Innlent

Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegismynd

Í hádegisfréttum okkar fjöllum við áfram um hið sorglega bílslys sem varð á dögunum í Suður-Afríku þar sem íslensk stúlka lét lífið ásamt ömmu sinni. 

Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum á föstudaginn var að ríkið muni greiða allan kostnað sem hlýst af flutningi þeirra til landsins. 

Einnig verður rætt við forstjóra Samkeppniseftirlitsins sem segir neytendur eiga heimtingu á að eldsneytisverð lækki um áramót þegar lög um kílómetragjald taka gildi. Ekki sé nóg að lækkun eigi sér stað þá heldur þurfi að skoða verðþróun í aðdraganda breytinganna sem og því sem gerist í kjölfarið.

Og að sjálfsögðu kíkjum við í skötuveislu í borginni en skötuilmurinn leggst nú yfir landið eins og venja er á Þorláksmessunni.

Í sportinu verður svo farið yfir kjörið á íþróttamanni ársins en í morgun varð ljóst hverjir koma til greina í valinu sem kynnt verður í byrjun árs. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×