Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 19. desember 2025 14:32 Alþingi lauk störfum í gær eftir þingvetur sem verður helst minnst fyrir skattahækkanir. Ríkisstjórn lýkur nú öðru þingi sínu og aftur var mest púður lagt í að hækka álögur á fólk og fyrirtæki. Við þinglok í sumar fórnuðu þau öllum sínum málum til þess að koma í gegn einni skattahækkun á sjávarútveginn. Nú, þegar þessu þingi er frestað, blasir við sama niðurstaða, nema að nú voru skattar hækkaðir á almenning. Þetta er niðurstaðan þrátt fyrir að í kosningabaráttunni fyrir rétt rúmu ári hafi Samfylkingin og Viðreisn lofað þjóðinni að skattar yrðu ekki hækkaðir á venjulegt, vinnandi fólk. En þegar verkstjórn Kristrúnar Frostadóttur horfir yfir fyrsta árið sitt blasir önnur mynd við. Ríkisstjórnin hefur, þvert á gefin loforð, valið að auka álögur á heimilin, ekki lækka þær. Úrræðaleysi í útlendingamálum Það er líka ástæða til að nefna hvaða mál voru látin sitja á hakanum. Staðreyndin er sú að Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf staðið vaktina í útlendingamálum. Við höfum barist fyrir nauðsynlegum breytingum í mörg ár án þess að hafa meirihluta á þinginu fyrir þeim. Meðal annars vegna þess að flokkar eins og Samfylkingin og Viðreisn komu í veg fyrir það. Fólk getur kynnt sér söguna, en hún sýnir að Sjálfstæðisflokkurinn hefur einn flokka sýnt staðfestu í mörg ár, langt á undan öðrum flokkum um að í þessum málaflokki yrði að gera umbætur. Enginn flokkur hefur staðið vaktina af meiri festu og ábyrgð í þessum málaflokki og Sjálfstæðisflokkurinn. Nú er erum við aftur á móti í annarri stöðu og það er þingmeirihluti fyrir því að gera breytingar. En þá setja ríkisstjórnarflokkarnir breytingar á útlendingalögum ekki á dagskrá fyrr en eftir að samkomulag um þinglok hefur náðst. Dómsmálaráðherra mælti fyrir frumvarpi um afturköllun verndar þeirra sem gerast sekir um alvarleg brot í íslensku samfélagi þann 23. september síðastliðinn. Í þrjá mánuði hefur ríkisstjórninni verið í lófa lagið að setja málið á dagskrá, en kaus að gera það ekki fyrr en nokkrum klukkustundum fyrir þinghlé. Þetta eru vinnubrögð verkstjórnarinnar og eftir situr að eftir eitt ár í embætti hefur dómsmálaráðherra ekki tekist að koma einu einasta útlendingamáli í gegn, þrátt fyrir enga andstöðu á þingi. Það þýðir lítið að tala um samhenta ríkisstjórn og fimm frumvörp ef engin er getan til að klára þau. Á sama tíma tókst ríkisstjórninni að leggja allt kapp á skattana. Forgangsröðunin talar sínu máli. Fyrirhugaðar skattahækkanir á næsta ári nema um 25 milljörðum króna. Þar eru til dæmis kílómetragjald, hærri vörugjöld á ökutæki og afnám samsköttunar hjóna. Þetta gerist ekki fyrir slysni. Þetta er ekki tilviljun og venjulegt fólk mun finna fyrir þessum hækkunum um hver mánaðarmót. Því er eðlilegt að spyrja, af hverju var lofað að hækka ekki skatta, ef planið var að gera nákvæmlega það? Ástæðan fyrir því er auðvitað einföld. Samfylkingin og Viðreisn hefðu aldrei náð árangri í kosningum með þeirri stefnu sem nú er borin á borð. Seilst dýpra í vasa almennings Það ber allt að sama brunni. Þegar bílar, varahlutir og akstur verða dýrari, hækkar allt sem byggir á samgöngum. Kílómetragjaldið er kynnt sem tæknileg breyting sem muni litlu máli skipta. En það breytir ekki eðli málsins. Þetta er skattahækkun á daglegt líf. Fráfarandi kerfi er skiljanlegt og skattur á eldsneyti er greiddur við dælu. Nýja kerfið bætir við skráningum, eftirliti og endalausum leiðréttingum. Flækjustigið mun auka kostnað og sá kostnaður endar hjá venjulegu fólki og fyrirtækjum. Það sama gildir um hækkun vörugjalda á ökutæki. Hækkunin bítur fastast á landsbyggðinni, þar sem vegalengdir eru lengri og valkostir um samgöngumáta færri. Hún bítur á fjölskyldum sem nýta bílinn til að keyra börn í skóla, á æfingar, og til að komast til vinnu. Hún bítur á fyrirtækjum sem reiða sig á bílinn til að sinna sínum rekstri. Afnám samsköttunar er svo sérlega ósanngjörn breyting. Það er ekki sérstök ívilnun eða lokun á skattaglufu. Samsköttun nýtist heimilum þar sem annað foreldri er í fæðingarorlofi, námi, veikindum eða tímabundið utan vinnumarkaðar. Þegar henni er kippt úr sambandi, hækkar skattbyrðin einmitt hjá þeim sem hafa minnsta svigrúmið. Margaret Thatcher sagði eitt sinn að vandinn við kerfi sem byggir á því að eyða peningum annarra væri sá að lokum tæmist sá brunnur. Það á líka við um ríkisstjórnir sem telja að lausnin sé alltaf að seilast meira í vasa almennings. Þær grafa undan trausti, draga úr framtaki og gera lífið dýrara. Þá tapar samfélagið allt. Kjarni ábyrgra stjórnmála er sá að fólk á að geta skipulagt líf sitt án þess að vera undir stöðugu áreiti stjórnmálamanna sem vilja flækja lífið. Við í Sjálfstæðisflokknum munum áfram berjast gegn öllum slíkum hugmyndum og standa með fyrirtækjunum og fjölskyldunum í landinu. Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Sjá meira
Alþingi lauk störfum í gær eftir þingvetur sem verður helst minnst fyrir skattahækkanir. Ríkisstjórn lýkur nú öðru þingi sínu og aftur var mest púður lagt í að hækka álögur á fólk og fyrirtæki. Við þinglok í sumar fórnuðu þau öllum sínum málum til þess að koma í gegn einni skattahækkun á sjávarútveginn. Nú, þegar þessu þingi er frestað, blasir við sama niðurstaða, nema að nú voru skattar hækkaðir á almenning. Þetta er niðurstaðan þrátt fyrir að í kosningabaráttunni fyrir rétt rúmu ári hafi Samfylkingin og Viðreisn lofað þjóðinni að skattar yrðu ekki hækkaðir á venjulegt, vinnandi fólk. En þegar verkstjórn Kristrúnar Frostadóttur horfir yfir fyrsta árið sitt blasir önnur mynd við. Ríkisstjórnin hefur, þvert á gefin loforð, valið að auka álögur á heimilin, ekki lækka þær. Úrræðaleysi í útlendingamálum Það er líka ástæða til að nefna hvaða mál voru látin sitja á hakanum. Staðreyndin er sú að Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf staðið vaktina í útlendingamálum. Við höfum barist fyrir nauðsynlegum breytingum í mörg ár án þess að hafa meirihluta á þinginu fyrir þeim. Meðal annars vegna þess að flokkar eins og Samfylkingin og Viðreisn komu í veg fyrir það. Fólk getur kynnt sér söguna, en hún sýnir að Sjálfstæðisflokkurinn hefur einn flokka sýnt staðfestu í mörg ár, langt á undan öðrum flokkum um að í þessum málaflokki yrði að gera umbætur. Enginn flokkur hefur staðið vaktina af meiri festu og ábyrgð í þessum málaflokki og Sjálfstæðisflokkurinn. Nú er erum við aftur á móti í annarri stöðu og það er þingmeirihluti fyrir því að gera