Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar 21. desember 2025 07:31 Ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins var mynduð á þessum degi fyrir réttu ári. Það var gleðidagur, eins og alltaf þegar sól fer hækkandi. Í þetta sinn eftir sögulegar kosningar þar sem þjóðin valdi nýtt upphaf. Það hefur verið heiður lífs míns að vinna í þjónustu þjóðar sem forsætisráðherra. Ég er þakklát fyrir traustið og stuðninginn á hverjum einasta degi. Og ég gleðst yfir árangri og verkgleði samráðherra minna og stjórnarráðsins alls á liðnu ári. Samstíga ríkisstjórn Við gerum okkar besta fyrir fólkið í landinu og fyrir Ísland til framtíðar. Margt hefur gengið vel. Margt getum við gert betur og stundum lendum við í mótvindi. En við hétum því að vera samstíga ríkisstjórn og það hefur gefist vel – bæði í sigri og þraut. Á milli okkar Þorgerðar og Ingu ríkir sérstakt traust og vinátta. Og það er full málefnaleg samstaða á milli stjórnarflokka um stefnuyfirlýsinguna skorinortu sem við skrifuðum undir í Hafnarfirði fyrir ári. Þetta skiptir máli og er góðs viti fyrir framhaldið. Markverður árangur hefur þegar náðst við að framfylgja stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Það er vegna þess að við höfum tekið stórar ákvarðanir – stundum erfiðar ákvarðanir – og við höfum staðið þétt saman við að fylgja þeim eftir. Þannig vinnur verkstjórn og þannig vinnum við sigra. Gleðjumst þegar gengur vel Á fyrsta ári nýrrar ríkisstjórnar hafa vextir lækkað og verðbólga minnkað. Frá því að fyrri ríkisstjórn fór frá höfum við séð 5 vaxtalækkanir og minnstu verðbólgu frá árinu 2020. Með hressilegri tiltekt höfum við helmingað hallann í fjárlögum og lækkað ríkisskuldir um 7,5% af vergri landsframleiðslu. Allt á einu ári. Lægri vextir skila hátt í 60 þúsund krónum á hverjum mánuði í veski meðalheimilis með óverðtryggt íbúðalán. Með áframhaldandi stefnufestu munu vextir lækka enn frekar og þá mun atvinnulífið eiga þess kost að fá fjármagn til uppbyggingar á viðunandi kjörum. Á sama tíma pössum við upp á velferðina – byggjum hjúkrunarheimili, lögum vegi, göngum til verka í orkumálum, fjölgum íbúðum, tökum á útlendingamálum og hristum upp í kerfinu til að ríkið virki. Þá höfum við gert skurk í lagfæringum á kerfum sem eiga að tryggja fólki öruggar tekjur um ævina alla – með umbótum félags- og húsnæðismálaráðherra á kerfi almannatrygginga og fæðingarorlofi svo dæmi séu nefnd. En við vitum að betur má ef duga skal og frekari skref verða tekin í þessum efnum á kjörtímabilinu. Þetta eru nokkur dæmi um góðan árangur á liðnu ári en fleira mætti nefna. Hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt? Því er þó ekki að neita að skakkaföll hafa orðið í atvinnulífi á undanförnum misserum – til dæmis vegna bilunar í álveri, gjaldþrots í flugrekstri og samdráttar í veiðiheimildum. Þá höfum við þurft að sinna hagsmunagæslu fyrir Ísland af fullum þunga vegna ýmissa vendinga í alþjóðamálum. Það höfum við gert með órofa samstöðu gegn ríkjum sem ala á ófriði í okkar heimshluta en einnig í samskiptum við bandalagsríki okkar í Evrópusambandinu og í Atlantshafsbandalaginu, svo sem með einarðri baráttu gegn tollum og öðrum viðskiptahindrunum. Þar hefur reynsla og framganga utanríkisráðherra vegið þungt í þágu Íslands. Nokkuð hefur borið á úrtöluröddum sem nýta tækifærið við hverja þraut til að hvetja ríkisstjórnina til að hverfa af leið. Mjög hefur verið þrýst á stjórnarmeirihlutann að falla frá aðgerðum og erfiðum ákvörðunum sem eru til þess fallnar að laga afkomu ríkisins. En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt? Við megum ekki bogna þó á móti blási. Því að þá er hætt við að við glutrum niður góðum árangri við að ná aftur stjórn á stöðu efnahagsmála og hefja kraftmikla uppbyggingu um land allt. Áfram samstíga á nýju ári Þetta er gangur lífsins. Skemmst er að minnast ágjafar sem fyrri ríkisstjórn fékk í fangið og leysti vel á marga lund – þegar heimsfaraldur gekk yfir og jarðhræringar hófust í Grindavík. Stundum siglum við mótvind en þá er brýnt að hrekjast ekki af leið. Við erum lánsöm þjóð og mikils megnug. Gleðjumst þegar gengur vel. Skemmtum ekki skrattanum með sundurlyndi – heldur stöndum saman þegar reynir á og herðum okkur þar sem betur má fara. Þannig byggjum við Ísland. Ég hlakka til að vinna áfram með samstíga ríkisstjórn og Alþingi Íslendinga á nýju ári. Höfundur er forsætisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Við getum gert