Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 26. desember 2025 06:31 Fyrr á árinu samþykkti þing Evrópusambandsins skýrslu um málefni norðurslóða með miklum meirihuta atkvæða þar sem stofnanir þess voru hvattar til að beita sér fyrir því að Grænland færi undir stjórn sambandsins auk Íslands og Noregs. Þá var enn fremur lögð áherzla á mikilvægi náttúruauðlinda landanna fyrir Evrópusambandið. Með öðrum orðum er langur vegur frá því að stjórnvöld í Bandaríkjunum séu ein um það að sækjast eftir því að ná yfirráðum yfir Grænlandi og ásælast auðlindir landsins. Hið sama á við um Evrópusambandið auk yfirráða yfir Íslandi og Noregi og auðlindum þeirra. Í meginatriðum er hugsunin sú sama. Landfræðileg útþenslustefna. „Heimsálfan okkar hefur orðið vitni að ítrekuðum tilraunum til þess að sameina hana; Sesar, Karlamagnús og Napóleon ásamt öðrum. Markmiðið hefur verið að sameina álfuna með vopnavaldi, með sverðinu. Við viljum hins vegar sameina hana með pennanum. Mun penninn ná árangri þar sem sverðið hefur endanlega beðið ósigur?“ Með þessum hætti komst Valéry Giscard d’Estaing, fyrrverandi forseti Frakklands, að orði í ræðu sem hann flutti árið 2003 þegar hann tók við verðlaunum fyrir framlag sitt til samrunaþróunarinnar innan Evrópusambandsins. Markmiðið væri með öðrum orðum í grunninn það sama og hjá stórveldum fyrri alda en aðferðin önnur. Frá upphafi hefur markmiðið með samrunanum innan Evrópusambandsins og forvera þess verið að til yrði sambandsríki. Þetta kemur til að mynda fram í Schuman-yfirlýsingunni frá árinu 1950 sem markaði upphaf sambandsins. Unnið hefur verið jafnt og þétt að því markmiði síðan og hefur Evrópusambandið öðlast sífellt fleiri einkenni ríkis. Tal Donalds Trump Bandaríkjaforseta um málefni Grænlands hefur vitanlega á engan hátt verið ásættanlegt en hið sama á að sjálfsögðu við um ásælni Evrópusambandsins í garð landsins. Markmið sambandsins er í grunninn það sama. Að tryggja sér yfirráð yfir Grænlandi og auðlindum þess líkt og í tilfelli Íslands. Með pennanum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Fyrr á árinu samþykkti þing Evrópusambandsins skýrslu um málefni norðurslóða með miklum meirihuta atkvæða þar sem stofnanir þess voru hvattar til að beita sér fyrir því að Grænland færi undir stjórn sambandsins auk Íslands og Noregs. Þá var enn fremur lögð áherzla á mikilvægi náttúruauðlinda landanna fyrir Evrópusambandið. Með öðrum orðum er langur vegur frá því að stjórnvöld í Bandaríkjunum séu ein um það að sækjast eftir því að ná yfirráðum yfir Grænlandi og ásælast auðlindir landsins. Hið sama á við um Evrópusambandið auk yfirráða yfir Íslandi og Noregi og auðlindum þeirra. Í meginatriðum er hugsunin sú sama. Landfræðileg útþenslustefna. „Heimsálfan okkar hefur orðið vitni að ítrekuðum tilraunum til þess að sameina hana; Sesar, Karlamagnús og Napóleon ásamt öðrum. Markmiðið hefur verið að sameina álfuna með vopnavaldi, með sverðinu. Við viljum hins vegar sameina hana með pennanum. Mun penninn ná árangri þar sem sverðið hefur endanlega beðið ósigur?“ Með þessum hætti komst Valéry Giscard d’Estaing, fyrrverandi forseti Frakklands, að orði í ræðu sem hann flutti árið 2003 þegar hann tók við verðlaunum fyrir framlag sitt til samrunaþróunarinnar innan Evrópusambandsins. Markmiðið væri með öðrum orðum í grunninn það sama og hjá stórveldum fyrri alda en aðferðin önnur. Frá upphafi hefur markmiðið með samrunanum innan Evrópusambandsins og forvera þess verið að til yrði sambandsríki. Þetta kemur til að mynda fram í Schuman-yfirlýsingunni frá árinu 1950 sem markaði upphaf sambandsins. Unnið hefur verið jafnt og þétt að því markmiði síðan og hefur Evrópusambandið öðlast sífellt fleiri einkenni ríkis. Tal Donalds Trump Bandaríkjaforseta um málefni Grænlands hefur vitanlega á engan hátt verið ásættanlegt en hið sama á að sjálfsögðu við um ásælni Evrópusambandsins í garð landsins. Markmið sambandsins er í grunninn það sama. Að tryggja sér yfirráð yfir Grænlandi og auðlindum þess líkt og í tilfelli Íslands. Með pennanum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar