Fótbolti

Ever­ton-maðurinn sendi Senegal í undanúr­slit

Sindri Sverrisson skrifar
Iliman Ndiaye og félagar fagna markinu gegn Malí í kvöld.
Iliman Ndiaye og félagar fagna markinu gegn Malí í kvöld. Getty/Ulrik Pedersen

Senegal er komið áfram í undanúrslit Afríkukeppninnar í fótbolta eftir 1-0 sigur á Malí sem lék manni færra allan seinni hálfleikinn í dag.

Það var Everton-maðurinn Iliman Ndiaye sem skoraði eina mark leiksins, um miðjan fyrri hálfleikinn. 

Rétt fyrir hlé vænkaðist svo hagur Senegals enn frekar þegar Tottenham-maðurinn Yves Bissouma fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Senegal er þar með fyrsta liðið sem komið er í undanúrslit en í kvöld mætast einnig Kamerún og Marokkó. Á morgun mætir Alsír Nígeríu og Egyptaland mætir Fílabeinsströndinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×