Innherji

Minnkar vægi er­lendra hluta­bréfa og býst við „mun minni upp­skeru“ vestan­hafs

Hörður Ægisson skrifar
Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Birtu, sem er fjórði stærsti lífeyrissjóður landsins.
Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Birtu, sem er fjórði stærsti lífeyrissjóður landsins.

Ólíkt öðrum stærstu lífeyrissjóðum landsins þá hefur Birta sett sér það markmið fyrir komandi ár að minnka áfram vægi erlendra hlutabréfa í eignasafninu. Stjórnendur sjóðsins benda á að með hliðsjón af efnahagshorfum og verðlagningu á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum, einkum í Bandaríkjunum, þá ættu fjárfestar að „vonast eftir hinu besta en undirbúa sig fyrir eitthvað minna.“


Tengdar fréttir

Gott gengi tækni­fyrir­tækja hefur aukið samþjöppun er­lendra eigna líf­eyris­sjóða

Með auknu vægi bandarískra tæknifyrirtækja í heimsvísitölu hlutabréfa hefur orðið talsverð samþjöppun þegar litið er til erlendra hlutabréfafjárfestinga íslensku lífeyrissjóðanna á síðustu árum, samkvæmt greiningu Seðlabankans, og eignarhlutur tíu stærstu félaganna í eignasöfnum sjóðanna nemur núna samanlagt um tíu prósent af öllum erlendum eignum þeirra. Miklar lækkanir hafa einkennt bandaríska hlutabréfamarkaðinn á undanförnum vikum en fjárfestingarstefnur lífeyrissjóðanna hér á landi fyrir árið 2025 sýna að sjóðirnir ætla sér að fara varlega í að auka vægi sitt frekar í erlendum eignum eins og sakir standa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×