Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 23. desember 2025 14:52 Magni varar við síðum á borð við verslun „Margrétar“. Samsett Íslensk netverslun auglýsir allt að áttatíu prósent afslátt en við nánari athugun var síðan búin til af gervigreind fyrir örfáum dögum. Slíkar vefsíður eru búnar til til að stela kortanúmerum af saklausum kaupendum að sögn forstöðumanns CERT-IS. Fréttastofa rakst á netverslun sem við fyrstu sýn virðist vera íslensk en hún ber nafnið Margrét Búð. Þar má finna töluvert úrval skartgripa á allt að áttatíu prósenta afslætti. Á borða efst á síðunni stendur að versluninni verði lokað á morgun og því séu vörurnar á slíkum afslætti. Þegar rýnt er nánar í síðuna birtast ýmsir vankantar, líkt og íslenskan sjálf. Á síðunni stendur til dæmis „mín eyrnalokk“ og „mínar hálsmen“. Einnig er ljósmynd, sem á að vera af Margréti sjálfri, en er augljóslega búin til af gervigreind. Hér hefur „Margrét“ skrifað kynningu sem er á vefsíðunni.Skjáskot „Margrét“ á að hafa verið að störfum í yfir tuttugu ár en er núna að loka versluninni og því er allt á afslætti. Við nánari athugun var vefsíðan hins vegar búin til þann 17. desember 2025. Magni Sigurðsson, forstöðumaður CERT-IS, segist hafa rekist á nokkrar netverslanir á síðustu mánuðum með íslenskum nöfnum. „Það eru nokkrar þannig búnar að spretta upp á síðustu vikum og það er í rauninni ekki mikið á bak við þetta heldur fara færslur af korti hjá fólki. Við höfum séð að það er verið að nota íslensk nöfn í vefsíðunum og svo er einhver hlutur eins og skartgripur auglýstur,“ segir Magni. Stela kortanúmerum og endurselja frá öðrum Síðurnar á íslensku eru tiltölulega nýleg uppfinning en einnig hafa óprúttnir aðilar búið til vefsíður sem líkjast þekktum netverslunum á við Boozt og Asos. „Þessir aðilar setja upp gervisíður sem er ekkert á bak við til að komast yfir kortanúmer og framkvæma færslur á kortum hjá einstaklingum. Fólk þarf að hugsa sig tvisvar um áður en það kaupir vörur sem eru langt undir eðlilegu verði og þegar verslað er á vefsíðum sem það hefur ekki heyrt af,“ segir Magni. Flestar ljósmyndirnar af skartgripum „Margrétar“ eru teknar af erlendum netverslunum á borð við Amazon, Etsy og Temu. Magni segir að stundum sé kortaupplýsingum ekki einungis stolið og fá kaupendurnir vörurnar heim en það séu ekki vörurnar sem fólk hélt að það væri að kaupa. „Við höfum líka séð dæmi þar sem er verið að endurselja vörur af Ali Express og Temu á hærra verði en samt sem áður er ekkert á bak við þessar síður. Fólk er að fá eitthvað drasl í hendurnar,“ segir hann. „Þetta eru fjársvik (e. fraud) eins og bankarnir myndu kalla það.“ Mögulegt að auglýsingum sé beint að eldra fólki Almennt er talið að eldra fólk sé líklegra til að falla fyrir slíkum prettum. Að sögn Magna eru síðurnar mikið auglýstar á Facebook en þau hafi þó ekki kannað hvort auglýsingunum sé sérstaklega beint að eldra fólki. „En það er ekkert ólíklegt að slíkt sé.“ Hann ítrekar að fólk þurfi að vera á varðbergi þegar það verslar á netinu, jafnvel þótt vefsíðurnar líti út fyrir að vera íslenskar. Neytendur Gervigreind Netöryggi Netglæpir Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Fréttastofa rakst á netverslun sem við fyrstu sýn virðist vera íslensk en hún ber nafnið Margrét Búð. Þar má finna töluvert úrval skartgripa á allt að áttatíu prósenta afslætti. Á borða efst á síðunni stendur að versluninni verði lokað á morgun og því séu vörurnar á slíkum afslætti. Þegar rýnt er nánar í síðuna birtast ýmsir vankantar, líkt og íslenskan sjálf. Á síðunni stendur til dæmis „mín eyrnalokk“ og „mínar hálsmen“. Einnig er ljósmynd, sem á að vera af Margréti sjálfri, en er augljóslega búin til af gervigreind. Hér hefur „Margrét“ skrifað kynningu sem er á vefsíðunni.Skjáskot „Margrét“ á að hafa verið að störfum í yfir tuttugu ár en er núna að loka versluninni og því er allt á afslætti. Við nánari athugun var vefsíðan hins vegar búin til þann 17. desember 2025. Magni Sigurðsson, forstöðumaður CERT-IS, segist hafa rekist á nokkrar netverslanir á síðustu mánuðum með íslenskum nöfnum. „Það eru nokkrar þannig búnar að spretta upp á síðustu vikum og það er í rauninni ekki mikið á bak við þetta heldur fara færslur af korti hjá fólki. Við höfum séð að það er verið að nota íslensk nöfn í vefsíðunum og svo er einhver hlutur eins og skartgripur auglýstur,“ segir Magni. Stela kortanúmerum og endurselja frá öðrum Síðurnar á íslensku eru tiltölulega nýleg uppfinning en einnig hafa óprúttnir aðilar búið til vefsíður sem líkjast þekktum netverslunum á við Boozt og Asos. „Þessir aðilar setja upp gervisíður sem er ekkert á bak við til að komast yfir kortanúmer og framkvæma færslur á kortum hjá einstaklingum. Fólk þarf að hugsa sig tvisvar um áður en það kaupir vörur sem eru langt undir eðlilegu verði og þegar verslað er á vefsíðum sem það hefur ekki heyrt af,“ segir Magni. Flestar ljósmyndirnar af skartgripum „Margrétar“ eru teknar af erlendum netverslunum á borð við Amazon, Etsy og Temu. Magni segir að stundum sé kortaupplýsingum ekki einungis stolið og fá kaupendurnir vörurnar heim en það séu ekki vörurnar sem fólk hélt að það væri að kaupa. „Við höfum líka séð dæmi þar sem er verið að endurselja vörur af Ali Express og Temu á hærra verði en samt sem áður er ekkert á bak við þessar síður. Fólk er að fá eitthvað drasl í hendurnar,“ segir hann. „Þetta eru fjársvik (e. fraud) eins og bankarnir myndu kalla það.“ Mögulegt að auglýsingum sé beint að eldra fólki Almennt er talið að eldra fólk sé líklegra til að falla fyrir slíkum prettum. Að sögn Magna eru síðurnar mikið auglýstar á Facebook en þau hafi þó ekki kannað hvort auglýsingunum sé sérstaklega beint að eldra fólki. „En það er ekkert ólíklegt að slíkt sé.“ Hann ítrekar að fólk þurfi að vera á varðbergi þegar það verslar á netinu, jafnvel þótt vefsíðurnar líti út fyrir að vera íslenskar.
Neytendur Gervigreind Netöryggi Netglæpir Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent