Markaðsvextir rjúka upp þegar verðbólgan mældist vel yfir spám
Ávöxtunarkrafa ríkisskuldabréfa hefur rokið upp í morgun eftir að nýjar verðbólgutölur sýndu að hún hækkaði langt umfram spár greinenda og mælist núna 4,5 prósent. Tólf mánaða verðbólgan er komin á nánast sama stað og hún var í byrjun ársins.
Tengdar fréttir
Hagkerfið vex undir getu og tapaðar útflutningstekjur gætu verið 200 milljarðar
Þótt hagvöxtur hafi verið meiri en Seðlabankinn reiknaði með á þriðja fjórðungi þá munu þeir þjóðhagsreikningar ósennilega ríða baggamuninn við næstu vaxtaákvörðun peningastefnunefndar, að mati aðalhagfræðings Kviku. Hann segir tölurnar ekki breyta stóru myndinni sem sýni að hagkerfið er að vaxa undir getu með tilheyrandi framleiðsluslaka og glataðar útflutningstekjur vegna ýmissa áfalla að undanförnu gætu numið samanlagt numið yfir 200 milljörðum.