriðju þess makríls, sem veiddur er í norskri lögsögu, verða boðnir upp í gegnum norska síldarsölusamlagið. Íslenskum vinnslum frjálst að bjóða í fiskinn Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins, lýsti í umræðum á þinginu í gær áhyggjum af þessu og kallaði norska síldarsamlagið einokunarsamlag. Þá sagði hann fiskinn ekki myndu koma til vinnslu á Íslandi. „Það eru greinilega vitlausar eða rangar upplýsingar á ferð og kannski eru menn bara að grípa það sem hentar pólitíkinni hverju sinni. Það sem er rétt er að hluti, tveir þriðju aflans sem veiddur er í Noregi er seldur á uppboði í Noregi, en það eru íslenskar vinnslur sem geta líka boðið í hann,“ segir Þorgerður Katrín. Íslenskar vinnslur geti boðið í fiskinn eins og aðrar vinnslur frá öðrum löndum. „Það er allt opið fyrir önnur fyrirtæki, þetta er ekki bara fyrir Noreg. Ég vil geta þess að þriðjung sem við veiðum getum við flutt heim úr norskri lögsögu.“ „Betra er seint en aldrei“ Utanríkismálanefnd kom saman í morgun til að ræða samninginn og mætti Þorgerður fyrir nefndina. Hún var í gær harðlega gagnrýnd fyrir að hafa ekki haft utanríkismálanefnd með í ráðum áður en skrifað var undir samning um makrílveiðar. Ráðherrann hafnaði þessum ásökunum og sagði nefndina hafa verið vel upplýsta en viðræðurnar hafi verið viðkvæmar. Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins í nefndinni segir fundinn í morgun hafa verið ágætan. „Ég gagnrýndi það nú í þingsal í gær og hef verið að gagnrýna samráðsleysi utanríkisráðherra gagnvart utanríkismálanefnd. Samráðið er bundið í lög. Betra er seint en aldrei en það er auðvitað búið að skrifa undir þetta samkomulag,“ segir Diljá. Hún bendir á að trúnaður ríki í nefndinni og ráðherra hefði átt að upplýsa nefndina betur um stöðu mála. „Ekki bara hefði henni verið það hægt heldur ber henni skylda til þess samkvæmt lögum. Það er ekki valkvætt hvort og hvenær er haft samráð við utanríkismálanefnd. Auðvitað er það eðlilegt að það ríki trúnaður þegar standa yfir viðræður við önnur ríki en trúnaður hefur haldist vel í þessari nefnd, þannig að það er ekki hægt að bera það fyrir sig.“ Heildaraflinn mun meiri en er ráðlagt Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa einnig gagnrýnt samráðsleysi og meðal annars bent á að samkomulagið feli í sér að miða skuli við tæplega 300 þúsund tonna heildarafla og á þá eftir að bætast við afli þeirra þjóða sem standa utan samkomulagsins. Alþjóða hafrannsóknarráðið hefur ráðlagt rúmlega 174 þúsund tonna heildarafla og er því um að ræða veiðar upp á ríflega 120 prósent umfram ráðgjöfina. „Við erum með þessu að undirgangast samkomulag þar sem er farið gegn vísindalegri ráðgjöf. Það er grafalvarlegt og algjör stefnubreyting.“ Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Sjálfstæðisflokkurinn Makrílveiðar Tengdar fréttir „Þarna var bara verið að tikka í box“ Utanríkisráðherra hafnar því að utanríkismálanefnd hafi ekki verið með í ráðum áður en skrifað var undir samning um makrílveiðar. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir hagsmunum Íslands fórnað í samningunum og ESB og Grænlendingar skildir eftir á köldum klaka. 16. desember 2025 22:37 Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Ísland skrifaði í morgun undir samkomulag við þrjú önnur ríki um skiptingu og stjórn makrílsstofnsins. Lengi vel hafa önnur ríki ekki viðurkennd stöðu Íslands sem strandríki í makríl. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir samkomulagið halla á íslensk fyrirtæki. 16. desember 2025 13:27 Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að prinsippum sem Íslendingar hafi alla tíð staðið fyrir hafi verið fórnað með samningi um makrílveiðar, sem íslensk stjórnvöld skrifuðu undir í morgun. Þá spyr hann hvort þingsköpum hafi verið kippt úr sambandi við gerð samningsins, þar sem fjárlaganefnd hafi ekkert veður fengið af honum fyrr en í morgun. 16. desember 2025 11:29 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Yfirvöld á Íslandi, Noregi, Bretlandi og Færeyjum undirrituðu í gær samkomulag um skiptingu og stjórn markílstofnsins. Strandríkjahlutdeild Íslands verður 12,5 prósent af heildaraflamarki og íslensk skip fá aðgang að lögsögu Noregs og Færeyja. Tveir þriðju þess makríls, sem veiddur er í norskri lögsögu, verða boðnir upp í gegnum norska síldarsölusamlagið. Íslenskum vinnslum frjálst að bjóða í fiskinn Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins, lýsti í umræðum á þinginu í gær áhyggjum af þessu og kallaði norska síldarsamlagið einokunarsamlag. Þá sagði hann fiskinn ekki myndu koma til vinnslu á Íslandi. „Það eru greinilega vitlausar eða rangar upplýsingar á ferð og kannski eru menn bara að grípa það sem hentar pólitíkinni hverju sinni. Það sem er rétt er að hluti, tveir þriðju aflans sem veiddur er í Noregi er seldur á uppboði í Noregi, en það eru íslenskar vinnslur sem geta líka boðið í hann,“ segir Þorgerður Katrín. Íslenskar vinnslur geti boðið í fiskinn eins og aðrar vinnslur frá öðrum löndum. „Það er allt opið fyrir önnur fyrirtæki, þetta er ekki bara fyrir Noreg. Ég vil geta þess að þriðjung sem við veiðum getum við flutt heim úr norskri lögsögu.“ „Betra er seint en aldrei“ Utanríkismálanefnd kom saman í morgun til að ræða samninginn og mætti Þorgerður fyrir nefndina. Hún var í gær harðlega gagnrýnd fyrir að hafa ekki haft utanríkismálanefnd með í ráðum áður en skrifað var undir samning um makrílveiðar. Ráðherrann hafnaði þessum ásökunum og sagði nefndina hafa verið vel upplýsta en viðræðurnar hafi verið viðkvæmar. Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins í nefndinni segir fundinn í morgun hafa verið ágætan. „Ég gagnrýndi það nú í þingsal í gær og hef verið að gagnrýna samráðsleysi utanríkisráðherra gagnvart utanríkismálanefnd. Samráðið er bundið í lög. Betra er seint en aldrei en það er auðvitað búið að skrifa undir þetta samkomulag,“ segir Diljá. Hún bendir á að trúnaður ríki í nefndinni og ráðherra hefði átt að upplýsa nefndina betur um stöðu mála. „Ekki bara hefði henni verið það hægt heldur ber henni skylda til þess samkvæmt lögum. Það er ekki valkvætt hvort og hvenær er haft samráð við utanríkismálanefnd. Auðvitað er það eðlilegt að það ríki trúnaður þegar standa yfir viðræður við önnur ríki en trúnaður hefur haldist vel í þessari nefnd, þannig að það er ekki hægt að bera það fyrir sig.“ Heildaraflinn mun meiri en er ráðlagt Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa einnig gagnrýnt samráðsleysi og meðal annars bent á að samkomulagið feli í sér að miða skuli við tæplega 300 þúsund tonna heildarafla og á þá eftir að bætast við afli þeirra þjóða sem standa utan samkomulagsins. Alþjóða hafrannsóknarráðið hefur ráðlagt rúmlega 174 þúsund tonna heildarafla og er því um að ræða veiðar upp á ríflega 120 prósent umfram ráðgjöfina. „Við erum með þessu að undirgangast samkomulag þar sem er farið gegn vísindalegri ráðgjöf. Það er grafalvarlegt og algjör stefnubreyting.“
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Sjálfstæðisflokkurinn Makrílveiðar Tengdar fréttir „Þarna var bara verið að tikka í box“ Utanríkisráðherra hafnar því að utanríkismálanefnd hafi ekki verið með í ráðum áður en skrifað var undir samning um makrílveiðar. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir hagsmunum Íslands fórnað í samningunum og ESB og Grænlendingar skildir eftir á köldum klaka. 16. desember 2025 22:37 Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Ísland skrifaði í morgun undir samkomulag við þrjú önnur ríki um skiptingu og stjórn makrílsstofnsins. Lengi vel hafa önnur ríki ekki viðurkennd stöðu Íslands sem strandríki í makríl. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir samkomulagið halla á íslensk fyrirtæki. 16. desember 2025 13:27 Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að prinsippum sem Íslendingar hafi alla tíð staðið fyrir hafi verið fórnað með samningi um makrílveiðar, sem íslensk stjórnvöld skrifuðu undir í morgun. Þá spyr hann hvort þingsköpum hafi verið kippt úr sambandi við gerð samningsins, þar sem fjárlaganefnd hafi ekkert veður fengið af honum fyrr en í morgun. 16. desember 2025 11:29 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
„Þarna var bara verið að tikka í box“ Utanríkisráðherra hafnar því að utanríkismálanefnd hafi ekki verið með í ráðum áður en skrifað var undir samning um makrílveiðar. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir hagsmunum Íslands fórnað í samningunum og ESB og Grænlendingar skildir eftir á köldum klaka. 16. desember 2025 22:37
Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Ísland skrifaði í morgun undir samkomulag við þrjú önnur ríki um skiptingu og stjórn makrílsstofnsins. Lengi vel hafa önnur ríki ekki viðurkennd stöðu Íslands sem strandríki í makríl. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir samkomulagið halla á íslensk fyrirtæki. 16. desember 2025 13:27
Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að prinsippum sem Íslendingar hafi alla tíð staðið fyrir hafi verið fórnað með samningi um makrílveiðar, sem íslensk stjórnvöld skrifuðu undir í morgun. Þá spyr hann hvort þingsköpum hafi verið kippt úr sambandi við gerð samningsins, þar sem fjárlaganefnd hafi ekkert veður fengið af honum fyrr en í morgun. 16. desember 2025 11:29