Fótbolti

Iwobi og Lookman á­berandi í sigri Nígeríu

Sindri Sverrisson skrifar
Alex Iwobi átti tvær stoðsendingar í dag.
Alex Iwobi átti tvær stoðsendingar í dag. Getty

Atalanta-maðurinn Ademola Lookman sá til þess að Nígería næði í öll þrjú stigin í fyrsta leik sínum á Afríkumótinu í fótbolta, með 2-1 sigri gegn Tansaníu í dag.

Lookman skoraði glæsilegt sigurmark á 52. mínútu þegar hann fann leið fyrir boltann í gegnum hóp varnarmanna, með góðu skoti rétt utan teigs.

Semi Ajayi, miðvörður Hull City, kom Nígeríu í 1-0 í leiknum og líkt og í marki Lookmans þá var það Fulham-maðurinn Alex Iwobi sem átti stoðsendinguna.

Tansanía veitti Nígeríu mikla keppni og jafnaði metin með marki frá Charles M‘Mombwa auk þess að fá færi til að jafna metin aftur eftir mark Lookmans.

Síðar í kvöld mætast Túnis og Úganda í sama riðli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×