Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Lovísa Arnardóttir skrifar 25. desember 2025 12:00 Foreldrar Margrét Höllu Löf leituðu til margra lækna sem höfðu áhyggjur af því það væri verið að beita þau alvarlegu ofbeldi, Landspítali/Þorkell Þorkelsson Eigi heilbrigðisstarfsmenn erfitt með að túlka ákvæði laga um þagnarskyldu með réttum hætti er tilefni til að skýra það frekar. Það er afstaða Landspítalans samkvæmt svörum. Einnig er það afstaða spítalans að vert sé að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum og að það eigi að vera samræmt þvert á alla heilbrigðisþjónustu. Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, hefur kallað eftir því að ákvæði heilbrigðislaga verði gerð skýrari svo læknar hafi einhver ráð til að bregðast við þegar grunur leikur á að skjólstæðingar þeirra séu beittir svo miklu ofbeldi að líf þeirra liggi við. Alma Möller heilbrigðisráðherra hefur boðað að hún ætli að kalla helstu málsaðila á fund og meta næstu skref svo hægt verði að skýra hvenær heilbrigðisstarfsmenn geti verið undanþegnir þagnarskyldu. Tilefnið er dómur yfir Margréti Höllu Löf í síðustu viku. Hún var dæmd í 16 ára fangelsi fyrir að hafa drepið föður sinn og stórfellda og sérstaklega hættulega líkamsárás gegn móður sinni. Báðir foreldrar hennar höfðu fyrir þessa árás oft leitað til lækna sem margir höfðu áhyggjur af ofbeldinu sem þau voru beitt. Foreldrar hennar vildu þó ekki að málið yrði tilkynnt eða leitað til lögreglu og kom fram í dómi að þau óttuðust viðbrögð dóttur sinnar og annarra. Afstaða Landspítalans varðandi ákvæði laga um þagnarskyldu og rof á henni er að ef heilbrigðisstarfsmenn eigi erfitt með að túlka ákvæðið með réttum hætti sé viðeigandi að skýra það frekar. Þá er það einnig afstaða spítalans að vert sé að skerpa á viðeigandi verklagi innan spítalans og að verklag hvað varðar heimilisofbeldi og tilkynningu þess þurfi að vera samræmt þvert á alla heilbrigðisþjónustu til að tryggja vernd allra sem sæki þjónustuna. Þetta kemur fram í svari frá spítalanum. Lögunum breytt 2023 Þar kemur einnig fram að verklagið eigi að vera það sama óháð starfsstéttum þar sem löggjöfin, lög um heilbrigðisstarfsmenn, nái til allra heilbrigðisstarfsmanna. Lögunum var breytt árið 2023 og ákvæði um þagnarskyldu breytt. Samhliða lagabreytingunni stóð til að vinna verklag af hálfu yfirvalda heilbrigðismála. Afstaða spítalans er að vert sé að skerpa á viðeigandi verklagi innan spítalans og samræmt verklag þurfi að vera þvert á alla heilbrigðisþjónustuna til að tryggja vernd aðila sem sækja þjónustuna. Yrði ranglega túlkað Í svari spítalans kemur fram að þegar lögunum var breytt hafi spítalinn gert athugasemdir við orðalag frumvarpsins þegar drög voru í samráði fyrir þinglega meðferð og lagði áherslu á að hætt væri við að ákvæðið yrði ranglega túlkað. Bent er á að í umsögn Landspítala við frumvarpið hafi komið fram að þrátt fyrir góð og réttmæt markmið myndi frumvarpið ekki hafa þau áhrif sem sóst væri eftir og að það gæti haft þau áhrif að heilbrigðisstarfsmenn gagnálykti út frá ákvæðinu og telji einungis heimilt að tilkynna heimilisofbeldi að undangenginni beiðni sjúklings, þrátt fyrir skýra heimild í 1. málsgrein 17. greinar laga um heilbrigðisstarfsmenn. Þar segir: „Þagnarskylda samkvæmt þessari grein nær ekki til atvika sem heilbrigðisstarfsmanni ber að tilkynna um samkvæmt öðrum lagaákvæðum. Í þeim tilvikum ber heilbrigðisstarfsmanni skylda til að koma upplýsingum um atvikið á framfæri við þar til bær yfirvöld. Enn fremur er heilbrigðisstarfsmanni heimilt, að beiðni sjúklings, að tilkynna til lögreglu heimilisofbeldi eða ofbeldi í nánu sambandi sem ógnað getur lífi eða heilsu sjúklings. Í slíkum tilvikum er heimilt að miðla til lögreglu almennum persónuupplýsingum sjúklings, upplýsingum um áverka sjúklings ásamt öðrum upplýsingum sem varða ofbeldið og aðstæður sjúklingsins og eru taldar nauðsynlegar í þeim tilgangi að lögregla geti gert viðeigandi ráðstafanir til að tryggja nauðsynlega vernd og stuðning við sjúkling. Um trúnaðar- og þagnarskyldu heilbrigðisstarfsmanna gilda jafnframt ákvæði laga um réttindi sjúklinga, ákvæði laga um sjúkraskrár og önnur lög eftir því sem við á.