Fótbolti

Al­sælir Alsíringar á­fram eftir dramatík

Valur Páll Eiríksson skrifar
Alsírsk alsæla.
Alsírsk alsæla. Torbjorn Tande/DeFodi Images/DeFodi via Getty Images

Alsír komst í kvöld í 8-liða úrslit Afríkukeppninnar í fótbolta með dramatískum 1-0 sigri á Kongó eftir framlengingu.

Óhætt er að segja að fátt hafi verið um fína drætti hvað sóknarleik varðar í leik kvöldsins þar sem færin létu á sér standa. Vænt mörk liðanna tveggja samanlagt var undir einu heilu og eftir því var leikurinn heldur lokaður.

Enda var ekkert skorað í 90 mínútur og framlenging tók við. Þar stefndi allt í vítaspyrnukeppni í hundleiðinlegum leiknum en Alsíringum tókst að tryggja sér sigur undir lokin.

Adil Boulbina skoraði það sem reyndist sigurmarkið á 119. mínútu leiksins og Alsír komið áfram í 8-liða úrslit keppninnar.

Þar mætir Alsír liði Nígeríu sem komst áfram í gær.

Eitt sæti er laust í 8-liða úrslitunum en í kvöld kemur í ljós hvort Fílabeinsströndin eða Búrkína Fasó fari áfram og mæti Egyptalandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×