Veður

Gefur lítið fyrir stað­hæfingar um nýfallið hitamet

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Vísir/Bjarni

„Einn öfgafyllsti atburður sem hefur sést í loftslagssögu heimsins,“ stendur í færslu notanda á X sem fylgist með óvenjulegu hitastigi um allan heim en hitamet var slegið í gær. Íslenskur veðurfræðingur gefur lítið fyrir staðhæfinguna.

Hitinn mældist 19,8 stig á Seyðisfirði í nótt og var þar með desemberhitameti slegið. Áður var metið 19,7 stig sem mældist á Kvískerjum 2019.

„Algjör geðveiki á Íslandi,“ skrifar notandinn í hástöfum. Hann tekur fram að hitastigið hafi verið tíu gráðum yfir meðalhitanum í júlí og því hafi verið heitara í gær heldur en alla jafna á sumrin.

Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur segir að það sé „dálítið vel í lagt“ að halda því fram slíkum staðhæfingum um hitametið. 

„Desemberhitametið seint í gærkvöldi fór ekki fram hjá þeim sem fylgjast grannt með afbrigðilegum hita (og kulda) um gjörvalla veröldina,“ skrifar Einar í færslu á Facebook.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×