Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar 12. janúar 2026 07:32 Nýr barna- og menntamálaráðherra, Inga Sæland, talaði nýverið á Sprengisandi um svokallaða „Finnsku leið“. Það er fagnaðarefni að ráðherra horfi til Finnlands en þangað hefur fagfólk í skólakerfinu lengi horft. Félag grunnskólakennara þýddi fyrir rúmum áratug bókina Finnska leiðin eftir Pasi Sahlberg, einn áhrifamesta menntafræðing Norðurlanda sem gefin var út árið 2011. Finnska leiðin er því aldeilis ekki ný af nálinni heldur niðurstaða margra ára stefnumótunar og samfélagslegrar sáttar Finna og snýst um að byggja menntun barna á jöfnuði, trausti og fagmennsku í stað skyndilausna. Hins vegar er aðferðin Kveikjum neistann sem nýr barna- og menntamálaráðherra vill einnig innleiða í alla grunnskóla einungis tilraunaverkefni sem er á undanþágu frá námskrá og hefur enn aðeins sýnt takmarkaðar rannsóknarniðurstöður. Það væri því mikil hvatvísi að innleiða slíka aðferð án þess að byggja ávinninginn á raunverulegum gögnum. Á sama tíma talar ráðherra niður Byrjendalæsi, aðferð sem myndar umgjörð um læsiskennslu og lítur að því að unnið sé vel með alla þætti læsis; lestur, hlustun, tal og ritun. Sú aðferð byggir á erlendum rannsóknum og hefur verið þó nokkuð rannsökuð hérlendis t.d. hvað varðar tengsl málþroska, orðaforða og læsis, námsaðlögunar, hljóðkerfisvitundar og tengsla hennar við lestrarnám sem og hlutverks kennara, kennsluhátta og námsefnis svo eitthvað sé nefnt. Finnska leiðin byggir einmitt ekki á skyndilausnum heldur á stefnufestu, fagmennsku og trausti. Reynsla Finna sýnir að árangur í menntamálum krefst trausts, fjárfestingar og langtímasýnar Í fyrrnefndri bók Sahlbergs eru nokkur lykilatriði dregin skýrt fram. Finnum hefur tekist að ná víðtækri sátt um meginstefnu í menntamálum og framtíðarsýn þjóðarinnar. Þeir hafa valið jöfnuð og samvinnu fram yfir samkeppni eða markaðsvæðingu skólanna og hefur sú áhersla skilað skólastarfi þar sem flest börn læra vel. Finnsk menntayfirvöld hafa jafnframt dregið í efa gagnsemi staðlaðra prófa frá utanaðkomandi aðilum á þeim forsendum að próf sem hafa engin áhrif á nám eða kennslu hafi takmarkað gildi í skólastarfi. Í Finnlandi er litið á menntun sem almannaheill. Hún er að fullu kostuð af ríkinu, skólagjöld eru ekki innheimt í háskólum eða tækniskólum og lögð er áhersla á jöfn tækifæri. Einnig er mikil áhersla á að kennarar séu vel menntaðir. Grunnskólar eru án aðgreiningar en um þriðjungur nemenda fékk sérkennslu árið 2012, annað hvort tímabundið eða lengur, sem endurspeglar snemmtækan og sveigjanlegan stuðning við nemendur frekar en kerfi sem bíður eftir að vandinn verði alvarlegur. Til þess að standa undir slíku þarf mikinn mannauð innan skólanna. Kennarar í Finnlandi kenna að meðaltali um fjórar kennslustundir á dag, enda er gert ráð fyrir að hluti vinnutímans fari í þróun skólastarfs, samstarf, námsaðlögun, námskrárvinnu og faglega endurnýjun. Laun þeirra eru samkeppnishæf og hækka í takt við starfsaldur. Það er því lagt mikið upp úr faglegu og eftirsóknarverðu starfsumhverfi og virðing borin fyrir kennarastarfinu. Heimanám nemenda er hins vegar meira en 15 mínútna lestur á dag, sem kallar á virka og markvissa samvinnu heimila og skóla. Í Finnlandi fara um 1,5–2% af heildarkostnaði skólakerfisins í námsefni. Á Íslandi er hlutfallið um 0,4%. Góð kennsla byggir á aðgengi að vönduðu, uppfærðu og fjölbreyttu námsefni en hérlendis hefur þessi námsefnissultur lengi staðið yfir án raunverulegs vilja til að bæta úr því. Nýr barna- og menntamálaráðherra tjáði sig einnig um að hún vildi hverfa frá skóla án aðgreiningar sem hefur verið ein af grunnstefnum hvað varðar jöfnuð í íslensku skólakerfi. Með slíku myndi hún ekki aðeins kollsteypa jöfnuði samfélagsins heldur líka brjóta grein 24. í nýlögfestum samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks segir m.a. “að árangursríkur, einstaklingsmiðaður stuðningur sé veittur í umhverfi sem hámarkar námsþroska og félagsþroska sem samræmist markmiðinu um fulla þátttöku án aðgreiningar.” Árangur næst ekki með skyndilausnum heldur með fagmennsku, jöfnuði, trausti og samfélagssáttmála Sjálf hef ég lengi haldið því fram að íslenskt skólakerfi hafi alla burði til að vera framúrskarandi. Smæðin og stuttar boðleiðir eru styrkur, en fyrst og fremst höfum við hæft fagfólk innan skólanna sem leggja sig daglega fram við oft flóknar aðstæður. Það sem skortir er stefnufesta. Eilífar breytingar, tíð ráðherraskipti og ný áhersluverkefni á hverju kjörtímabili grafa undan trausti og árangri skólakerfisins. Við þurfum að laða menntaða kennara aftur inn í skólana, gera starfsumhverfið raunverulega aðlaðandi og styðja mun betur við nemendur sem þurfa sértæka aðstoð. Í dag hefur skólakerfið hvorki fjármagn né mannauð til að sinna þessu eins og þörf er á. Lausnin er ekki orðaflaumur eða upphrópanir ráðamanna heldur samfélagssáttmáli um að setja börn og ungmenni í forgang, fjárhagslega, tímalega og faglega. Samfélagssáttmáli um aukna samvinnu fagfólks á breiðu sviði ásamt þéttri samvinnu heimila í þágu menntunar og velferðar unga fólksins okkar. Og það er vel hægt. Ég ætla að ljúka þessu á orðum Sir Ken Robinson, en sá mikli fræðimaður skrifar eftirmála í bókinni um Finnsku leiðina og kjarnar hana vel með þessum orðum: „Megininntak Finnsku leiðarinnar er að umbætur á skólakerfum snúist um að skapa ungu fólki ákjósanlegar aðstæður til að verða áhugasamir námsmenn, ánægðir einstaklingar og skilningsríkir, hugmyndaríkir borgarar.“ Það ætti að vera markmið okkar allra. En það krefst hugrekkis, þolinmæði, samstöðu, samfélagssáttmála og pólitískrar ábyrgðar. Höfundur er grunnskólakennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Álfhildur Leifsdóttir Grunnskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Nýr barna- og menntamálaráðherra, Inga Sæland, talaði nýverið á Sprengisandi um svokallaða „Finnsku leið“. Það er fagnaðarefni að ráðherra horfi til Finnlands en þangað hefur fagfólk í skólakerfinu lengi horft. Félag grunnskólakennara þýddi fyrir rúmum áratug bókina Finnska leiðin eftir Pasi Sahlberg, einn áhrifamesta menntafræðing Norðurlanda sem gefin var út árið 2011. Finnska leiðin er því aldeilis ekki ný af nálinni heldur niðurstaða margra ára stefnumótunar og samfélagslegrar sáttar Finna og snýst um að byggja menntun barna á jöfnuði, trausti og fagmennsku í stað skyndilausna. Hins vegar er aðferðin Kveikjum neistann sem nýr barna- og menntamálaráðherra vill einnig innleiða í alla grunnskóla einungis tilraunaverkefni sem er á undanþágu frá námskrá og hefur enn aðeins sýnt takmarkaðar rannsóknarniðurstöður. Það væri því mikil hvatvísi að innleiða slíka aðferð án þess að byggja ávinninginn á raunverulegum gögnum. Á sama tíma talar ráðherra niður Byrjendalæsi, aðferð sem myndar umgjörð um læsiskennslu og lítur að því að unnið sé vel með alla þætti læsis; lestur, hlustun, tal og ritun. Sú aðferð byggir á erlendum rannsóknum og hefur verið þó nokkuð rannsökuð hérlendis t.d. hvað varðar tengsl málþroska, orðaforða og læsis, námsaðlögunar, hljóðkerfisvitundar og tengsla hennar við lestrarnám sem og hlutverks kennara, kennsluhátta og námsefnis svo eitthvað sé nefnt. Finnska leiðin byggir einmitt ekki á skyndilausnum heldur á stefnufestu, fagmennsku og trausti. Reynsla Finna sýnir að árangur í menntamálum krefst trausts, fjárfestingar og langtímasýnar Í fyrrnefndri bók Sahlbergs eru nokkur lykilatriði dregin skýrt fram. Finnum hefur tekist að ná víðtækri sátt um meginstefnu í menntamálum og framtíðarsýn þjóðarinnar. Þeir hafa valið jöfnuð og samvinnu fram yfir samkeppni eða markaðsvæðingu skólanna og hefur sú áhersla skilað skólastarfi þar sem flest börn læra vel. Finnsk menntayfirvöld hafa jafnframt dregið í efa gagnsemi staðlaðra prófa frá utanaðkomandi aðilum á þeim forsendum að próf sem hafa engin áhrif á nám eða kennslu hafi takmarkað gildi í skólastarfi. Í Finnlandi er litið á menntun sem almannaheill. Hún er að fullu kostuð af ríkinu, skólagjöld eru ekki innheimt í háskólum eða tækniskólum og lögð er áhersla á jöfn tækifæri. Einnig er mikil áhersla á að kennarar séu vel menntaðir. Grunnskólar eru án aðgreiningar en um þriðjungur nemenda fékk sérkennslu árið 2012, annað hvort tímabundið eða lengur, sem endurspeglar snemmtækan og sveigjanlegan stuðning við nemendur frekar en kerfi sem bíður eftir að vandinn verði alvarlegur. Til þess að standa undir slíku þarf mikinn mannauð innan skólanna. Kennarar í Finnlandi kenna að meðaltali um fjórar kennslustundir á dag, enda er gert ráð fyrir að hluti vinnutímans fari í þróun skólastarfs, samstarf, námsaðlögun, námskrárvinnu og faglega endurnýjun. Laun þeirra eru samkeppnishæf og hækka í takt við starfsaldur. Það er því lagt mikið upp úr faglegu og eftirsóknarverðu starfsumhverfi og virðing borin fyrir kennarastarfinu. Heimanám nemenda er hins vegar meira en 15 mínútna lestur á dag, sem kallar á virka og markvissa samvinnu heimila og skóla. Í Finnlandi fara um 1,5–2% af heildarkostnaði skólakerfisins í námsefni. Á Íslandi er hlutfallið um 0,4%. Góð kennsla byggir á aðgengi að vönduðu, uppfærðu og fjölbreyttu námsefni en hérlendis hefur þessi námsefnissultur lengi staðið yfir án raunverulegs vilja til að bæta úr því. Nýr barna- og menntamálaráðherra tjáði sig einnig um að hún vildi hverfa frá skóla án aðgreiningar sem hefur verið ein af grunnstefnum hvað varðar jöfnuð í íslensku skólakerfi. Með slíku myndi hún ekki aðeins kollsteypa jöfnuði samfélagsins heldur líka brjóta grein 24. í nýlögfestum samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks segir m.a. “að árangursríkur, einstaklingsmiðaður stuðningur sé veittur í umhverfi sem hámarkar námsþroska og félagsþroska sem samræmist markmiðinu um fulla þátttöku án aðgreiningar.” Árangur næst ekki með skyndilausnum heldur með fagmennsku, jöfnuði, trausti og samfélagssáttmála Sjálf hef ég lengi haldið því fram að íslenskt skólakerfi hafi alla burði til að vera framúrskarandi. Smæðin og stuttar boðleiðir eru styrkur, en fyrst og fremst höfum við hæft fagfólk innan skólanna sem leggja sig daglega fram við oft flóknar aðstæður. Það sem skortir er stefnufesta. Eilífar breytingar, tíð ráðherraskipti og ný áhersluverkefni á hverju kjörtímabili grafa undan trausti og árangri skólakerfisins. Við þurfum að laða menntaða kennara aftur inn í skólana, gera starfsumhverfið raunverulega aðlaðandi og styðja mun betur við nemendur sem þurfa sértæka aðstoð. Í dag hefur skólakerfið hvorki fjármagn né mannauð til að sinna þessu eins og þörf er á. Lausnin er ekki orðaflaumur eða upphrópanir ráðamanna heldur samfélagssáttmáli um að setja börn og ungmenni í forgang, fjárhagslega, tímalega og faglega. Samfélagssáttmáli um aukna samvinnu fagfólks á breiðu sviði ásamt þéttri samvinnu heimila í þágu menntunar og velferðar unga fólksins okkar. Og það er vel hægt. Ég ætla að ljúka þessu á orðum Sir Ken Robinson, en sá mikli fræðimaður skrifar eftirmála í bókinni um Finnsku leiðina og kjarnar hana vel með þessum orðum: „Megininntak Finnsku leiðarinnar er að umbætur á skólakerfum snúist um að skapa ungu fólki ákjósanlegar aðstæður til að verða áhugasamir námsmenn, ánægðir einstaklingar og skilningsríkir, hugmyndaríkir borgarar.“ Það ætti að vera markmið okkar allra. En það krefst hugrekkis, þolinmæði, samstöðu, samfélagssáttmála og pólitískrar ábyrgðar. Höfundur er grunnskólakennari
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun