Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar 31. desember 2025 10:01 Það er ekki skortur á upplýsingum um loftslagsmál – vandinn er ofgnótt villandi upplýsinga og vafasamra fullyrðinga. Rangfærslur og hálfsannleikur um loftslagsbreytingar flæða um samfélagsmiðla, birtast í fjölmiðlum og sjást ítrekað í pólitískri umræðu. Að reyna að leiðrétta hverja einustu rangfærslu væri, eins og sagt er, að æra óstöðugan. Afleiðingarnar eru þó alvarlegar. Stöðug dreifing ranghugmynda hefur sáð efasemdum um einn mesta vanda samtímans. Áhugi almennings á loftslagsmálum hefur dvínað, óvissa verið ýkt og alvarleiki loftslagsbreytinga dreginn í efa. Um leið hafa stjórnvöld víða ekki tekið málin föstum tökum, og sums staðar hefur ruglið orðið hluti af stefnu sem réttlætir aðgerðaleysi. Í slíku andrúmslofti lendir umræða um raunhæfar og gagnlegar aðgerðir í sama flokki og rangfærslurnar sjálfar og er af mörgum afskrifuð sem „vitleysa“. Til að rjúfa þennan vítahring er gagnlegra að beina sjónum að algengustu rangfærslunum, skilja hvers vegna þær hljóma sannfærandi og sýna síðan skýrt hvað er rétt og hvað ekki. Samantektin hér fyrir neðan byggir á greiningum frá Skeptical Science og rannsóknum á loftslagsorðræðunni. Röðin endurspeglar hversu algengar fullyrðingarnar eru, ekki styrk þeirra, því vísindalega standast þær allar illa. Á vef Skeptical Science má finna leiðréttingar á yfir 250 algengum rangfærslum í loftslagsumræðunni. Fimmtán rangfærslur – og hvað er rétt? 1. „Loftslagið hefur alltaf breyst“ Hvað er satt?: Loftslag jarðar breytist náttúrulega.Hvað vantar?: Núverandi hlýnun er mun hraðari, hnattræn og knúin áfram af losun mannsins. Náttúrulegar sveiflur einar og sér skýra hana ekki. 2. „Vísindamenn eru ekki sammála“ Hvað er satt?: Gagnrýni og umræða eru eðlilegur hluti vísinda.Hvað vantar?: Um 97% virkra loftslagsvísindamanna eru sammála um að hlýnun jarðar sé að mestu af mannavöldum. Samstaða loftslagsvísindamanna um orsakir hlýnunar er sambærileg þeirri samstöðu sem er meðal sérfræðinga um að reykingar valdi krabbameini. 3. „CO₂ er svo lítið hlutfall að það skiptir engu máli“ Hvað er satt?: CO₂ er lítið hlutfall lofthjúpsins.Hvað vantar: CO₂ hefur aukist úr um 280 ppm (parts per million) fyrir iðnbyltingu í rúmlega 420 ppm í dag. Þótt þessi aukning sé tiltölulega lítil í hlutfalli við lofthjúpinn hefur hún veruleg eðlisfræðileg áhrif. 4. „Sólin veldur hlýnuninni“ Hvað er satt?: Sólin hefur áhrif á loftslag. Hvað vantar?: Sólvirkni hefur ekki aukist á meðan hnattrænt hitastig jarðar hefur hækkað hratt, og því stenst sú ályktun ekki að sólin sé orsakavaldur núverandi hlýnunar. 5. „Hlýnunin hefur stöðvast“ Hvað er satt?: Hitastig sveiflast milli ára. Hvað vantar?: Hlýnun sem „stöðvast“ setur ekki hitamet ár eftir ár. Síðustu tíu ár eru þau hlýjustu sem mælst hafa. 6. „Það var jafn hlýtt á miðöldum“ Hvað er satt?: Hlýrra var á sumum svæðum.Hvað vantar?: Sú hlýnun var svæðisbundin. Núverandi hlýnun er hnattræn og samræmd. 7. „Loftslagslíkön eru óáreiðanleg“ Hvað er satt?: Öll líkön fela í sér óvissu og geta ekki spáð nákvæmlega fyrir um einstök ár eða staðbundið veður. Hvað vantar?: Eldri loftslagslíkön hafa reynst nákvæm í samanburði við raunmælingar. Nýrri líkön byggja á betri gögnum, meiri reiknigetu og ítarlegri eðlisfræði og eru því enn áreiðanlegri, sérstaklega þegar kemur að svæðisbundnum breytingum og öfgaatburðum eins og hitabylgjum, flóðum og stormum. 8. „Hlýnun er góð – meiri gróður og lengra vaxtartímabil“ Hvað er satt?: Plöntur nýta CO₂.Hvað vantar?: Hlýnun veldur einnig þurrkum, hitabylgjum, súrnun hafsins og vistkerfishruni, sem vegur þyngra en staðbundinn ávinningur. 9. „Aðgerðir kosta of mikið“ Hvað er satt?: Loftslagsaðgerðir kosta fjármuni. Hvað vantar?: Aðgerðaleysi er dýrasti kosturinn. Í kostnaði loftslagsaðgerða felast jafnframt umfangsmiklar fjárfestingar í nýrri tækni, innviðum, orkunýtingu og nýsköpun sem skila samfélagslegum og efnahagslegum ávinningi til lengri tíma. 10. „Við eigum að bíða eftir betri tækni“ Hvað er satt?: Tækni skiptir miklu máli.Hvað vantar?: Flestar nauðsynlegar lausnir eru þegar til staðar. Seinkun eykur áhættu, festir í sessi losun og gerir vandann dýrari og erfiðari viðureignar. 11. „Eldfjöll losa meira CO₂ en menn“ Hvað er satt?: Eldfjöll losa CO₂.Hvað vantar?: Eldfjöll losa um 0,3–0,4 gígatonn CO₂ á ári, en mannkynið 36–40 gígatonn CO₂ eða um hundraðfalt meira. 12. „Það er kalt í dag – hvar er hlýnunin?“ Hvað er satt?: Veður er staðbundið og breytilegt.Hvað vantar?: Loftslag er langtímameðaltal. Einstakir kaldir dagar eða mánuðir segja ekkert um hnattræna þróun. 13. „Hitamælingar eru skakkar vegna þéttbýlis“ Hvað er satt?: Þéttbýli getur haft áhrif á staðbundnar mælingar.Hvað vantar: Gögn eru leiðrétt og staðfest með óháðum mælikerfum, þar á meðal gervihnöttum og hafmælingum. 14. „Vatnsgufa er stærri gróðurhúsalofttegund en CO₂“ Hvað er satt?: Vatnsgufa hefur sterk gróðurhúsaáhrif. Hvað vantar: Vatnsgufa er afleiðing hlýnunar, ekki orsök hennar: hlýrra loft bindur meiri raka, þannig að vatnsgufa magnar hlýnunina en CO₂ hrindir ferlinu af stað. 15. „Vísindamenn ýkja til að fá styrki“ Hvað er satt?: Rannsóknir eru styrktar.Hvað vantar?: Vísindakerfið umbunar gagnrýni, endurtekningu og ritrýni, ekki hræðsluáróður. Þetta er samsæriskenning, ekki rök. Lokaorð Rangfærslur um loftslagsbreytingar eru sjaldnast nýjar. Þær eru oft brot af sannleika sett fram án samhengis og tefja bæði skilning og ákvarðanir. Afleiðingin er sú að lausnir eru afskrifaðar áður en þær eru fá raunverulega umræðu. Þegar staðreyndirnar sýna hitamet eftir hitamet, ár eftir ár, er það ekki róttæk afstaða að fylgja bestu þekkingu heldur ábyrg og skynsöm. Þessa hugsun þekkti Ari fróði Þorgilsson vel á 11. öld, þegar hann lagði áherslu á að hafa skyldi það sem sannara reynist. Höfundur er í loftslagshópnum París 1,5 sem berst fyrir því að Ísland leggi sitt af mörkum til að takast á við loftslagsvandann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyþór Eðvarðsson Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Það er ekki skortur á upplýsingum um loftslagsmál – vandinn er ofgnótt villandi upplýsinga og vafasamra fullyrðinga. Rangfærslur og hálfsannleikur um loftslagsbreytingar flæða um samfélagsmiðla, birtast í fjölmiðlum og sjást ítrekað í pólitískri umræðu. Að reyna að leiðrétta hverja einustu rangfærslu væri, eins og sagt er, að æra óstöðugan. Afleiðingarnar eru þó alvarlegar. Stöðug dreifing ranghugmynda hefur sáð efasemdum um einn mesta vanda samtímans. Áhugi almennings á loftslagsmálum hefur dvínað, óvissa verið ýkt og alvarleiki loftslagsbreytinga dreginn í efa. Um leið hafa stjórnvöld víða ekki tekið málin föstum tökum, og sums staðar hefur ruglið orðið hluti af stefnu sem réttlætir aðgerðaleysi. Í slíku andrúmslofti lendir umræða um raunhæfar og gagnlegar aðgerðir í sama flokki og rangfærslurnar sjálfar og er af mörgum afskrifuð sem „vitleysa“. Til að rjúfa þennan vítahring er gagnlegra að beina sjónum að algengustu rangfærslunum, skilja hvers vegna þær hljóma sannfærandi og sýna síðan skýrt hvað er rétt og hvað ekki. Samantektin hér fyrir neðan byggir á greiningum frá Skeptical Science og rannsóknum á loftslagsorðræðunni. Röðin endurspeglar hversu algengar fullyrðingarnar eru, ekki styrk þeirra, því vísindalega standast þær allar illa. Á vef Skeptical Science má finna leiðréttingar á yfir 250 algengum rangfærslum í loftslagsumræðunni. Fimmtán rangfærslur – og hvað er rétt? 1. „Loftslagið hefur alltaf breyst“ Hvað er satt?: Loftslag jarðar breytist náttúrulega.Hvað vantar?: Núverandi hlýnun er mun hraðari, hnattræn og knúin áfram af losun mannsins. Náttúrulegar sveiflur einar og sér skýra hana ekki. 2. „Vísindamenn eru ekki sammála“ Hvað er satt?: Gagnrýni og umræða eru eðlilegur hluti vísinda.Hvað vantar?: Um 97% virkra loftslagsvísindamanna eru sammála um að hlýnun jarðar sé að mestu af mannavöldum. Samstaða loftslagsvísindamanna um orsakir hlýnunar er sambærileg þeirri samstöðu sem er meðal sérfræðinga um að reykingar valdi krabbameini. 3. „CO₂ er svo lítið hlutfall að það skiptir engu máli“ Hvað er satt?: CO₂ er lítið hlutfall lofthjúpsins.Hvað vantar: CO₂ hefur aukist úr um 280 ppm (parts per million) fyrir iðnbyltingu í rúmlega 420 ppm í dag. Þótt þessi aukning sé tiltölulega lítil í hlutfalli við lofthjúpinn hefur hún veruleg eðlisfræðileg áhrif. 4. „Sólin veldur hlýnuninni“ Hvað er satt?: Sólin hefur áhrif á loftslag. Hvað vantar?: Sólvirkni hefur ekki aukist á meðan hnattrænt hitastig jarðar hefur hækkað hratt, og því stenst sú ályktun ekki að sólin sé orsakavaldur núverandi hlýnunar. 5. „Hlýnunin hefur stöðvast“ Hvað er satt?: Hitastig sveiflast milli ára. Hvað vantar?: Hlýnun sem „stöðvast“ setur ekki hitamet ár eftir ár. Síðustu tíu ár eru þau hlýjustu sem mælst hafa. 6. „Það var jafn hlýtt á miðöldum“ Hvað er satt?: Hlýrra var á sumum svæðum.Hvað vantar?: Sú hlýnun var svæðisbundin. Núverandi hlýnun er hnattræn og samræmd. 7. „Loftslagslíkön eru óáreiðanleg“ Hvað er satt?: Öll líkön fela í sér óvissu og geta ekki spáð nákvæmlega fyrir um einstök ár eða staðbundið veður. Hvað vantar?: Eldri loftslagslíkön hafa reynst nákvæm í samanburði við raunmælingar. Nýrri líkön byggja á betri gögnum, meiri reiknigetu og ítarlegri eðlisfræði og eru því enn áreiðanlegri, sérstaklega þegar kemur að svæðisbundnum breytingum og öfgaatburðum eins og hitabylgjum, flóðum og stormum. 8. „Hlýnun er góð – meiri gróður og lengra vaxtartímabil“ Hvað er satt?: Plöntur nýta CO₂.Hvað vantar?: Hlýnun veldur einnig þurrkum, hitabylgjum, súrnun hafsins og vistkerfishruni, sem vegur þyngra en staðbundinn ávinningur. 9. „Aðgerðir kosta of mikið“ Hvað er satt?: Loftslagsaðgerðir kosta fjármuni. Hvað vantar?: Aðgerðaleysi er dýrasti kosturinn. Í kostnaði loftslagsaðgerða felast jafnframt umfangsmiklar fjárfestingar í nýrri tækni, innviðum, orkunýtingu og nýsköpun sem skila samfélagslegum og efnahagslegum ávinningi til lengri tíma. 10. „Við eigum að bíða eftir betri tækni“ Hvað er satt?: Tækni skiptir miklu máli.Hvað vantar?: Flestar nauðsynlegar lausnir eru þegar til staðar. Seinkun eykur áhættu, festir í sessi losun og gerir vandann dýrari og erfiðari viðureignar. 11. „Eldfjöll losa meira CO₂ en menn“ Hvað er satt?: Eldfjöll losa CO₂.Hvað vantar?: Eldfjöll losa um 0,3–0,4 gígatonn CO₂ á ári, en mannkynið 36–40 gígatonn CO₂ eða um hundraðfalt meira. 12. „Það er kalt í dag – hvar er hlýnunin?“ Hvað er satt?: Veður er staðbundið og breytilegt.Hvað vantar?: Loftslag er langtímameðaltal. Einstakir kaldir dagar eða mánuðir segja ekkert um hnattræna þróun. 13. „Hitamælingar eru skakkar vegna þéttbýlis“ Hvað er satt?: Þéttbýli getur haft áhrif á staðbundnar mælingar.Hvað vantar: Gögn eru leiðrétt og staðfest með óháðum mælikerfum, þar á meðal gervihnöttum og hafmælingum. 14. „Vatnsgufa er stærri gróðurhúsalofttegund en CO₂“ Hvað er satt?: Vatnsgufa hefur sterk gróðurhúsaáhrif. Hvað vantar: Vatnsgufa er afleiðing hlýnunar, ekki orsök hennar: hlýrra loft bindur meiri raka, þannig að vatnsgufa magnar hlýnunina en CO₂ hrindir ferlinu af stað. 15. „Vísindamenn ýkja til að fá styrki“ Hvað er satt?: Rannsóknir eru styrktar.Hvað vantar?: Vísindakerfið umbunar gagnrýni, endurtekningu og ritrýni, ekki hræðsluáróður. Þetta er samsæriskenning, ekki rök. Lokaorð Rangfærslur um loftslagsbreytingar eru sjaldnast nýjar. Þær eru oft brot af sannleika sett fram án samhengis og tefja bæði skilning og ákvarðanir. Afleiðingin er sú að lausnir eru afskrifaðar áður en þær eru fá raunverulega umræðu. Þegar staðreyndirnar sýna hitamet eftir hitamet, ár eftir ár, er það ekki róttæk afstaða að fylgja bestu þekkingu heldur ábyrg og skynsöm. Þessa hugsun þekkti Ari fróði Þorgilsson vel á 11. öld, þegar hann lagði áherslu á að hafa skyldi það sem sannara reynist. Höfundur er í loftslagshópnum París 1,5 sem berst fyrir því að Ísland leggi sitt af mörkum til að takast á við loftslagsvandann.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun