Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. desember 2025 21:01 Fjöldi fólks kom saman fyrir utan Rúv í síðustu viku á meðan stjórn ákvað hvort Ísland tæki þátt í Eurovision eða ekki. Vísir/Vilhelm Sjötíu prósent eru ánægð með ákvörðun Ríkisútvarpsins að taka ekki þátt í Eurovision á næsta ári. Breytingarnar hafa verið gerðar á keppninni og stendur ekki til að sykurhúða hana að óþörfu. Samkvæmt nýrri könnun Maskínu, sem gerð var 11. til 17. desember, er mikill meirihluti landsmanna ánægður með ákvörðun Rúv um að taka ekki þátt í Eurovision í Austurríki í maí næstkomandi. Vísir/Hjalti Tæp 57 prósent eru mjög ánægð með ákvörðunina og um 14 prósent ánægð á meðan 6 prósent segjast óánægð og tæp 11 prósent mjög óánægð. Lítill munur er á afstöðu milli aldurshópa og kynja en mestur munur er milli kjósenda mismunandi flokka. Vísir/Hjalti Þar eru kjósendur Flokks fólksins, Samfylkingar, Pírata, Sósíalista, Viðreisnar og VG ánægðastir með ákvörðunina en kjósendur Miðflokks og Sjálfstæðisflokks óánægðastir með ákvörðunina. Skipuleggjendur keppninnar tilkynntu í gær að nokkrar breytingar hafi verið gerðar á fyrirkomulaginu vegna mikillar gagnrýni og óánægju undanfarið. Athygli vakti þegar síðasta keppni fór fram að óánægjuhróp áhorfenda á meðan lag Ísraels var flutt heyrðust ekki í sjónvarpsútsendingu, heldur voru yfirgnæfð með tónlist, þó þau heyrðust vel í sal. Þetta verður ekki gert í Vín í Austurríki, þar sem keppnin fer fram næsta maí. Eins verður leyfilegt að flagga palestínska fánanum í höllinni, annað en undanfarin ár. Keppnin hefur sjaldan verið umdeildari en auk Íslands hafa Spánn, Holland, Írland og Slóvenía dregið sig úr keppni vegna þátttöku Ísraela. Eurovision Eurovision 2026 Ríkisútvarpið Skoðanakannanir Tengdar fréttir Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Áhorfendur í sal mega flagga palestínskum fánum í Eurovision-höllinni í Vín í maí á næsta ári og þá verða óánægjuhróp áhorfenda á meðan á flutningi ísraelska lagsins stendur ekki yfirgnæfð í sjónvarpi með tónlist. 16. desember 2025 14:33 Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Þrjátíu og fimm lönd verða með fulltrúa í Eurovision sem fram fer í Vín í Austurríki í maí á næsta ári. Það eru tveimur færri en í Basel í Sviss fyrr á þessu ári. 15. desember 2025 12:50 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Sautján keppendur í Festival da Canção, undankeppni Portúgal fyrir söngkeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, segjast ætla að sniðganga Eurovision vinni þeir innlendu undankeppnina. 12. desember 2025 23:56 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Samkvæmt nýrri könnun Maskínu, sem gerð var 11. til 17. desember, er mikill meirihluti landsmanna ánægður með ákvörðun Rúv um að taka ekki þátt í Eurovision í Austurríki í maí næstkomandi. Vísir/Hjalti Tæp 57 prósent eru mjög ánægð með ákvörðunina og um 14 prósent ánægð á meðan 6 prósent segjast óánægð og tæp 11 prósent mjög óánægð. Lítill munur er á afstöðu milli aldurshópa og kynja en mestur munur er milli kjósenda mismunandi flokka. Vísir/Hjalti Þar eru kjósendur Flokks fólksins, Samfylkingar, Pírata, Sósíalista, Viðreisnar og VG ánægðastir með ákvörðunina en kjósendur Miðflokks og Sjálfstæðisflokks óánægðastir með ákvörðunina. Skipuleggjendur keppninnar tilkynntu í gær að nokkrar breytingar hafi verið gerðar á fyrirkomulaginu vegna mikillar gagnrýni og óánægju undanfarið. Athygli vakti þegar síðasta keppni fór fram að óánægjuhróp áhorfenda á meðan lag Ísraels var flutt heyrðust ekki í sjónvarpsútsendingu, heldur voru yfirgnæfð með tónlist, þó þau heyrðust vel í sal. Þetta verður ekki gert í Vín í Austurríki, þar sem keppnin fer fram næsta maí. Eins verður leyfilegt að flagga palestínska fánanum í höllinni, annað en undanfarin ár. Keppnin hefur sjaldan verið umdeildari en auk Íslands hafa Spánn, Holland, Írland og Slóvenía dregið sig úr keppni vegna þátttöku Ísraela.
Eurovision Eurovision 2026 Ríkisútvarpið Skoðanakannanir Tengdar fréttir Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Áhorfendur í sal mega flagga palestínskum fánum í Eurovision-höllinni í Vín í maí á næsta ári og þá verða óánægjuhróp áhorfenda á meðan á flutningi ísraelska lagsins stendur ekki yfirgnæfð í sjónvarpi með tónlist. 16. desember 2025 14:33 Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Þrjátíu og fimm lönd verða með fulltrúa í Eurovision sem fram fer í Vín í Austurríki í maí á næsta ári. Það eru tveimur færri en í Basel í Sviss fyrr á þessu ári. 15. desember 2025 12:50 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Sautján keppendur í Festival da Canção, undankeppni Portúgal fyrir söngkeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, segjast ætla að sniðganga Eurovision vinni þeir innlendu undankeppnina. 12. desember 2025 23:56 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Áhorfendur í sal mega flagga palestínskum fánum í Eurovision-höllinni í Vín í maí á næsta ári og þá verða óánægjuhróp áhorfenda á meðan á flutningi ísraelska lagsins stendur ekki yfirgnæfð í sjónvarpi með tónlist. 16. desember 2025 14:33
Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Þrjátíu og fimm lönd verða með fulltrúa í Eurovision sem fram fer í Vín í Austurríki í maí á næsta ári. Það eru tveimur færri en í Basel í Sviss fyrr á þessu ári. 15. desember 2025 12:50
Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Sautján keppendur í Festival da Canção, undankeppni Portúgal fyrir söngkeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, segjast ætla að sniðganga Eurovision vinni þeir innlendu undankeppnina. 12. desember 2025 23:56