“ Verði að tryggja rétt til lífs Í umsögn spítalans er bent á að fjallað hafi verið um þetta í greinargerð frumvarpsins þar sem segi að í einstaka tilvikum væri heilbrigðisstarfsmanni jafnframt heimilt að tilkynna til lögreglu alvarlegt heimilisofbeldi sem geti ógnað lífi sjúklings á grundvelli rökstuddrar ástæðu vegna brýnnar nauðsynjar eins og segir í 1. mgr. 17. gr. Ákvæði frumvarpsins og ákvæði 1. mgr. 17. gr. laganna verði að túlka saman í samræmi við 2. gr. mannréttindasáttmála Evrópu með þeim hætti að enginn vafi sé á því að stjórnvöld komi til móts við þá skyldu að tryggja réttinn til lífs. Í svari spítalans segir að lokum að það sé afstaða þeirra að ef heilbrigðisstarfsmenn eigi erfitt með að túlka ákvæðið með réttum hætti sé viðeigandi að skýra það frekar. „Það er brýnt að lög sem fjalla um undanþágu frá þagnarskyldu séu eins skýr og mögulegt er. Löggjöf sem kveður á um atriði eins og undanþágu frá þagnarskyldu verður þó alltaf matskennd og er matið ætíð flókið,“ segir í svarinu. Þá segir að enn fremur þurfi stuðningur við starfsfólk að vera fullnægjandi í starfseminni, hvort sem er frá stjórnendum eða öðrum með fagþekkingu á viðkomandi sviði. Þegar kemur að heimilisofbeldismálum þurfi þó ætíð að taka afstöðu sjúklings mjög alvarlega í heildarmati heilbrigðisstarfsmanns þegar til greina komi að rjúfa þagnarskyldu því traust og trúnaðarsamband sjúklings sé undir. Heimilisofbeldi Landspítalinn Manndráp í Súlunesi Heilbrigðismál Eldri borgarar Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Tengdar fréttir Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Ekki er að sjá á dómi héraðsdóms í máli Margrétar Löf að langvarandi heimilisofbeldi hennar gagnvart foreldrum sínum hafi verið tilkynnt til lögreglu. Varaformaður velferðarnefndar telur að mögulega þurfi að skýra betur í lögum hvenær heilbrigðisstarfsmenn mega rjúfa þagnarskyldu komi upp rökstudd ástæða til þess. 18. desember 2025 13:18 Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Um sex hundruð miðar með orðsendingum sem fundust á heimili Margrétar Höllu Hansdóttur Löf og foreldra hennar, þar sem hún myrti föður sinn, vöktu sérstaka athygli rannsóknarlögreglumanna. Svo virðist sem samskipti fjölskyldunnar hafi að miklu leyti farið fram í gegnum miðasendingar og sumar þeirra eru æði hrottalegar. 17. desember 2025 14:57 „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Margrét Halla Löf las upp yfirlýsingu fyrir dómi við upphaf aðalmeðferðar þar sem hún mótmælti lýsingu ákæruvaldsins og lýsti sig saklausa. Í dómi héraðsdóms sem birtur var í dag kemur fram að Margrét hafi þar viðurkennt erfið og stundum líkamleg átök í samskiptum við foreldra sína. Hún sagði hins vegar að aldrei hafi verið um barsmíðar, vopn eða ásetning til að skaða að ræða og lagði áherslu á að umhyggja hefði alltaf verið til staðar þrátt fyrir ágreining. 16. desember 2025 20:31 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, hefur kallað eftir því að ákvæði heilbrigðislaga verði gerð skýrari svo læknar hafi einhver ráð til að bregðast við þegar grunur leikur á að skjólstæðingar þeirra séu beittir svo miklu ofbeldi að líf þeirra liggi við. Alma Möller heilbrigðisráðherra hefur boðað að hún ætli að kalla helstu málsaðila á fund og meta næstu skref svo hægt verði að skýra hvenær heilbrigðisstarfsmenn geti verið undanþegnir þagnarskyldu. Tilefnið er dómur yfir Margréti Höllu Löf í síðustu viku. Hún var dæmd í 16 ára fangelsi fyrir að hafa drepið föður sinn og stórfellda og sérstaklega hættulega líkamsárás gegn móður sinni. Báðir foreldrar hennar höfðu fyrir þessa árás oft leitað til lækna sem margir höfðu áhyggjur af ofbeldinu sem þau voru beitt. Foreldrar hennar vildu þó ekki að málið yrði tilkynnt eða leitað til lögreglu og kom fram í dómi að þau óttuðust viðbrögð dóttur sinnar og annarra. Afstaða Landspítalans