Innlent

Fjögur vilja tvö efstu hjá Við­reisn

Lovísa Arnardóttir skrifar
Fjórir frambjóðendur takast á um tvö efstu sætin hjá Viðreisn.
Fjórir frambjóðendur takast á um tvö efstu sætin hjá Viðreisn. Aðsendar

Jón Ingi Hákonarson bæjarfulltrúi og Karólína Helga Símonardóttir, varabæjarfulltrúi og 1. varaþingmaður, sækjast bæði eftir fyrsta sæti á lista Viðreisnar í Hafnarfirði. 

Kjörstjórn Viðreisnar í Hafnarfirði hefur staðfest fjögur framboð vegna prófkjörs fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor. Framboðsfrestur rann út á hádegi í dag. Í tilkynningu kemur fram að prófkjörið sé bindandi um efstu tvö sæti listans.

Árni Stefán Guðjónsson, áfangastjóri í Flensborgarskólanum, og Hjördís Lára Hlíðberg, verkefnastjóri hjá JBT Marel, sækjast eftir öðru sæti.

Prófkjörið verður rafrænt og fer fram laugardaginn 17. janúar. Rétt til atkvæðagreiðslu hafa allir skráðir félagar í Viðreisn, 16 ára og eldri, sem eiga lögheimili í Hafnarfirði. Til þess að öðlast kosningarétt þarf skráning í flokkinn að hafa farið fram eigi síðar en tveimur dögum áður en prófkjörið hefst.

Kjörstjórn boðar til kynningarfundar með frambjóðendum fimmtudaginn 15. janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×