breytingar. En þá setja ríkisstjórnarflokkarnir breytingar á útlendingalögum ekki á dagskrá fyrr en eftir að samkomulag um þinglok hefur náðst. Dómsmálaráðherra mælti fyrir frumvarpi um afturköllun verndar þeirra sem gerast sekir um alvarleg brot í íslensku samfélagi þann 23. september síðastliðinn. Í þrjá mánuði hefur ríkisstjórninni verið í lófa lagið að setja málið á dagskrá, en kaus að gera það ekki fyrr en nokkrum klukkustundum fyrir þinghlé. Þetta eru vinnubrögð verkstjórnarinnar og eftir situr að eftir eitt ár í embætti hefur dómsmálaráðherra ekki tekist að koma einu einasta útlendingamáli í gegn, þrátt fyrir enga andstöðu á þingi. Það þýðir lítið að tala um samhenta ríkisstjórn og fimm frumvörp ef engin er getan til að klára þau. Á sama tíma tókst ríkisstjórninni að leggja allt kapp á skattana. Forgangsröðunin talar sínu máli. Fyrirhugaðar skattahækkanir á næsta ári nema um 25 milljörðum króna. Þar eru til dæmis kílómetragjald, hærri vörugjöld á ökutæki og afnám samsköttunar hjóna. Þetta gerist ekki fyrir slysni. Þetta er ekki tilviljun og venjulegt fólk mun finna fyrir þessum hækkunum um hver mánaðarmót. Því er eðlilegt að spyrja, af hverju var lofað að hækka ekki skatta, ef planið var að gera nákvæmlega það? Ástæðan fyrir því er auðvitað einföld. Samfylkingin og Viðreisn hefðu aldrei náð árangri í kosningum með þeirri stefnu sem nú er borin á borð. Seilst dýpra í vasa almennings Það ber allt að sama brunni. Þegar bílar, varahlutir og akstur verða dýrari, hækkar allt sem byggir á samgöngum. Kílómetragjaldið er kynnt sem tæknileg breyting sem muni litlu máli skipta. En það breytir ekki eðli málsins. Þetta er skattahækkun á daglegt líf. Fráfarandi kerfi er skiljanlegt og skattur á eldsneyti er greiddur við dælu. Nýja kerfið bætir við skráningum, eftirliti og endalausum leiðréttingum. Flækjustigið mun auka kostnað og sá kostnaður endar hjá venjulegu fólki og fyrirtækjum. Það sama gildir um hækkun vörugjalda á ökutæki. Hækkunin bítur fastast á landsbyggðinni, þar sem vegalengdir eru lengri og valkostir um samgöngumáta færri. Hún bítur á fjölskyldum sem nýta bílinn til að keyra börn í skóla, á æfingar, og til að komast til vinnu. Hún bítur á fyrirtækjum sem reiða sig á bílinn til að sinna sínum rekstri. Afnám samsköttunar er svo sérlega ósanngjörn breyting. Það er ekki sérstök ívilnun eða lokun á skattaglufu. Samsköttun nýtist heimilum þar sem annað foreldri er í fæðingarorlofi, námi, veikindum eða tímabundið utan vinnumarkaðar. Þegar henni er kippt úr sambandi, hækkar skattbyrðin einmitt hjá þeim sem hafa minnsta svigrúmið. Margaret Thatcher sagði eitt sinn að vandinn við kerfi sem byggir á því að eyða peningum annarra væri sá að lokum tæmist sá brunnur. Það á líka við um ríkisstjórnir sem telja að lausnin sé alltaf að seilast meira í vasa almennings. Þær grafa undan trausti, draga úr framtaki og gera lífið dýrara. Þá tapar samfélagið allt. Kjarni ábyrgra stjórnmála er sá að fólk á að geta skipulagt líf sitt án þess að vera undir stöðugu áreiti stjórnmálamanna sem vilja flækja lífið. Við í Sjálfstæðisflokknum munum áfram berjast gegn öllum slíkum hugmyndum og standa með fyrirtækjunum og fjölskyldunum í landinu. Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar