Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Jón Þór Stefánsson skrifar 28. desember 2025 13:01 Fréttir af sakamálum voru ansi margar á árinu sem nú er að líða. Sakamál voru í brennidepli hér á landi árið 2025. Fjögur manndrápsmál komu upp á árinu, þar sem samanlagt fimm létu lífið. Jafnframt komu upp mörg önnur skelfileg mál. Þar má nefna þó nokkrar stunguárásir, alvarleg kynferðisbrot og íkveikjumál. Sjá nánar: Sakamálin sem skóku þjóðina 2024 Mörg þessara mála fönguðu athygli þjóðarinnar. Hér að neðan verður fjallað um helstu sakamál ársins sem senn er á enda. Líkt og áður segir komu mörg mál við sögu á þessu ári, og því mörg merkileg sem og alvarleg mál sem komust ekki í þessa samantekt. Stunguárás á nýársnótt Fyrsta stóra sakamálið sem fréttir fóru af hér á landi árið 2025 varðaði stunguárás sem framin var á Kjalarnesi um nýársnótt. Tveir voru alvarlega særðir eftir árásina og sá þriðji, Dimitar Atanasov Koychev, var handtekinn. Mennirnir þrír eru allir á fimmtugsaldri. Árásin var framin í húsnæði sem fyrirtækið Matfugl á og er ætlað starfsfólki félagsins. Dimitar, sem er á fimmtugsaldri, var ákærður fyrir árásina. Honum var gefið að sök að stinga fyrri manninn endurtekið í bakið og hinn í brjóstkassann og kviðinn. Hnífurinn sem hann notaði var samkvæmt ákæru með 11,5 sentímetra löngu blaði. Fyrir vikið hlutu mennirnir báðir lífshættulega áverka. Fyrir dómi vildi Dimitar meina að hann hefði beitt hnífnum í sjálfsvörn í kjölfar handalögmála sem hann hefði reynt að stöðva. Þá sagðist hann einungis muna eftir því að halda á hnífnum, en ekki að hafa beitt honum. Hann hlaut sjö ára fangelsisdóm fyrir tvær tilraunir til manndráps. Nauðgaði fatlaðri konu og fékk aðra til að gera það líka Snemma árs var Sigurjón Ólafsson, karlmaður á sextugsaldri, dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að nauðga andlega fatlaðri konu ítrekað og láta aðra menn sem hann var í samskiptum við nauðga henni. Hann var yfirmaður konunnar og neyddi son hennar til að fylgjast með kynferðislegum athöfnum þeirra. Þó að atburðir málsins hafi átt sér stað fyrir árið 2025, og búið að greina frá ákærunni á hendur Sigurjóni, þá mætti segja að málið hafi komið af stað mikilli umræðu þegar dómur gekk í því. Daginn sem greint var frá dómi Sigurjóns sagði Guðný S. Bjarnadóttir, stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola, að ákæruvaldið þyrfti að útskýra hvers vegna einungis Sigurjón hefði verið ákærður, en ekki mennirnir sem hann hafi fengið til að brjóta líka á konunni. Guðný líkti málinu við mál hinnar frönsku Gisele Pelicot sem var í algleymingi á sama tíma. Anna Lára Steindal, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar, tók í sama streng. „Að sjálfsögðu finnst mér stórkostlega undarlegt að það eru þarna fleiri menn sem eru þekktir gerendur og þeir eru ekki ákærðir,“ segir hún. Í júlí staðfesti síðan ríkissaksóknari ákvörðun héraðssaksóknara um að ákæra ekki fleiri í málinu. Gufunesmálið Það sakamál sem vakti líklega mesta eftirtekt meðal þjóðarinnar á árinu var Gufunesmálið svokallaða. Atburðir þess máls áttu sér stað að kvöldi 10. mars og nóttina þar á eftir. Þá námu tveir menn, þeir Stefán Blackburn, 33 ára og Lúkas Geir Ingvarsson, 22 ára, Hjörleif Hauk Guðmundsson, mann á sjötugsaldri, á brott af heimili hans í Þorlákshöfn. Það gerðu þeir með svokallaðri tálbeituaðgerð, en þær voru mikið í umræðunni í aðdraganda málsins. Þeir höfðu verið í samskiptum við Hjörleif á samfélagsmiðlinum Snapchat og fengu unga konu til að hringja í hann og fá hann upp í bíl til sín. Hjörleifur hrjáðist af sjaldgæfum sjúkdómi sem heitir dæmigerð framheilabilun, sem hafði breytt persónuleika hans. Umræddur sjúkdómur varð til þess að auðveldara var að teyma hann út í vitleysu. Þegar Hjörleifur steig inn í svarta Teslu Stefáns Blackburn læstu tvímenningarnir bílnum. Stefán sagði fyrir dómi að þeir hefðu gefið honum tvo valkosti. Annaðhvort yrðu meint óviðeigandi samskipti hans við stúlkur undir lögaldri gerð opinber og hann niðurlægður, eða hann myndi borga sig út úr þessu. Þegar eiginkona Hjörleifs kom akandi þangað sem tvímenningarnir höfðu farið með Hjörleif, óku þeir frá Þorlákshöfn, settu svartan nælonpoka yfir höfuðið á Hjörleifi, og námu staðar við Hellisheiðarvirkjun vegna þess að bíllinn var að verða rafmagnslaus. „Það var strax komið þvílíkt panikk-ástand í gang. Það átti í fyrsta lagi aldrei að fara út úr Þorlákshöfn og í öðru lagi vorum við komnir í aðstæður sem voru alls ekki planið,“ sagði Stefán. Þar höfðu þeir samband við þriðja sakborninginn, hinn nítján ára gamla Matthías Björn Erlingsson, sem kom á vettvang í kjölfarið. Hjörleifur var svo færður á milli bíla við virkjunina, og honum ekið að iðnaðarbili á Esjumelum í Mosfellsbæ þar sem hann mun hafa verið beittur gríðarlegu ofbeldi. Sakborningarnir þrír deildu um hversu mikinn þátt hver og einn þeirra hefði átt í því. Stefáni tókst þá að komast inn á heimabanka Hjörleifs, en tókst ekki að millifæra af honum. Hjörleifur hafi ekki virst vita lykilorðið til þess. Þar á eftir óku þeir með Hjörleif í Gufunes. Þegar þangað var komið hafi þeim tekist að taka lán á nafni Hjörleifs og millifæra um þrjár milljónir annað. Þeir skildu svo Hjörleif eftir bjarglausan um kalda marsnóttina við göngustíg í Gufunesi. Hann fannst illa haldinn morguninn eftir og lést skömmu síðar. Í lok septembermánaðar hlutu Stefán og Lúkas sautján ára fangelsisdóma í Héraðsdómi Suðurlands fyrir glæpi sína. Matthías hlaut fjórtán ára dóm. Unga konan sem hringdi í Hjörleif var sýknuð. Þá var ungur maður ákærður fyrir að taka við peningunum inn á sinn bankareikning. Hann var sakfelldur en ákvörðun um refsingu hans var frestað skilorðsbundið til tveggja ára. Lúkas, Stefán og Matthías hafa allir áfrýjað dómum sínum til Landsréttar, auk þess sem ríkissaksóknari áfrýjaði sýknu ungu konunnar. Dæmd fyrir að verða föður sínum að bana Neyðarlínunni barst símtal föstudagsmorguninn 11. apríl frá heimili í Súlunesi í Garðabæ. Þar var tilkynnt að áttræður karlmaður hefði misst meðvitund. Þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang lá maðurinn í anddyri hússins og var kona hans að reyna að hjálpa honum, en þau voru bæði sjáanlega með mikla áverka. Þá voru blóðslettur víðs vegar um húsið. Maðurinn var í hjartastoppi. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur og hann lést síðar sama dag. Dóttir þeirra, Margrét Halla Hansdóttir Löf, hafði staðið innan við forstofuna við komu viðbragðsaðila og var hún handtekin á vettvangi. Við rannsókn málsins kom í ljós að Margrét hafði beitt foreldra sína miklu ofbeldi, bæði andlegu og líkamlegu, í aðdraganda andlátsins. Foreldrarnir höfðu margítrekað leitað sér læknisaðstoðar mánuðina á undan. Nokkrum dögum fyrir umrædda atburði hafði faðirinn lagst inn á spítala í tvo daga vegna sára sem hann hlaut eftir enn eina árás dóttur sinnar. Á heimilinu, vettvangi málsins, fundust um sex hundruð miðar með handskrifuðum skilaboðum milli Margrétar og foreldra hennar. Svo virðist sem samskipti þeirra á milli hafi að miklu leyti farið í gegnum orðsendingar á umræddum miðum. „Og getur þú DRULLAÐ þér að fara eftir einu og öllu sem stendur á miðanum helvítið þitt !!!!!! OG svo skaltu grjóthalda kjafti á morgun og passa að ég vakni ekki við neitt sem þú ert að gera ógeðið þitt !!!!!!“ stóð á einum miðanum sem Margrét er grunuð um að hafa sent öðru foreldri sínu. Margrét var ákærð fyrir að verða föður sínum að bana, fyrir að gera tilraun til að verða móður sinni að bana, og fyrir stórfelld brot í nánu sambandi gagnvart þeim báðum. Fyrir dómi las Margrét yfirlýsingu. Þar sagði hún samskipti hennar við foreldra sína stundum hafa verið erfið. Þau hefðu stundum „leitt til vesens, rifrildis, kýtinga, ýtinga, handalögmála og slagsmála, en aldrei til barsmíða sem beint var að höfði, brjósti eða baki; aldrei var bareflum beitt eða neinum öðrum áhöldum“. Hún sagðist þó aldrei hafa haft þann ásetning að skaða foreldra sína og þau ekki hana, enda hafi þau þrátt fyrir erfiðleika á köflum í samskiptum „verið með kramið hjarta í hvert sinn eftir að vesen hafði komið upp.“ Fyrr í þessum mánuði var Margrét dæmd í sextán ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness vegna málsins. Dómurinn hefur leitt til mikillar samfélagslegrar umræðu. Annars vegar hefur sú umræða mikið varðað þagnarskyldu heilbrigðisstarfsfólks, en í málinu báru slík vitni um að hafa vitað af ofbeldi Margrétar, og hvatt foreldrana til að tilkynna en þau neitað. Hins vegar hefur skapast umræða um að kröfu hálfbróður Margrétar um að gera hana arflausa, þar sem hún hafi banað föður sínum, hafi verið vísað frá dómi. Hún gæti því grætt fjárhagslega á því að hafa orðið föður sínum að bana. Málinu hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Tveir létust í bruna Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var greint frá eldsvoða í kjallara fjölbýlishúss í Hjarðarhaga í Vesturbænum þann 22. maí. Tveir íbúar kjallarans létust. Annars vegar Bandaríkjamaður og hins vegar Tékki. Þriðji íbúinn komst út við illan leik og sá fjórði var fjarri heimili sínu. Fram kom að lögreglu grunaði að um íkveikju væri að ræða. Í kjallaranum hafi verið bensínbrúsar, og umtalsvert magn af bensíni í sýnum sem tekin voru á vettvangi. Sári Morg Gergö, sem komst lífs af úr brunanum, greindi frá því að hann grunaði annan hinna látnu, Bandaríkjamanninn, um að kveikja í með bensíni og gashylkjum. Stunginn vegna deilna barna þeirra Hamed M. H. Albayyouk var handtekinn þann 21. maí í kjölfar leitar lögreglu að honum vegna stunguárásar sem hann framdi í Úlfarsárdal þennan sama dag. Myndband sem fangaði árásina vakti athygli. Þar mátti sjá einn mann utandyra sem hélt á stunguvopni hlaupa að tveimur mönnum og veitast að þeim. Einn maður særðist alvarlega en var þó ekki metinn í lífshættu. Málið mun hafa komið upp vegna deilna barns Albayyouk og barns mannsins sem hann stakk. Hann hlaut fimm ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur í lok nóvember vegna málsins. Mannsrápsmálið sem ósköp lítið er vitað um Morguninn 14. júní var greint frá því að lögreglan væri með til rannsóknar „alvarlegt atvik“ sem hefði átt sér stað á fjórðu hæð Edition-hótelsins í miðbæ Reykjavíkur. Síðar sama dag var greint frá því að tveir erlendir ferðamenn hefðu fundist látnir þar og að kona væri grunuð um að hafa orðið þeim að bana. Um var að ræða þriggja manna franska fjölskyldu sem hafði verið búsett á Írlandi. Þau voru öll á aldursbilinu 20 til 60 ára gömul. Konan er sem sagt grunuð um að hafa orðið dóttur sinni og eiginmanni að aldurtila. Áverkar hinna látnu voru eftir eggvopn, en fram hefur komið að grunur sé um að fleiri en einu slíku hafi verið beitt. Þá mun hótelstarfsmaður hafa komið að konunni, sem hafi einnig verið með áverka eftir eggvopn. Í fyrstu var konan úrskurðuð í gæsluvarðhald. Hún losnaði úr því í september og hefur síðan verið í farbanni. Lögreglan hefur við rannsókn málsins átt í samstarfi við löggæsluyfirvöld bæði á Írlandi og Frakklandi. Í fyrrnefnda landinu var ráðist í húsleit og voru munir sem fundust við þá leit sendir hingað til lands. Ekki hefur verið ákært í málinu. Ekki hefur verið greint frá því opinberlega í miklum smáatriðum hvað sé talið hafa átt sér stað á umræddu hótelherbergi. Leikskólastarfsmaður ákærður fyrir að brjóta á barni Rúmlega tvítugur karlmaður, starfsmaður leikskólans Múlaborgar, var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald í lok sumars grunaður um kynferðisbrot gegn barni á leikskólanum. Mikil umræða skapaðist um málið sem vakti upp óhug, sérstaklega hjá foreldrum ungra barna. Nokkrum vikum eftir að málið kom upp var greint frá því að foreldri annars barns á leikskólanum hefði tilkynnt grun um að sitt barn hefði einnig orðið fyrir kynferðisbroti af hendi starfsmanns. Enn síðar var greint frá því að starfsmaðurinn væri grunaður um að brjóta á fleiri en tíu börnum. Starfsmaðurinn var í nóvember ákærður fyrir brot gegn einu barni. Honum er gefið að sök að nauðga barni tvívegis árið 2025. Í ákæru segir að hann hafi haft önnur kynferðismök en samræði við barnið, sem er stúlka. Málið hefur verið þingfest, en maðurinn bæði játar og neitar sök að hluta. Mál tveggja annarra barna hafa verið send til ákærusviðs en þau felld niður. Þá hafa foreldrar eins barns kært niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi starfsmannsins gegn barninu þeirra. Lygilegi þjófnaðurinn sem tengdist öðrum lygilegum þjófnaði Aðfaranótt þriðjudagsins 19. ágúst var gröfu stolið við Korputorg í Grafarvogi og henni ekið í Mosfellsbæ þar sem hún var notuð til að fjarlægja hraðbanka úr útibúi Íslandsbanka við Þverholt. Í hraðbankanum voru 22 milljónir og 222 þúsund krónur, en hann var síðan falinn undir fiskikari á Reynisvatnsheiði. Málið vakti mikla athygli. Lögreglan leitaði þjófsins meðan Bubbi Morthens líkti honum við Hróa hött. Um kvöldið þennan sama dag gaf Hrannar Markússon, maður á fimmtugsaldri, sig fram við lögreglu, en við henni blöstu þá tengingar við önnur fræg sakamál. Hrannar þessi var nefnilega vitni í áðurnefndu Gufunesmáli, og sagði að honum hafi verið boðið með Lúkasi og Stefáni til Þorlákshafnar kvöldið örlagaríka í mars. Þá var Hrannar einnig grunaður í Bankastrætismálinu svokallaða, en það varðar þjófnað sem framinn var í Hamraborg í Kópavogi í mars í fyrra. Í því máli stálu tveir menn peningatöskum úr bifreið Öryggismiðstöðvarinnar fyrir utan veitingastaðinn Catalínu meðan öryggisverðir voru inni á staðnum. Myndband af þjófnaðinum sýndi að það tók einungis rúmar þrjátíu sekúndur að brjótast inn í peningaflutningabíl Öryggismiðstöðvarinnar, færa peningatöskur yfir í eigin bíl og bruna í burtu. Þýfið í Hamraborgarmálinu var tæplega 22,5 milljónir króna. Hrannar var ákærður fyrir að útvega mönnunum tveimur bíl til að framkvæma verknaðinn og fyrir að koma bílnum og hluta þýfisins undan. Mennirnir tveir sem frömdu þjófnaðinn eru enn ófundnir. Hrannar var einnig ákærður fyrir fjölda annarra brota. Þá var kona ákærð fyrir að fremja hraðbankaþjófnaðinn með honum. Hann hlaut tveggja og hálfs árs dóm, en konan hlaut sex mánaða skilorðsbundna refsingu. Ítrekaðar íkveikjur á Selfossi Eldri hjón á Selfossi lýstu því í kvöldfréttum Sýnar í lok september að þau væru dauðhrædd eftir að eldur hafði þrívegis komið upp í fjölbýlishúsinu þar sem þau búa. Lögreglan og slökkviliðið sögðust hrædd um að brennuvargur gengi laus um bæinn. Um miðjan október var grunaður brennuvargur, kona sem býr í umræddu fjölbýlishúsi, handtekinn. Fram kom að á meðal gagna lögreglu væri myndbandsupptaka sem virtist sýna konuna kveikja eld í verslun. Í úrskurði Héraðsdóms Suðurlands kom fram að kviknað hafði reglulega í á Selfossi þennan september. Kviknað hafi í geymslum áðurnefnds fjölbýlishúss 16., 17. og 22. september. Þá hafi verið tilkynnt um bruna í tveimur verslunum á Selfossi 13. og 14. mánaðarins Þar að auki hafi komið upp bruni í stigagangi þann 15. október. Umrædd kona hafi verið stödd nærri heimilinu í öll þau skipti sem eldur kom þar upp og fylgst með slökkvistarfinu. Þá hafi konan verið stödd í báðum verslunum um það leyti sem eldur kviknaði þar. Konan neitar hins vegar sök. Landsréttur féllst ekki á kröfu lögreglunnar um að hún myndi sæta gæsluvarðhaldi og hefur hún því gengið laus frá miðjum októbermánuði þrátt fyrir að vera grunuð. Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Vegna villu hjá Reiknistofu bankanna tókst hópi fólks að millifæra gríðarháar upphæðir af eigin reikningum án þess að inneign væri til staðar. Starfsfólk Landsbankans uppgötvaði villuna á síðustu dögum októbermánaðar. Í kjölfarið voru fimm handteknir en tveir grunaðir fóru úr landi. Þessir menn eru grunaðir um að hafa haft um 390 milljónir króna af Landsbankanum og um tíu milljónir af Arion banka. Umrædd villa mun hafa varað í átta vikur og virkað í tæpar tuttugu mínútur á degi hverjum. Greint var frá því að hinir grunuðu hefðu lifað hátt meðan villan var virk. Þeir hefðu keypt glæsikerrur, meðal annars einn Ferrari-bíl. Einhverjir hafi veðjað peningnum í spilavítum á netinu og þá hafi einn þeirra keypt rafmynt fyrir peningana. Manndrápsrannsókn í Kópavogi Rétt áður en desember gekk í garð, 30. nóvember, var greint frá því að lögreglan hefði til rannsóknar mannslát sem hefði borið að í þriggja íbúða fjölbýlishúsi á Kársnesi. Hinn látni var karlmaður á fertugsaldri af portúgölskum uppruna. Dagana í kjölfar þess að málið kom upp var greint frá því að ekki lægi fyrir hvernig hinn látni hefði látist. Um viku eftir að andlátið bar að var grískur karlmaður, í kringum þrítugt, handtekinn vegna málsins, en hann var látinn laus örfáum dögum síðar. Ekki leið þó á löngu fyrr en aftur var búið að handtaka hann, en það var gert daginn eftir að honum var sleppt. Síðari handtakan kom í kjölfar þess að lífsýni úr öðrum en þeim látna fundust á hnífi. Samkvæmt heimildum Vísis voru miklir áverkar á hálsi hins látna sem óljóst var hvort hann hefði veitt sér sjálfur eða einhver annar verið þar á ferðinni. Hinn handtekni mun einnig hafa verið með einhverja áverka. Hinn látni og hinn handtekni munu hafa verið saman fyrr um helgina þegar líkið fannst. Niðurstaða fékkst í eldri mál Árið 2025 fékkst jafnframt niðurstaða fyrir dómstólum í mörgum helstu sakamálum ársins á undan. Hér eru þau helstu útlistuð: Samúel Jói Björgvinsson hlaut þriggja og hálfs árs fangelsisdóm og tvíburabræðurnir Elías og Jónas Shamsudin hlutu tveggja og hálfs árs dóm hvor í Héraðsdómi Reykjavíkur í febrúar fyrir vörslu á 2,9 kílóum af MDMA-kristöllum og 1781 MDMA-töflu. Landsréttur mildaði síðan dóm Samúels um hálft ár. Í september hlutu bræðurnir síðan báðir eins árs dóm fyrir ýmis brot. Alfreð Erling Þórðarson var í mars sýknaður af ákæru um að hafa orðið eldri hjónum að bana í Neskaupstað í ágúst í fyrra. Ástæða sýknudómsins var að Alfreð var ekki metinn sakhæfur. Kristján Markús Sívarsson var dæmdur í tveggja ára fangelsi í mars fyrir að beita konu gríðarlegu ofbeldi á heimili sínu í Hafnarfirði í nóvember árið áður. Í apríl hlaut sautján ára gamall piltur átta ára fangelsisdóm fyrir að ráða hinni sautján ára Bryndísi Klöru Birgisdóttur bana á Menningarnótt, 24. ágúst, í fyrra. Sigurður Kristinsson hlaut átta ára fangelsisdóm í stærsta kristal-amfetamínmáli Íslandssögunnar í maí. Í sama máli voru Agurim Xixa, Baldur Þór Sigurðarson, Sigfús Bergmann Svavarsson og ein kona sakfelld og hlutu frá fimm og hálfs árs niður í tíu mánaða dóma. Þau fluttu 5,733 kíló af metamfetamínkristöllum til landsins, en efnin voru falin í Jagúar-bíl af gerðinni Daimler Double Six sem kom til landsins frá Hollandi í október í fyrra. Sigurður Fannar Þórsson hlaut í júní sextán ára fangelsisdóm fyrir að verða dóttur sinni, hinni tíu ára Kolfinnu Eldeyju, að bana með hamri um miðjan september 2024 við Hraunhól, skammt vestan við Vatnsskarðsnámur. Sama mánuð var Jón Þór Dagbjartsson dæmdur í í sex ára fangelsi fyrir grófa árás á fyrrverandi sambýliskonu sína á Vopnafirði í október í fyrra. Mánuðinn eftir var Ymur Art Runólfsson dæmdur fyrir að verða móður sinni að bana í íbúð hennar í Breiðholti í Reykjavík í október í fyrra. Hann var metinn sakhæfur en þó ekki gerð refsing vegna morðsins. Honum var aftur á móti gert að sæta öryggisvistun. Seinna í júlí var litháískur karlmaður sýknaður af ákæru um líkamsárás sem varð öðrum manni frá sama landi að bana í sumarhúsi í Kiðjabergi í Grímsnes- og Grafningshreppi þann 20. apríl í fyrra. Dómsmál Lögreglumál Fíkniefnabrot Manndráp í Gufunesi Kynferðisofbeldi Grunaður um kynferðisbrot á Múlaborg Hraðbanka stolið í Mosfellsbæ Peningum stolið í Hamraborg Dularfullt mannslát við Skjólbraut í Kópavogi Manndráp á Reykjavík Edition Sviku milljónir af Landsbankanum Eldsvoði á Hjarðarhaga Manndráp í Súlunesi Stunguárás á Kjalarnesi Mál Shamsudin-bræðra Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Stunguárás við Skúlagötu Banaði dóttur sinni við Krýsuvíkurveg Ofbeldi á Vopnafirði Stunguárás í Úlfarsárdal Manndráp í Kiðjabergi Banaði móður sinni í Breiðholti Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Fleiri fréttir „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Sjá meira
Jafnframt komu upp mörg önnur skelfileg mál. Þar má nefna þó nokkrar stunguárásir, alvarleg kynferðisbrot og íkveikjumál. Sjá nánar: Sakamálin sem skóku þjóðina 2024 Mörg þessara mála fönguðu athygli þjóðarinnar. Hér að neðan verður fjallað um helstu sakamál ársins sem senn er á enda. Líkt og áður segir komu mörg mál við sögu á þessu ári, og því mörg merkileg sem og alvarleg mál sem komust ekki í þessa samantekt. Stunguárás á nýársnótt Fyrsta stóra sakamálið sem fréttir fóru af hér á landi árið 2025 varðaði stunguárás sem framin var á Kjalarnesi um nýársnótt. Tveir voru alvarlega særðir eftir árásina og sá þriðji, Dimitar Atanasov Koychev, var handtekinn. Mennirnir þrír eru allir á fimmtugsaldri. Árásin var framin í húsnæði sem fyrirtækið Matfugl á og er ætlað starfsfólki félagsins. Dimitar, sem er á fimmtugsaldri, var ákærður fyrir árásina. Honum var gefið að sök að stinga fyrri manninn endurtekið í bakið og hinn í brjóstkassann og kviðinn. Hnífurinn sem hann notaði var samkvæmt ákæru með 11,5 sentímetra löngu blaði. Fyrir vikið hlutu mennirnir báðir lífshættulega áverka. Fyrir dómi vildi Dimitar meina að hann hefði beitt hnífnum í sjálfsvörn í kjölfar handalögmála sem hann hefði reynt að stöðva. Þá sagðist hann einungis muna eftir því að halda á hnífnum, en ekki að hafa beitt honum. Hann hlaut sjö ára fangelsisdóm fyrir tvær tilraunir til manndráps. Nauðgaði fatlaðri konu og fékk aðra til að gera það líka Snemma árs var Sigurjón Ólafsson, karlmaður á sextugsaldri, dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að nauðga andlega fatlaðri konu ítrekað og láta aðra menn sem hann var í samskiptum við nauðga henni. Hann var yfirmaður konunnar og neyddi son hennar til að fylgjast með kynferðislegum athöfnum þeirra. Þó að atburðir málsins hafi átt sér stað fyrir árið 2025, og búið að greina frá ákærunni á hendur Sigurjóni, þá mætti segja að málið hafi komið af stað mikilli umræðu þegar dómur gekk í því. Daginn sem greint var frá dómi Sigurjóns sagði Guðný S. Bjarnadóttir, stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola, að ákæruvaldið þyrfti að útskýra hvers vegna einungis Sigurjón hefði verið ákærður, en ekki mennirnir sem hann hafi fengið til að brjóta líka á konunni. Guðný líkti málinu við mál hinnar frönsku Gisele Pelicot sem var í algleymingi á sama tíma. Anna Lára Steindal, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar, tók í sama streng. „Að sjálfsögðu finnst mér stórkostlega undarlegt að það eru þarna fleiri menn sem eru þekktir gerendur og þeir eru ekki ákærðir,“ segir hún. Í júlí staðfesti síðan ríkissaksóknari ákvörðun héraðssaksóknara um að ákæra ekki fleiri í málinu. Gufunesmálið Það sakamál sem vakti líklega mesta eftirtekt meðal þjóðarinnar á árinu var Gufunesmálið svokallaða. Atburðir þess máls áttu sér stað að kvöldi 10. mars og nóttina þar á eftir. Þá námu tveir menn, þeir Stefán Blackburn, 33 ára og Lúkas Geir Ingvarsson, 22 ára, Hjörleif Hauk Guðmundsson, mann á sjötugsaldri, á brott af heimili hans í Þorlákshöfn. Það gerðu þeir með svokallaðri tálbeituaðgerð, en þær voru mikið í umræðunni í aðdraganda málsins. Þeir höfðu verið í samskiptum við Hjörleif á samfélagsmiðlinum Snapchat og fengu unga konu til að hringja í hann og fá hann upp í bíl til sín. Hjörleifur hrjáðist af sjaldgæfum sjúkdómi sem heitir dæmigerð framheilabilun, sem hafði breytt persónuleika hans. Umræddur sjúkdómur varð til þess að auðveldara var að teyma hann út í vitleysu. Þegar Hjörleifur steig inn í svarta Teslu Stefáns Blackburn læstu tvímenningarnir bílnum. Stefán sagði fyrir dómi að þeir hefðu gefið honum tvo valkosti. Annaðhvort yrðu meint óviðeigandi samskipti hans við stúlkur undir lögaldri gerð opinber og hann niðurlægður, eða hann myndi borga sig út úr þessu. Þegar eiginkona Hjörleifs kom akandi þangað sem tvímenningarnir höfðu farið með Hjörleif, óku þeir frá Þorlákshöfn, settu svartan nælonpoka yfir höfuðið á Hjörleifi, og námu staðar við Hellisheiðarvirkjun vegna þess að bíllinn var að verða rafmagnslaus. „Það var strax komið þvílíkt panikk-ástand í gang. Það átti í fyrsta lagi aldrei að fara út úr Þorlákshöfn og í öðru lagi vorum við komnir í aðstæður sem voru alls ekki planið,“ sagði Stefán. Þar höfðu þeir samband við þriðja sakborninginn, hinn nítján ára gamla Matthías Björn Erlingsson, sem kom á vettvang í kjölfarið. Hjörleifur var svo færður á milli bíla við virkjunina, og honum ekið að iðnaðarbili á Esjumelum í Mosfellsbæ þar sem hann mun hafa verið beittur gríðarlegu ofbeldi. Sakborningarnir þrír deildu um hversu mikinn þátt hver og einn þeirra hefði átt í því. Stefáni tókst þá að komast inn á heimabanka Hjörleifs, en tókst ekki að millifæra af honum. Hjörleifur hafi ekki virst vita lykilorðið til þess. Þar á eftir óku þeir með Hjörleif í Gufunes. Þegar þangað var komið hafi þeim tekist að taka lán á nafni