varðandi ákvæði laga um þagnarskyldu og rof á henni er að ef heilbrigðisstarfsmenn eigi erfitt með að túlka ákvæðið með réttum hætti sé viðeigandi að skýra það frekar. Þá er það einnig afstaða spítalans að vert sé að skerpa á viðeigandi verklagi innan spítalans og að verklag hvað varðar heimilisofbeldi og tilkynningu þess þurfi að vera samræmt þvert á alla heilbrigðisþjónustu til að tryggja vernd allra sem sæki þjónustuna. Þetta kemur fram í svari frá spítalanum. Lögunum breytt 2023 Þar kemur einnig fram að verklagið eigi að vera það sama óháð starfsstéttum þar sem löggjöfin, lög um heilbrigðisstarfsmenn, nái til allra heilbrigðisstarfsmanna. Lögunum var breytt árið 2023 og ákvæði um þagnarskyldu breytt. Samhliða lagabreytingunni stóð til að vinna verklag af hálfu yfirvalda heilbrigðismála. Afstaða spítalans er að vert sé að skerpa á viðeigandi verklagi innan spítalans og samræmt verklag þurfi að vera þvert á alla heilbrigðisþjónustuna til að tryggja vernd aðila sem sækja þjónustuna. Yrði ranglega túlkað Í svari spítalans kemur fram að þegar lögunum var breytt hafi spítalinn gert athugasemdir við orðalag frumvarpsins þegar drög voru í samráði fyrir þinglega meðferð og lagði áherslu á að hætt væri við að ákvæðið yrði ranglega túlkað. Bent er á að í umsögn Landspítala við frumvarpið hafi komið fram að þrátt fyrir góð og réttmæt markmið myndi frumvarpið ekki hafa þau áhrif sem sóst væri eftir og að það gæti haft þau áhrif að heilbrigðisstarfsmenn gagnálykti út frá ákvæðinu og telji einungis heimilt að tilkynna heimilisofbeldi að undangenginni beiðni sjúklings, þrátt fyrir skýra heimild í 1. málsgrein 17. greinar laga um heilbrigðisstarfsmenn. Þar segir: „Þagnarskylda samkvæmt þessari grein nær ekki til atvika sem heilbrigðisstarfsmanni ber að tilkynna um samkvæmt öðrum lagaákvæðum. Í þeim tilvikum ber heilbrigðisstarfsmanni skylda til að koma upplýsingum um atvikið á framfæri við þar til bær yfirvöld. Enn fremur er heilbrigðisstarfsmanni heimilt, að beiðni sjúklings, að tilkynna til lögreglu heimilisofbeldi eða ofbeldi í nánu sambandi sem ógnað getur lífi eða heilsu sjúklings. Í slíkum tilvikum er heimilt að miðla til lögreglu almennum persónuupplýsingum sjúklings, upplýsingum um áverka sjúklings ásamt öðrum upplýsingum sem varða ofbeldið og aðstæður sjúklingsins og eru taldar nauðsynlegar í þeim tilgangi að lögregla geti gert viðeigandi ráðstafanir til að tryggja nauðsynlega vernd og stuðning við sjúkling. Um trúnaðar- og þagnarskyldu heilbrigðisstarfsmanna gilda jafnframt ákvæði laga um réttindi sjúklinga, ákvæði laga um sjúkraskrár og önnur lög eftir því sem við á.“ Verði að tryggja rétt til lífs Í umsögn spítalans er bent á að fjallað hafi verið um þetta í greinargerð frumvarpsins þar sem segi að í einstaka tilvikum væri heilbrigðisstarfsmanni jafnframt heimilt að tilkynna til lögreglu alvarlegt heimilisofbeldi sem geti ógnað lífi sjúklings á grundvelli rökstuddrar ástæðu vegna brýnnar nauðsynjar eins og segir í 1. mgr. 17. gr. Ákvæði frumvarpsins og ákvæði 1. mgr. 17. gr. laganna verði að túlka saman í samræmi við 2. gr. mannréttindasáttmála Evrópu með þeim hætti að enginn vafi sé á því að stjórnvöld komi til móts við þá skyldu að tryggja réttinn til lífs. Í svari spítalans segir að lokum að það sé afstaða þeirra að ef heilbrigðisstarfsmenn eigi erfitt með að túlka ákvæðið með réttum hætti sé viðeigandi að skýra það frekar. „Það er brýnt að lög sem fjalla um undanþágu frá þagnarskyldu séu eins skýr og mögulegt er. Löggjöf sem kveður á um atriði eins og undanþágu frá þagnarskyldu verður þó alltaf matskennd og er matið ætíð flókið,“ segir í svarinu. Þá segir að enn fremur þurfi stuðningur við starfsfólk að vera fullnægjandi í starfseminni, hvort sem er frá stjórnendum eða öðrum með fagþekkingu á viðkomandi sviði. Þegar kemur að heimilisofbeldismálum þurfi þó ætíð að taka afstöðu sjúklings mjög alvarlega í heildarmati heilbrigðisstarfsmanns þegar til greina komi að rjúfa þagnarskyldu því traust og trúnaðarsamband sjúklings sé undir.
Heimilisofbeldi Landspítalinn Manndráp í Súlunesi Heilbrigðismál Eldri borgarar Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Tengdar fréttir Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Ekki er að sjá á dómi héraðsdóms í máli Margrétar Löf að langvarandi heimilisofbeldi hennar gagnvart foreldrum sínum hafi verið tilkynnt til lögreglu. Varaformaður velferðarnefndar telur að mögulega þurfi að skýra betur í lögum hvenær heilbrigðisstarfsmenn mega rjúfa þagnarskyldu komi upp rökstudd ástæða til þess. 18. desember 2025 13:18 Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Um sex hundruð miðar með orðsendingum sem fundust á heimili Margrétar Höllu Hansdóttur Löf og foreldra hennar, þar sem hún myrti föður sinn, vöktu sérstaka athygli rannsóknarlögreglumanna. Svo virðist sem samskipti fjölskyldunnar hafi að miklu leyti farið fram í gegnum miðasendingar og sumar þeirra eru æði hrottalegar. 17. desember 2025 14:57 „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Margrét Halla Löf las upp yfirlýsingu fyrir dómi við upphaf aðalmeðferðar þar sem hún mótmælti lýsingu ákæruvaldsins og lýsti sig saklausa. Í dómi héraðsdóms sem birtur var í dag kemur fram að Margrét hafi þar viðurkennt erfið og stundum líkamleg átök í samskiptum við foreldra sína. Hún sagði hins vegar að aldrei hafi verið um barsmíðar, vopn eða ásetning til að skaða að ræða og lagði áherslu á að umhyggja hefði alltaf verið til staðar þrátt fyrir ágreining. 16. desember 2025 20:31 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Ekki er að sjá á dómi héraðsdóms í máli Margrétar Löf að langvarandi heimilisofbeldi hennar gagnvart foreldrum sínum hafi verið tilkynnt til lögreglu. Varaformaður velferðarnefndar telur að mögulega þurfi að skýra betur í lögum hvenær heilbrigðisstarfsmenn mega rjúfa þagnarskyldu komi upp rökstudd ástæða til þess. 18. desember 2025 13:18
Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Um sex hundruð miðar með orðsendingum sem fundust á heimili Margrétar Höllu Hansdóttur Löf og foreldra hennar, þar sem hún myrti föður sinn, vöktu sérstaka athygli rannsóknarlögreglumanna. Svo virðist sem samskipti fjölskyldunnar hafi að miklu leyti farið fram í gegnum miðasendingar og sumar þeirra eru æði hrottalegar. 17. desember 2025 14:57
„Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Margrét Halla Löf las upp yfirlýsingu fyrir dómi við upphaf aðalmeðferðar þar sem hún mótmælti lýsingu ákæruvaldsins og lýsti sig saklausa. Í dómi héraðsdóms sem birtur var í dag kemur fram að Margrét hafi þar viðurkennt erfið og stundum líkamleg átök í samskiptum við foreldra sína. Hún sagði hins vegar að aldrei hafi verið um barsmíðar, vopn eða ásetning til að skaða að ræða og lagði áherslu á að umhyggja hefði alltaf verið til staðar þrátt fyrir ágreining. 16. desember 2025 20:31