Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 24. desember 2025 11:30 Konurnar tvær, Belinda og Karen, sögðu farir sínar langt frá því sléttar eftir leigubílaferðina. Tvær ástralskar ferðakonur sem voru rukkaðar um hátt í þrjátíu þúsund krónur fyrir ferð sem átti að kosta þær sjö þúsund krónur, eftir að þeim var ekið á rangan áfangastað, fá fargjaldið endurgreitt úr vasa leigubílstjórans. Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa kvað upp úrskurð þess efnis á dögunum. Fréttastofa fjallaði um málið í vor, en lögfræðingur sem aðstoðaði konurnar að leita réttar síns lýsti málsatvikum á þann veg að þær hafi pantað leigubíl úr miðborg Reykjavíkur og viljað fara í norðurljósaferð sem átti að byrja við Bláfjallaveg í Hafnarfirði. Leigubílstjóri, sem hafi þóst starfa fyrir Hreyfil, hafi hins vegar ekið þeim að skíðasvæðinu í Bláfjöllum, þrátt fyrir andmæli kvennanna. Leigubílstjórinn ók konunum aðra leið en þær óskuðu eftir.Vísir Þegar leigubílstjóranum hafi orðið ljóst að konurnar vissu að hann væri ekki að fara með þær á réttan áfangastað hafi hann ekið þeim í Hafnarfjörð, þaðan sem norðurljósatúrinn var löngu farinn. Enginn hafi verið á starfsstöð ferðaþjónustufyrirtækisins sem hélt úti túrnum og kalt og dimmt úti í hrauninu í Hafnarfirði. Fyrir ferðina hafi þær þurft að reiða fram 27.500 krónur, en uppgefið áætlað verð fyrir ferðina hafi verið um 7.000 krónur. Sjá einnig: Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Konurnar tvær, Belinda og Karen, lýstu í samtali við fréttastofu ógnandi hegðun leigubílstjórans meðan á ferðinni stóð. Hann hafi öskrað á þær og verið árásargjarn. Málið fór fyrir kærunefnd vöru- og þjónustukaupa en þar gerði önnur konan kröfu á hendur bílstjóranum um 52.299 krónur vegna fargjaldsins, fjártjónsins sem hún hlaut af því að hafa misst af ferðinni og tjóns sem hún taldi sig hafa hlotið af því að hluti dvalar hennar hefði farið forgörðum. Hin konan gerði kröfu um að hann greiddi henni fargjald fyrir leigubílaferð með annarri leigubílaþjónustu frá starfsstöð ferðaþjónustufyrirtækisins í Hafnarfirði að hóteli þeirra í miðborginni eftir ferðina. Hún gerði sömuleiðis kröfu vegna tjóns sem hún taldi sig hafa hlotið af því að hluti Íslandsdvalarinnar hefði farið forgörðum. Krafa hennar nam í heildina 24.564 krónum. Kenndi Google maps um Við málsmeðferð lýsti leigubílstjórinn yfir furðu á kvörtun kvennanna og sagði samskipti þeirra hafa verið góð, þvert á frásagnir kvennanna. Hann sagði konurnar hafa pantað nokkrar ferðir hjá sér og hann ekið þeim samkvæmt leiðarlýsingu á Google maps. Í umrætt sinn hafi Google maps gefið upp ranga leið og þegar það varð ljóst hafi konurnar breytt um áfangastað í forritinu, sem hafi verið í um 37 mínútna akstursfjarlægð. Endanlegt verð samkvæmt mæli hafi verið 30.250 krónur en hann gefið þeim afslátt og rukkað um 27.000 krónur. Úrskurðarnefndin féllst á kröfu um endurgreiðslu á fargjaldinu að upphæð 27.500 krónur og á greiðslu upp á 11.770 krónur vegna norðurljósaferðarinnar sem konurnar misstu af. Leigubílstjóranum ber því að greiða annarri konunni 39.270 krónur. Nefndin féllst einnig á kröfu hinnar konunnar um að leigubílstjórinn greiði fargjaldið sem konurnar greiddu annarri leigubílaþjónustu vegna ferðar úr Hafnarfirði að hótelinu umrætt kvöld. Sú krafa nemur í heildina 10.535 krónum. Nefndin féllst ekki á kröfur kvennanna um að leigubílstjórinn skyldi greiða þeim bætur vegna þess tjóns sem þær töldu sig hafa orðið fyrir með því að hafa misst af hluta Íslandsdvalar þeirra vegna uppákomunnar. Konurnar voru ekki taldar hafa sýnt fram á fjárhagslegt tjón vegna atviksins og nefndin benti á að hún hefði ekki heimild samkvæmt lögum um úrskurðaraðila á sviði neytendamála til að taka til greina kröfur um miska. Loks ber leigubílstjóranum að greiða fimmtán þúsund króna málskostnaðargjald. Leigubílar Úrskurðar- og kærunefndir Ferðaþjónusta Samgöngur Norðurljós Tengdar fréttir Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Tvær ástralskar ferðakonur lýsa martraðakenndri leigubílaferð hér á landi, þar sem ekið var með þær upp að skíðasvæðinu í Bláfjöllum, þvert á óskir þeirra. Þær hafi verið rukkaðar um hátt í þrjátíu þúsund krónur, en ferðin hafi átt að kosta um sjö þúsund. 12. maí 2025 20:53 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Sjá meira
Fréttastofa fjallaði um málið í vor, en lögfræðingur sem aðstoðaði konurnar að leita réttar síns lýsti málsatvikum á þann veg að þær hafi pantað leigubíl úr miðborg Reykjavíkur og viljað fara í norðurljósaferð sem átti að byrja við Bláfjallaveg í Hafnarfirði. Leigubílstjóri, sem hafi þóst starfa fyrir Hreyfil, hafi hins vegar ekið þeim að skíðasvæðinu í Bláfjöllum, þrátt fyrir andmæli kvennanna. Leigubílstjórinn ók konunum aðra leið en þær óskuðu eftir.Vísir Þegar leigubílstjóranum hafi orðið ljóst að konurnar vissu að hann væri ekki að fara með þær á réttan áfangastað hafi hann ekið þeim í Hafnarfjörð, þaðan sem norðurljósatúrinn var löngu farinn. Enginn hafi verið á starfsstöð ferðaþjónustufyrirtækisins sem hélt úti túrnum og kalt og dimmt úti í hrauninu í Hafnarfirði. Fyrir ferðina hafi þær þurft að reiða fram 27.500 krónur, en uppgefið áætlað verð fyrir ferðina hafi verið um 7.000 krónur. Sjá einnig: Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Konurnar tvær, Belinda og Karen, lýstu í samtali við fréttastofu ógnandi hegðun leigubílstjórans meðan á ferðinni stóð. Hann hafi öskrað á þær og verið árásargjarn. Málið fór fyrir kærunefnd vöru- og þjónustukaupa en þar gerði önnur konan kröfu á hendur bílstjóranum um 52.299 krónur vegna fargjaldsins, fjártjónsins sem hún hlaut af því að hafa misst af ferðinni og tjóns sem hún taldi sig hafa hlotið af því að hluti dvalar hennar hefði farið forgörðum. Hin konan gerði kröfu um að hann greiddi henni fargjald fyrir leigubílaferð með annarri leigubílaþjónustu frá starfsstöð ferðaþjónustufyrirtækisins í Hafnarfirði að hóteli þeirra í miðborginni eftir ferðina. Hún gerði sömuleiðis kröfu vegna tjóns sem hún taldi sig hafa hlotið af því að hluti Íslandsdvalarinnar hefði farið forgörðum. Krafa hennar nam í heildina 24.564 krónum. Kenndi Google maps um Við málsmeðferð lýsti leigubílstjórinn yfir furðu á kvörtun kvennanna og sagði samskipti þeirra hafa verið góð, þvert á frásagnir kvennanna. Hann sagði konurnar hafa pantað nokkrar ferðir hjá sér og hann ekið þeim samkvæmt leiðarlýsingu á Google maps. Í umrætt sinn hafi Google maps gefið upp ranga leið og þegar það varð ljóst hafi konurnar breytt um áfangastað í forritinu, sem hafi verið í um 37 mínútna akstursfjarlægð. Endanlegt verð samkvæmt mæli hafi verið 30.250 krónur en hann gefið þeim afslátt og rukkað um 27.000 krónur. Úrskurðarnefndin féllst á kröfu um endurgreiðslu á fargjaldinu að upphæð 27.500 krónur og á greiðslu upp á 11.770 krónur vegna norðurljósaferðarinnar sem konurnar misstu af. Leigubílstjóranum ber því að greiða annarri konunni 39.270 krónur. Nefndin féllst einnig á kröfu hinnar konunnar um að leigubílstjórinn greiði fargjaldið sem konurnar greiddu annarri leigubílaþjónustu vegna ferðar úr Hafnarfirði að hótelinu umrætt kvöld. Sú krafa nemur í heildina 10.535 krónum. Nefndin féllst ekki á kröfur kvennanna um að leigubílstjórinn skyldi greiða þeim bætur vegna þess tjóns sem þær töldu sig hafa orðið fyrir með því að hafa misst af hluta Íslandsdvalar þeirra vegna uppákomunnar. Konurnar voru ekki taldar hafa sýnt fram á fjárhagslegt tjón vegna atviksins og nefndin benti á að hún hefði ekki heimild samkvæmt lögum um úrskurðaraðila á sviði neytendamála til að taka til greina kröfur um miska. Loks ber leigubílstjóranum að greiða fimmtán þúsund króna málskostnaðargjald.
Leigubílar Úrskurðar- og kærunefndir Ferðaþjónusta Samgöngur Norðurljós Tengdar fréttir Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Tvær ástralskar ferðakonur lýsa martraðakenndri leigubílaferð hér á landi, þar sem ekið var með þær upp að skíðasvæðinu í Bláfjöllum, þvert á óskir þeirra. Þær hafi verið rukkaðar um hátt í þrjátíu þúsund krónur, en ferðin hafi átt að kosta um sjö þúsund. 12. maí 2025 20:53 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Sjá meira
Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Tvær ástralskar ferðakonur lýsa martraðakenndri leigubílaferð hér á landi, þar sem ekið var með þær upp að skíðasvæðinu í Bláfjöllum, þvert á óskir þeirra. Þær hafi verið rukkaðar um hátt í þrjátíu þúsund krónur, en ferðin hafi átt að kosta um sjö þúsund. 12. maí 2025 20:53
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent