Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar 5. janúar 2026 11:46 Viðskiptavinir og unnendur Kvikmyndasafns Íslands hafa nú fengið þær upplýsingar frá menningarmálaráðuneytinu að fyrirhugað sé að sameina safnið Landsbókasafni – Þjóðarbókhlöðu, ásamt Hljóðbókasafni. Fréttir af áformunum bárust á vordögum 2025 og síðan þá hefur ferlið verið keyrt áfram með miklum hraða. Skortur hefur verið á samtali við fagfélög kvikmyndagerðarmanna, kvikmyndaráð og kvikmyndagerðarmenn sjálfa. Ferlið virðist því hvorki gagnsætt né byggt á raunverulegu samráði eða samtali við þá sem málið varðar. Kvikmyndasafn Íslands hefur starfað í einni eða annarri mynd frá stofnun þess samhliða Kvikmyndasjóði árið 1978. Safnkostur safnaðist lengi upp við ófullnægjandi aðstæður, þar til seint á tíunda áratugnum, þegar Böðvar Bjarki Pétursson fékk safninu aðsetur í gömlu frystihúsi í Hafnarfirði. Þar hófst markviss vinna við að koma böndum á viðkvæman og ómetanlegan menningararf. Safnið hefur síðan átt heimili í Hafnarfirði. Á síðustu árum hefur safnið tekið stór skref fram á við. Núverandi forstöðumaður, Þóra Sigríður Ingólfsdóttir, hefur frá 2019 eflt innra starf, bætt starfsumhverfi og styrkt miðlun. Lykilskref var að fá safnið viðurkennt sem opinbert safn árið 2020, sem opnaði leiðir að utanaðkomandi styrkjum og samstarfsverkefnum. Ég hef sjálf unnið náið með Kvikmyndasafninu í mörg ár sem heimildamyndagerðarmaður og séð hversu mikilvæg sérhæfð þjónusta safnsins er. Sýnileiki safnsins hefur aukist verulega með þátttöku í kvikmyndahátíðum, sýningum í samstarfi við Bíó Paradís, auknu samstarfi við RÚV og ekki síst í gegnum vefinn Ísland á filmu, þar sem bæði fagfólki og almenningi hefur verið veittur aðgangur að stórmerkilegu myndefni úr kvikmyndasögu þjóðarinnar. Skólar sem nýta sér efnið hafa jafnvel fengið óvænta liðveislu í baráttunni um athygli ungs fólks sem sækir sífellt meira í sjónræna miðla. Því eru það mikil vonbrigði að í sameiningarferlinu standi til að leggja niður stöðu forstöðumanns — á kostnað sjálfstæðis og faglegra sjónarmiða. Í gögnum samráðsgáttar kemur fram að sameiningin eigi ekki að kosta krónu aukalega. Það ætti að kveikja viðvörunarljós. Skýrslur sem unnar voru af starfsfólki Kvikmyndasafns, Landsbókasafns og Hljóðbókasafns benda til þess að jákvæð samlegð náist ekki nema með verulegri fjárfestingu í innviðum: stafrænum geymslum, tæknilausnum, mannafla og skýrri framtíðarsýn. Án þess verður sameiningin lítið annað en tilfærsla ábyrgðar. Framtíð safnkostsins er að miklu leyti byggður á því að finna hentugar lausnir fyrir stafvæðingu og aðgengi að honum. Kvikmyndasafnið hefur um árabil unnið markvisst að stafvæðingu, varðveislu og miðlun — sem er kjarnahlutverk safnsins. Þar má nefna endurheimt og endurgerð mynda sem hafa komið aftur fyrir augu almennings, svo sem Tár úr steini (1995) eftir Hilmar Oddsson í Bíótekinu og sýningu á Surtur fer sunnan (1964) eftir Ósvald Knudsen á Skjaldborg. Verði safnið undirdeild innan Landsbókasafns er hætta á að frumkvæði og slagkraftur drabbist niður — og að möguleikar til að sækja styrki, sem hafa verið forsenda uppbyggingar síðustu ára, skerðist. Boðaður sparnaður er einnig óljós. Húsnæði safnsins í Hafnarfirði verður áfram nýtt og rekstrarkostnaður óbreyttur, en á móti kemur aukin óvissa, lengri boðleiðir og hægari ákvarðanataka. Þar að auki hefur Landsbókasafn sjálft bent á skort á tugum stöðugilda til að sinna lögbundnu hlutverki sínu. Sameining tveggja vanfjármagnaðra stofnana skapar ekki sjálfkrafa aukna getu; þar er næsta víst að það myndi halla á Kvikmyndasafnið. Stærsta áskorun safna sem varðveita kvikmyndir, myndbönd og ljósmyndir er öruggt og sameiginlegt stafrænt geymslukerfi. Í stað þess að flýta sameiningu legg ég til að áformunum verði frestað og hafið raunverulegt samráð við notendur og fagfólk. Samhliða því ætti að hefja markvissa vinnu að innlendu gagnaveri eða sambærilegri framtíðarlausn sem getur hýst stafrænan menningararf til lengri tíma — fyrir öll söfn landsins. Kvikmyndaarfur Íslands er ekki aukahlutur. Hann er minnið okkar, fortíðin og framtíðin á hreyfimynd. Varðveisla hans krefst sérhæfingar og tæknilegra lausna — ekki skyndilausna sem draga úr sjálfstæði, lengja boðleiðir og kæfa frumkvæði. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Viðskiptavinir og unnendur Kvikmyndasafns Íslands hafa nú fengið þær upplýsingar frá menningarmálaráðuneytinu að fyrirhugað sé að sameina safnið Landsbókasafni – Þjóðarbókhlöðu, ásamt Hljóðbókasafni. Fréttir af áformunum bárust á vordögum 2025 og síðan þá hefur ferlið verið keyrt áfram með miklum hraða. Skortur hefur verið á samtali við fagfélög kvikmyndagerðarmanna, kvikmyndaráð og kvikmyndagerðarmenn sjálfa. Ferlið virðist því hvorki gagnsætt né byggt á raunverulegu samráði eða samtali við þá sem málið varðar. Kvikmyndasafn Íslands hefur starfað í einni eða annarri mynd frá stofnun þess samhliða Kvikmyndasjóði árið 1978. Safnkostur safnaðist lengi upp við ófullnægjandi aðstæður, þar til seint á tíunda áratugnum, þegar Böðvar Bjarki Pétursson fékk safninu aðsetur í gömlu frystihúsi í Hafnarfirði. Þar hófst markviss vinna við að koma böndum á viðkvæman og ómetanlegan menningararf. Safnið hefur síðan átt heimili í Hafnarfirði. Á síðustu árum hefur safnið tekið stór skref fram á við. Núverandi forstöðumaður, Þóra Sigríður Ingólfsdóttir, hefur frá 2019 eflt innra starf, bætt starfsumhverfi og styrkt miðlun. Lykilskref var að fá safnið viðurkennt sem opinbert safn árið 2020, sem opnaði leiðir að utanaðkomandi styrkjum og samstarfsverkefnum. Ég hef sjálf unnið náið með Kvikmyndasafninu í mörg ár sem heimildamyndagerðarmaður og séð hversu mikilvæg sérhæfð þjónusta safnsins er. Sýnileiki safnsins hefur aukist verulega með þátttöku í kvikmyndahátíðum, sýningum í samstarfi við Bíó Paradís, auknu samstarfi við RÚV og ekki síst í gegnum vefinn Ísland á filmu, þar sem bæði fagfólki og almenningi hefur verið veittur aðgangur að stórmerkilegu myndefni úr kvikmyndasögu þjóðarinnar. Skólar sem nýta sér efnið hafa jafnvel fengið óvænta liðveislu í baráttunni um athygli ungs fólks sem sækir sífellt meira í sjónræna miðla. Því eru það mikil vonbrigði að í sameiningarferlinu standi til að leggja niður stöðu forstöðumanns — á kostnað sjálfstæðis og faglegra sjónarmiða. Í gögnum samráðsgáttar kemur fram að sameiningin eigi ekki að kosta krónu aukalega. Það ætti að kveikja viðvörunarljós. Skýrslur sem unnar voru af starfsfólki Kvikmyndasafns, Landsbókasafns og Hljóðbókasafns benda til þess að jákvæð samlegð náist ekki nema með verulegri fjárfestingu í innviðum: stafrænum geymslum, tæknilausnum, mannafla og skýrri framtíðarsýn. Án þess verður sameiningin lítið annað en tilfærsla ábyrgðar. Framtíð safnkostsins er að miklu leyti byggður á því að finna hentugar lausnir fyrir stafvæðingu og aðgengi að honum. Kvikmyndasafnið hefur um árabil unnið markvisst að stafvæðingu, varðveislu og miðlun — sem er kjarnahlutverk safnsins. Þar má nefna endurheimt og endurgerð mynda sem hafa komið aftur fyrir augu almennings, svo sem Tár úr steini (1995) eftir Hilmar Oddsson í Bíótekinu og sýningu á Surtur fer sunnan (1964) eftir Ósvald Knudsen á Skjaldborg. Verði safnið undirdeild innan Landsbókasafns er hætta á að frumkvæði og slagkraftur drabbist niður — og að möguleikar til að sækja styrki, sem hafa verið forsenda uppbyggingar síðustu ára, skerðist. Boðaður sparnaður er einnig óljós. Húsnæði safnsins í Hafnarfirði verður áfram nýtt og rekstrarkostnaður óbreyttur, en á móti kemur aukin óvissa, lengri boðleiðir og hægari ákvarðanataka. Þar að auki hefur Landsbókasafn sjálft bent á skort á tugum stöðugilda til að sinna lögbundnu hlutverki sínu. Sameining tveggja vanfjármagnaðra stofnana skapar ekki sjálfkrafa aukna getu; þar er næsta víst að það myndi halla á Kvikmyndasafnið. Stærsta áskorun safna sem varðveita kvikmyndir, myndbönd og ljósmyndir er öruggt og sameiginlegt stafrænt geymslukerfi. Í stað þess að flýta sameiningu legg ég til að áformunum verði frestað og hafið raunverulegt samráð við notendur og fagfólk. Samhliða því ætti að hefja markvissa vinnu að innlendu gagnaveri eða sambærilegri framtíðarlausn sem getur hýst stafrænan menningararf til lengri tíma — fyrir öll söfn landsins. Kvikmyndaarfur Íslands er ekki aukahlutur. Hann er minnið okkar, fortíðin og framtíðin á hreyfimynd. Varðveisla hans krefst sérhæfingar og tæknilegra lausna — ekki skyndilausna sem draga úr sjálfstæði, lengja boðleiðir og kæfa frumkvæði. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður.
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun