Handbolti

Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Reynir Þór Stefánsson er farinn að sína hvað hann getur á stóra sviðinu í Þýskalandi.
Reynir Þór Stefánsson er farinn að sína hvað hann getur á stóra sviðinu í Þýskalandi. Vísir/Diego

Hinn ungi og stórefnilegi Reynir Þór Stefánsson átti fínasta leik með MT Melsungen í þýsku bundesligunni í handbolta í kvöld.

MT Melsungen vann þá fimm marka heimasigur á Stuttgart, 33-28, eftir að hafa verið 16-14 yfir í hálfleik. Liðið er í sjöunda sætinu eftir þennan sigur.

Reynir Þór, sem er tvítugur, kom að sex mörkum síns liðs, skoraði þrjú mörk sjálfur og átti þrjár stoðsendingar að auki.

Reynir varð tvöfaldur meistari með Fram í fyrra og skipti yfir í þýska boltann í sumar. Hann missti af stórum hluta tímabilsins vegna veikinda en er nú kominn á fulla ferð.

Landsliðslínumaðurinn Arnar Freyr Arnarson skoraði xx mörk í leiknum, þar af eitt mark eftir að hafa fengið stoðsendingu frá Reyni.

Reynir og Arnar voru báðir með þrjú mörk í fyrri hálfleik og sex af sextán mörkum liðsins í hálfleiknum voru því íslensk.

Reynir nýtti þrjú af fjórum skotum en Arnar nýtti öll þrjú skot sín.

Lærisveinar Rúnars Sigtryggssonar í HSG Wetzlar töpuðu með þriggja marka mun á útivelli á móti Lemgo, 28-25. Wetzlar situr áfram í fallsæti.

Lærisveinar Arnórs Þórs Gunnarssonar í Bergischer HC töpuðu með sjö marka mun á útivelli á móti Flensburg-Handewitt, 36-29. Bergischer HC er í fimmtánda sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×