Hjörleifs og millifæra um þrjár milljónir annað. Þeir skildu svo Hjörleif eftir bjarglausan um kalda marsnóttina við göngustíg í Gufunesi. Hann fannst illa haldinn morguninn eftir og lést skömmu síðar. Í lok septembermánaðar hlutu Stefán og Lúkas sautján ára fangelsisdóma í Héraðsdómi Suðurlands fyrir glæpi sína. Matthías hlaut fjórtán ára dóm. Unga konan sem hringdi í Hjörleif var sýknuð. Þá var ungur maður ákærður fyrir að taka við peningunum inn á sinn bankareikning. Hann var sakfelldur en ákvörðun um refsingu hans var frestað skilorðsbundið til tveggja ára. Lúkas, Stefán og Matthías hafa allir áfrýjað dómum sínum til Landsréttar, auk þess sem ríkissaksóknari áfrýjaði sýknu ungu konunnar. Dæmd fyrir að verða föður sínum að bana Neyðarlínunni barst símtal föstudagsmorguninn 11. apríl frá heimili í Súlunesi í Garðabæ. Þar var tilkynnt að áttræður karlmaður hefði misst meðvitund. Þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang lá maðurinn í anddyri hússins og var kona hans að reyna að hjálpa honum, en þau voru bæði sjáanlega með mikla áverka. Þá voru blóðslettur víðs vegar um húsið. Maðurinn var í hjartastoppi. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur og hann lést síðar sama dag. Dóttir þeirra, Margrét Halla Hansdóttir Löf, hafði staðið innan við forstofuna við komu viðbragðsaðila og var hún handtekin á vettvangi. Við rannsókn málsins kom í ljós að Margrét hafði beitt foreldra sína miklu ofbeldi, bæði andlegu og líkamlegu, í aðdraganda andlátsins. Foreldrarnir höfðu margítrekað leitað sér læknisaðstoðar mánuðina á undan. Nokkrum dögum fyrir umrædda atburði hafði faðirinn lagst inn á spítala í tvo daga vegna sára sem hann hlaut eftir enn eina árás dóttur sinnar. Á heimilinu, vettvangi málsins, fundust um sex hundruð miðar með handskrifuðum skilaboðum milli Margrétar og foreldra hennar. Svo virðist sem samskipti þeirra á milli hafi að miklu leyti farið í gegnum orðsendingar á umræddum miðum. „Og getur þú DRULLAÐ þér að fara eftir einu og öllu sem stendur á miðanum helvítið þitt !!!!!! OG svo skaltu grjóthalda kjafti á morgun og passa að ég vakni ekki við neitt sem þú ert að gera ógeðið þitt !!!!!!“ stóð á einum miðanum sem Margrét er grunuð um að hafa sent öðru foreldri sínu. Margrét var ákærð fyrir að verða föður sínum að bana, fyrir að gera tilraun til að verða móður sinni að bana, og fyrir stórfelld brot í nánu sambandi gagnvart þeim báðum. Fyrir dómi las Margrét yfirlýsingu. Þar sagði hún samskipti hennar við foreldra sína stundum hafa verið erfið. Þau hefðu stundum „leitt til vesens, rifrildis, kýtinga, ýtinga, handalögmála og slagsmála, en aldrei til barsmíða sem beint var að höfði, brjósti eða baki; aldrei var bareflum beitt eða neinum öðrum áhöldum“. Hún sagðist þó aldrei hafa haft þann ásetning að skaða foreldra sína og þau ekki hana, enda hafi þau þrátt fyrir erfiðleika á köflum í samskiptum „verið með kramið hjarta í hvert sinn eftir að vesen hafði komið upp.“ Fyrr í þessum mánuði var Margrét dæmd í sextán ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness vegna málsins. Dómurinn hefur leitt til mikillar samfélagslegrar umræðu. Annars vegar hefur sú umræða mikið varðað þagnarskyldu heilbrigðisstarfsfólks, en í málinu báru slík vitni um að hafa vitað af ofbeldi Margrétar, og hvatt foreldrana til að tilkynna en þau neitað. Hins vegar hefur skapast umræða um að kröfu hálfbróður Margrétar um að gera hana arflausa, þar sem hún hafi banað föður sínum, hafi verið vísað frá dómi. Hún gæti því grætt fjárhagslega á því að hafa orðið föður sínum að bana. Málinu hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Tveir létust í bruna Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var greint frá eldsvoða í kjallara fjölbýlishúss í Hjarðarhaga í Vesturbænum þann 22. maí. Tveir íbúar kjallarans létust. Annars vegar Bandaríkjamaður og hins vegar Tékki. Þriðji íbúinn komst út við illan leik og sá fjórði var fjarri heimili sínu. Fram kom að lögreglu grunaði að um íkveikju væri að ræða. Í kjallaranum hafi verið bensínbrúsar, og umtalsvert magn af bensíni í sýnum sem tekin voru á vettvangi. Sári Morg Gergö, sem komst lífs af úr brunanum, greindi frá því að hann grunaði annan hinna látnu, Bandaríkjamanninn, um að kveikja í með bensíni og gashylkjum. Stunginn vegna deilna barna þeirra Hamed M. H. Albayyouk var handtekinn þann 21. maí í kjölfar leitar lögreglu að honum vegna stunguárásar sem hann framdi í Úlfarsárdal þennan sama dag. Myndband sem fangaði árásina vakti athygli. Þar mátti sjá einn mann utandyra sem hélt á stunguvopni hlaupa að tveimur mönnum og veitast að þeim. Einn maður særðist alvarlega en var þó ekki metinn í lífshættu. Málið mun hafa komið upp vegna deilna barns Albayyouk og barns mannsins sem hann stakk. Hann hlaut fimm ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur í lok nóvember vegna málsins. Mannsrápsmálið sem ósköp lítið er vitað um Morguninn 14. júní var greint frá því að lögreglan væri með til rannsóknar „alvarlegt atvik“ sem hefði átt sér stað á fjórðu hæð Edition-hótelsins í miðbæ Reykjavíkur. Síðar sama dag var greint frá því að tveir erlendir ferðamenn hefðu fundist látnir þar og að kona væri grunuð um að hafa orðið þeim að bana. Um var að ræða þriggja manna franska fjölskyldu sem hafði verið búsett á Írlandi. Þau voru öll á aldursbilinu 20 til 60 ára gömul. Konan er sem sagt grunuð um að hafa orðið dóttur sinni og eiginmanni að aldurtila. Áverkar hinna látnu voru eftir eggvopn, en fram hefur komið að grunur sé um að fleiri en einu slíku hafi verið beitt. Þá mun hótelstarfsmaður hafa komið að konunni, sem hafi einnig verið með áverka eftir eggvopn. Í fyrstu var konan úrskurðuð í gæsluvarðhald. Hún losnaði úr því í september og hefur síðan verið í farbanni. Lögreglan hefur við rannsókn málsins átt í samstarfi við löggæsluyfirvöld bæði á Írlandi og Frakklandi. Í fyrrnefnda landinu var ráðist í húsleit og voru munir sem fundust við þá leit sendir hingað til lands. Ekki hefur verið ákært í málinu. Ekki hefur verið greint frá því opinberlega í miklum smáatriðum hvað sé talið hafa átt sér stað á umræddu hótelherbergi. Leikskólastarfsmaður ákærður fyrir að brjóta á barni Rúmlega tvítugur karlmaður, starfsmaður leikskólans Múlaborgar, var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald í lok sumars grunaður um kynferðisbrot gegn barni á leikskólanum. Mikil umræða skapaðist um málið sem vakti upp óhug, sérstaklega hjá foreldrum ungra barna. Nokkrum vikum eftir að málið kom upp var greint frá því að foreldri annars barns á leikskólanum hefði tilkynnt grun um að sitt barn hefði einnig orðið fyrir kynferðisbroti af hendi starfsmanns. Enn síðar var greint frá því að starfsmaðurinn væri grunaður um að brjóta á fleiri en tíu börnum. Starfsmaðurinn var í nóvember ákærður fyrir brot gegn einu barni. Honum er gefið að sök að nauðga barni tvívegis árið 2025. Í ákæru segir að hann hafi haft önnur kynferðismök en samræði við barnið, sem er stúlka. Málið hefur verið þingfest, en maðurinn bæði játar og neitar sök að hluta. Mál tveggja annarra barna hafa verið send til ákærusviðs en þau felld niður. Þá hafa foreldrar eins barns kært niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi starfsmannsins gegn barninu þeirra. Lygilegi þjófnaðurinn sem tengdist öðrum lygilegum þjófnaði Aðfaranótt þriðjudagsins 19. ágúst var gröfu stolið við Korputorg í Grafarvogi og henni ekið í Mosfellsbæ þar sem hún var notuð til að fjarlægja hraðbanka úr útibúi Íslandsbanka við Þverholt. Í hraðbankanum voru 22 milljónir og 222 þúsund krónur, en hann var síðan falinn undir fiskikari á Reynisvatnsheiði. Málið vakti mikla athygli. Lögreglan leitaði þjófsins meðan Bubbi Morthens líkti honum við Hróa hött. Um kvöldið þennan sama dag gaf Hrannar Markússon, maður á fimmtugsaldri, sig fram við lögreglu, en við henni blöstu þá tengingar við önnur fræg sakamál. Hrannar þessi var nefnilega vitni í áðurnefndu Gufunesmáli, og sagði að honum hafi verið boðið með Lúkasi og Stefáni til Þorlákshafnar kvöldið örlagaríka í mars. Þá var Hrannar einnig grunaður í Bankastrætismálinu svokallaða, en það varðar þjófnað sem framinn var í Hamraborg í Kópavogi í mars í fyrra. Í því máli stálu tveir menn peningatöskum úr bifreið Öryggismiðstöðvarinnar fyrir utan veitingastaðinn Catalínu meðan öryggisverðir voru inni á staðnum. Myndband af þjófnaðinum sýndi að það tók einungis rúmar þrjátíu sekúndur að brjótast inn í peningaflutningabíl Öryggismiðstöðvarinnar, færa peningatöskur yfir í eigin bíl og bruna í burtu. Þýfið í Hamraborgarmálinu var tæplega 22,5 milljónir króna. Hrannar var ákærður fyrir að útvega mönnunum tveimur bíl til að framkvæma verknaðinn og fyrir að koma bílnum og hluta þýfisins undan. Mennirnir tveir sem frömdu þjófnaðinn eru enn ófundnir. Hrannar var einnig ákærður fyrir fjölda annarra brota. Þá var kona ákærð fyrir að fremja hraðbankaþjófnaðinn með honum. Hann hlaut tveggja og hálfs árs dóm, en konan hlaut sex mánaða skilorðsbundna refsingu. Ítrekaðar íkveikjur á Selfossi Eldri hjón á Selfossi lýstu því í kvöldfréttum Sýnar í lok september að þau væru dauðhrædd eftir að eldur hafði þrívegis komið upp í fjölbýlishúsinu þar sem þau búa. Lögreglan og slökkviliðið sögðust hrædd um að brennuvargur gengi laus um bæinn. Um miðjan október var grunaður brennuvargur, kona sem býr í umræddu fjölbýlishúsi, handtekinn. Fram kom að á meðal gagna lögreglu væri myndbandsupptaka sem virtist sýna konuna kveikja eld í verslun. Í úrskurði Héraðsdóms Suðurlands kom fram að kviknað hafði reglulega í á Selfossi þennan september. Kviknað hafi í geymslum áðurnefnds fjölbýlishúss 16., 17. og 22. september. Þá hafi verið tilkynnt um bruna í tveimur verslunum á Selfossi 13. og 14. mánaðarins Þar að auki hafi komið upp bruni í stigagangi þann 15. október. Umrædd kona hafi verið stödd nærri heimilinu í öll þau skipti sem eldur kom þar upp og fylgst með slökkvistarfinu. Þá hafi konan verið stödd í báðum verslunum um það leyti sem eldur kviknaði þar. Konan neitar hins vegar sök. Landsréttur féllst ekki á kröfu lögreglunnar um að hún myndi sæta gæsluvarðhaldi og hefur hún því gengið laus frá miðjum októbermánuði þrátt fyrir að vera grunuð. Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Vegna villu hjá Reiknistofu bankanna tókst hópi fólks að millifæra gríðarháar upphæðir af eigin reikningum án þess að inneign væri til staðar. Starfsfólk Landsbankans uppgötvaði villuna á síðustu dögum októbermánaðar. Í kjölfarið voru fimm handteknir en tveir grunaðir fóru úr landi. Þessir menn eru grunaðir um að hafa haft um 390 milljónir króna af Landsbankanum og um tíu milljónir af Arion banka. Umrædd villa mun hafa varað í átta vikur og virkað í tæpar tuttugu mínútur á degi hverjum. Greint var frá því að hinir grunuðu hefðu lifað hátt meðan villan var virk. Þeir hefðu keypt glæsikerrur, meðal annars einn Ferrari-bíl. Einhverjir hafi veðjað peningnum í spilavítum á netinu og þá hafi einn þeirra keypt rafmynt fyrir peningana. Manndrápsrannsókn í Kópavogi Rétt áður en desember gekk í garð, 30. nóvember, var greint frá því að lögreglan hefði til rannsóknar mannslát sem hefði borið að í þriggja íbúða fjölbýlishúsi á Kársnesi. Hinn látni var karlmaður á fertugsaldri af portúgölskum uppruna. Dagana í kjölfar þess að málið kom upp var greint frá því að ekki lægi fyrir hvernig hinn látni hefði látist. Um viku eftir að andlátið bar að var grískur karlmaður, í kringum þrítugt, handtekinn vegna málsins, en hann var látinn laus örfáum dögum síðar. Ekki leið þó á löngu fyrr en aftur var búið að handtaka hann, en það var gert daginn eftir að honum var sleppt. Síðari handtakan kom í kjölfar þess að lífsýni úr öðrum en þeim látna fundust á hnífi. Samkvæmt heimildum Vísis voru miklir áverkar á hálsi hins látna sem óljóst var hvort hann hefði veitt sér sjálfur eða einhver annar verið þar á ferðinni. Hinn handtekni mun einnig hafa verið með einhverja áverka. Hinn látni og hinn handtekni munu hafa verið saman fyrr um helgina þegar líkið fannst. Niðurstaða fékkst í eldri mál Árið 2025 fékkst jafnframt niðurstaða fyrir dómstólum í mörgum helstu sakamálum ársins á undan. Hér eru þau helstu útlistuð: Samúel Jói Björgvinsson hlaut þriggja og hálfs árs fangelsisdóm og tvíburabræðurnir Elías og Jónas Shamsudin hlutu tveggja og hálfs árs dóm hvor í Héraðsdómi Reykjavíkur í febrúar fyrir vörslu á 2,9 kílóum af MDMA-kristöllum og 1781 MDMA-töflu. Landsréttur mildaði síðan dóm Samúels um hálft ár. Í september hlutu bræðurnir síðan báðir eins árs dóm fyrir ýmis brot. Alfreð Erling Þórðarson var í mars sýknaður af ákæru um að hafa orðið eldri hjónum að bana í Neskaupstað í ágúst í fyrra. Ástæða sýknudómsins var að Alfreð var ekki metinn sakhæfur. Kristján Markús Sívarsson var dæmdur í tveggja ára fangelsi í mars fyrir að beita konu gríðarlegu ofbeldi á heimili sínu í Hafnarfirði í nóvember árið áður. Í apríl hlaut sautján ára gamall piltur átta ára fangelsisdóm fyrir að ráða hinni sautján ára Bryndísi Klöru Birgisdóttur bana á Menningarnótt, 24. ágúst, í fyrra. Sigurður Kristinsson hlaut átta ára fangelsisdóm í stærsta kristal-amfetamínmáli Íslandssögunnar í maí. Í sama máli voru Agurim Xixa, Baldur Þór Sigurðarson, Sigfús Bergmann Svavarsson og ein kona sakfelld og hlutu frá fimm og hálfs árs niður í tíu mánaða dóma. Þau fluttu 5,733 kíló af metamfetamínkristöllum til landsins, en efnin voru falin í Jagúar-bíl af gerðinni Daimler Double Six sem kom til landsins frá Hollandi í október í fyrra. Sigurður Fannar Þórsson hlaut í júní sextán ára fangelsisdóm fyrir að verða dóttur sinni, hinni tíu ára Kolfinnu Eldeyju, að bana með hamri um miðjan september 2024 við Hraunhól, skammt vestan við Vatnsskarðsnámur. Sama mánuð var Jón Þór Dagbjartsson dæmdur í í sex ára fangelsi fyrir grófa árás á fyrrverandi sambýliskonu sína á Vopnafirði í október í fyrra. Mánuðinn eftir var Ymur Art Runólfsson dæmdur fyrir að verða móður sinni að bana í íbúð hennar í Breiðholti í Reykjavík í október í fyrra. Hann var metinn sakhæfur en þó ekki gerð refsing vegna morðsins. Honum var aftur á móti gert að sæta öryggisvistun. Seinna í júlí var litháískur karlmaður sýknaður af ákæru um líkamsárás sem varð öðrum manni frá sama landi að bana í sumarhúsi í Kiðjabergi í Grímsnes- og Grafningshreppi þann 20. apríl í fyrra.
Dómsmál Lögreglumál Fíkniefnabrot Manndráp í Gufunesi Kynferðisofbeldi Grunaður um kynferðisbrot á Múlaborg Hraðbanka stolið í Mosfellsbæ Peningum stolið í Hamraborg Dularfullt mannslát við Skjólbraut í Kópavogi Manndráp á Reykjavík Edition Sviku milljónir af Landsbankanum Eldsvoði á Hjarðarhaga Manndráp í Súlunesi Stunguárás á Kjalarnesi Mál Shamsudin-bræðra Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Stunguárás við Skúlagötu Banaði dóttur sinni við Krýsuvíkurveg Ofbeldi á Vopnafirði Stunguárás í Úlfarsárdal Manndráp í Kiðjabergi Banaði móður sinni í Breiðholti Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Fleiri fréttir „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Sjá meira