betur Einar Bárðarson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Skoðun Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins var mynduð á þessum degi fyrir réttu ári. Það var gleðidagur, eins og alltaf þegar sól fer hækkandi. Í þetta sinn eftir sögulegar kosningar þar sem þjóðin valdi nýtt upphaf. Það hefur verið heiður lífs míns að vinna í þjónustu þjóðar sem forsætisráðherra. Ég er þakklát fyrir traustið og stuðninginn á hverjum einasta degi. Og ég gleðst yfir árangri og verkgleði samráðherra minna og stjórnarráðsins alls á liðnu ári. Samstíga ríkisstjórn Við gerum okkar besta fyrir fólkið í landinu og fyrir Ísland til framtíðar. Margt hefur gengið vel. Margt getum við gert betur og stundum lendum við í mótvindi. En við hétum því að vera samstíga ríkisstjórn og það hefur gefist vel – bæði í sigri og þraut. Á milli okkar Þorgerðar og Ingu ríkir sérstakt traust og vinátta. Og það er full málefnaleg samstaða á milli stjórnarflokka um stefnuyfirlýsinguna skorinortu sem við skrifuðum undir í Hafnarfirði fyrir ári. Þetta skiptir máli og er góðs viti fyrir framhaldið. Markverður árangur hefur þegar náðst við að framfylgja stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Það er vegna þess að við höfum tekið stórar ákvarðanir – stundum erfiðar ákvarðanir – og við höfum staðið þétt saman við að fylgja þeim eftir. Þannig vinnur verkstjórn og þannig vinnum við sigra. Gleðjumst þegar gengur vel Á fyrsta ári nýrrar ríkisstjórnar hafa vextir lækkað og verðbólga minnkað. Frá því að fyrri ríkisstjórn fór frá höfum við séð 5 vaxtalækkanir og minnstu verðbólgu frá árinu 2020. Með hressilegri tiltekt höfum við helmingað hallann í fjárlögum og lækkað ríkisskuldir um 7,5% af vergri landsframleiðslu. Allt á einu ári. Lægri vextir skila hátt í 60 þúsund krónum á hverjum mánuði í veski meðalheimilis með óverðtryggt íbúðalán. Með áframhaldandi stefnufestu munu vextir lækka enn frekar og þá mun atvinnulífið eiga þess kost að fá fjármagn til uppbyggingar á viðunandi kjörum. Á sama tíma pössum við upp á velferðina – byggjum hjúkrunarheimili, lögum vegi, göngum til verka í orkumálum, fjölgum íbúðum, tökum á útlendingamálum og hristum upp í kerfinu til að ríkið virki. Þá höfum við gert skurk í lagfæringum á kerfum sem eiga að tryggja fólki öruggar tekjur um ævina alla – með umbótum félags- og húsnæðismálaráðherra á kerfi almannatrygginga og fæðingarorlofi svo dæmi séu nefnd. En við vitum að betur má ef duga skal og frekari skref verða tekin í þessum efnum á kjörtímabilinu. Þetta eru nokkur dæmi um góðan árangur á liðnu ári en fleira mætti nefna. Hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt? Því er þó ekki að neita að skakkaföll hafa orðið í atvinnulífi á undanförnum misserum – til dæmis vegna bilunar í álveri, gjaldþrots í flugrekstri og samdráttar í veiðiheimildum. Þá höfum við þurft að sinna hagsmunagæslu fyrir Ísland af fullum þunga vegna ýmissa vendinga í alþjóðamálum. Það höfum við gert með órofa samstöðu gegn ríkjum sem ala á ófriði í okkar heimshluta en einnig í samskiptum við bandalagsríki okkar í Evrópusambandinu og í Atlantshafsbandalaginu, svo sem með einarðri baráttu gegn tollum og öðrum viðskiptahindrunum. Þar hefur reynsla og framganga utanríkisráðherra vegið þungt í þágu Íslands. Nokkuð hefur borið á úrtöluröddum sem nýta tækifærið við hverja þraut til að hvetja ríkisstjórnina til að hverfa af leið. Mjög hefur verið þrýst á stjórnarmeirihlutann að falla frá aðgerðum og erfiðum ákvörðunum sem eru til þess fallnar að laga afkomu ríkisins. En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt? Við megum ekki bogna þó á móti blási. Því að þá er hætt við að við glutrum niður góðum árangri við að ná aftur stjórn á stöðu efnahagsmála og hefja kraftmikla uppbyggingu um land allt. Áfram samstíga á nýju ári Þetta er gangur lífsins. Skemmst er að minnast ágjafar sem fyrri ríkisstjórn fékk í fangið og leysti vel á marga lund – þegar heimsfaraldur gekk yfir og jarðhræringar hófust í Grindavík. Stundum siglum við mótvind en þá er brýnt að hrekjast ekki af leið. Við erum lánsöm þjóð og mikils megnug. Gleðjumst þegar gengur vel. Skemmtum ekki skrattanum með sundurlyndi – heldur stöndum saman þegar reynir á og herðum okkur þar sem betur má fara. Þannig byggjum við Ísland. Ég hlakka til að vinna áfram með samstíga ríkisstjórn og Alþingi Íslendinga á nýju ári. Höfundur er forsætisráðherra.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun