„Þetta var mjög skrítinn leikur“ Árni Gísli Magnússon skrifar 18. desember 2025 21:17 Anton Rúnarsson var ánægður með viðbragð sinna kvenna í strembinni stöðu á Akureyri í kvöld. vísir/Sigurjón Anton Rúnarsson, þjálfari Vals, var sáttur að hafa sótt tvö stig norður yfir heiðar þegar Valur vann sjö maka sigur gegn KA/Þór í elleftu umferð Olís deildar kvenna í handbolta. Þór/KA leiddi með fjórum mörkum í hálfleik en Valskonur settu í fimmta gír í síðari hálfleik og unnu að lokum sannfærandi sigur. Lokatölur 23-30. „Bara algjörlega hárrétt hjá þér. Þetta var bara fyrri og seinni hálfleikur og ég var bara mjög ósáttur við fyrri hálfleikinn, bara margir hlutir þar sem við vorum að gera ekki nógu vel og dauðafæri og fleira og KA/Þór auðvitað bara mjög góðar í fyrri og gerðu þetta vel en seinni hálfleikur var töluvert betri og já engin spurning.“ Sóknarleikur Vals var langt frá því að vera góður í fyrri hálfleik og höndin kom margoft upp eftir langar sóknir. „Svo auðvitað líka voru þær í sjö á sex og við vorum að skjóta yfir völlinn og fleira og vorum kannski ekkert brjálæðislega mikið í sókn en vorum bara staðar og hægar og gerðum það klárlega betur í seinni þannig að þetta var mjög svona skrítinn leikur.“ Anton segir það ekki hafa komið honum mikið á óvart að KA/Þór hafi spilað stóran hluta leiksins sjö á sex þar sem markmaðurinn fer út af á meðan liðið spilar sókn. „Ég vissi alveg að þær myndu grípa í þetta en hvort þær myndu byrja í þessu eða hvað þær myndu spila þetta lengi en við vorum alveg undirbúnar en þær gerðu þetta vel og komust á bragðið og fleira eins og ég sagði en við löguðum það í seinni og náðum fleiri svona stoppum og bara allt miklu betra.“ Anton segist ekki hafa haldið neina eldræðu yfir liði sínu í hálfleik, sem var þá fjórum mörkum undir. „Nei, það er bara eins og ég segi, ég var mjög ósáttur með fyrri hálfleik og við fórum bara aðeins yfir hlutina og þær gerðu þetta hrikalega vel í seinni og mikill karakter að koma til baka bara og gera þetta almennilega.“ Það var allt annað að sjá sóknarleik Valsliðsins í síðari hálfleik sem skoraði 21 mark gegn tíu hjá KA/Þór. „Já bara ekki spurning. Eins og ég segi, fyrri hálfleikur var ólíkur okkar leik í vörn og sókn og við náðum aðeins að sýna það í seinni og alltaf annar leikur.“ „Já bara ekki spurning, það er búið að vera mikið um að vera í vetur, Evrópukeppni og fleira og margir leikir og stórmót og svona þannig það er fínt að fá smá tíma núna til að vinna í allskonar hlutum þannig að það er mjögt gott“, sagði Anton að lokum aðspurður hvort það væri ekki gott að fara inn í jólafríið á toppi deildarinnar. Valur Olís-deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira
Þór/KA leiddi með fjórum mörkum í hálfleik en Valskonur settu í fimmta gír í síðari hálfleik og unnu að lokum sannfærandi sigur. Lokatölur 23-30. „Bara algjörlega hárrétt hjá þér. Þetta var bara fyrri og seinni hálfleikur og ég var bara mjög ósáttur við fyrri hálfleikinn, bara margir hlutir þar sem við vorum að gera ekki nógu vel og dauðafæri og fleira og KA/Þór auðvitað bara mjög góðar í fyrri og gerðu þetta vel en seinni hálfleikur var töluvert betri og já engin spurning.“ Sóknarleikur Vals var langt frá því að vera góður í fyrri hálfleik og höndin kom margoft upp eftir langar sóknir. „Svo auðvitað líka voru þær í sjö á sex og við vorum að skjóta yfir völlinn og fleira og vorum kannski ekkert brjálæðislega mikið í sókn en vorum bara staðar og hægar og gerðum það klárlega betur í seinni þannig að þetta var mjög svona skrítinn leikur.“ Anton segir það ekki hafa komið honum mikið á óvart að KA/Þór hafi spilað stóran hluta leiksins sjö á sex þar sem markmaðurinn fer út af á meðan liðið spilar sókn. „Ég vissi alveg að þær myndu grípa í þetta en hvort þær myndu byrja í þessu eða hvað þær myndu spila þetta lengi en við vorum alveg undirbúnar en þær gerðu þetta vel og komust á bragðið og fleira eins og ég sagði en við löguðum það í seinni og náðum fleiri svona stoppum og bara allt miklu betra.“ Anton segist ekki hafa haldið neina eldræðu yfir liði sínu í hálfleik, sem var þá fjórum mörkum undir. „Nei, það er bara eins og ég segi, ég var mjög ósáttur með fyrri hálfleik og við fórum bara aðeins yfir hlutina og þær gerðu þetta hrikalega vel í seinni og mikill karakter að koma til baka bara og gera þetta almennilega.“ Það var allt annað að sjá sóknarleik Valsliðsins í síðari hálfleik sem skoraði 21 mark gegn tíu hjá KA/Þór. „Já bara ekki spurning. Eins og ég segi, fyrri hálfleikur var ólíkur okkar leik í vörn og sókn og við náðum aðeins að sýna það í seinni og alltaf annar leikur.“ „Já bara ekki spurning, það er búið að vera mikið um að vera í vetur, Evrópukeppni og fleira og margir leikir og stórmót og svona þannig það er fínt að fá smá tíma núna til að vinna í allskonar hlutum þannig að það er mjögt gott“, sagði Anton að lokum aðspurður hvort það væri ekki gott að fara inn í jólafríið á toppi deildarinnar.
Valur Olís-deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira