Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar 12. janúar 2026 10:15 Í grein sinni um traust sem hornstein íslenskrar heilbrigðisþjónustu, sem birtist nýverið hér á Vísir.is, setur Jón Magnús Kristjánsson, læknir og aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, fram mikilvægan og tímabæran boðskap. Traust er límið sem heldur þjónustunni saman og án þess verður engin raunveruleg framþróun. Í litlu samfélagi eins og því íslenska, þar sem tengsl eru náin og ábyrgðin gagnkvæm, skiptir þetta meira máli en víðast hvar. En traust verður ekki til í orðum einum saman. Það verður ekki til með yfirlýsingum um vilja til samstarfs eða samráðs. Traust byggist á því að kerfið standi við eigin orð í verki. Að fagfólk upplifi að þegar talað er um liðsheild, verkaskiptingu og nýtingu þekkingar, þá fylgi því raunverulegar ákvarðanir, skýr staða og ábyrgð sem er viðurkennd. Líka þegar kemur að launum, starfsheitum og skipulagi. Þar stendur íslenskt heilbrigðiskerfi frammi fyrir raunverulegri áskorun þegar kemur að stöðu sjúkraliða. Sjúkraliðar eru burðarás í daglegri þjónustu. Þeir sinna nærhjúkrun, fylgjast með heilsufari sjúklinga, veita stöðuga umönnun og eru oft þeir sem standa næst fólki þegar mest á reynir. Traust sjúklinga byggist ekki síst á þeirri mannlegu nálægð og fagmennsku sem birtist í störfum sjúkraliða. Ný könnun Vörðu um stöðu sjúkraliða árið 2025 sýnir skýrt að hér er um að ræða fagstétt sem býr yfir mikilli reynslu, seiglu og ábyrgð. Rúmlega sex af hverjum tíu sjúkraliðum eru 51 árs eða eldri. Það er ekki merki um stöðnun heldur dýrmætan stöðugleika sem heilbrigðiskerfið treystir á alla daga. Þetta er þekking sem heldur þjónustunni gangandi jafnvel þegar kerfið sjálft er undir miklu álagi. Sterk fagstétt sem kerfið treystir á en nýtir ekki til fulls Undanfarin ár hefur verið unnið markvisst að því að þróa hlutverk sjúkraliða. Menntun hefur verið efld, sérhæfing byggð upp og ábyrgð stéttarinnar aukist í takt við þarfir þjónustunnar. Þar á meðal hefur verið komið á fagháskólanámi fyrir starfandi sjúkraliða við Háskólann á Akureyri, sem endurspeglar auknar kröfur um faglega hæfni, klíníska þekkingu og sjálfstæða ábyrgð í starfi. Sjúkraliðar sinna í dag fjölbreyttari og krefjandi verkefnum en áður, með aukinni klínískri ábyrgð og meiri kröfum um faglega hæfni og samvinnu. Í orði kveðnu er þetta í samræmi við þá framtíðarsýn sem oft er sett fram. Liðsheild, skynsamlega verkaskiptingu og betri nýtingu mannauðs. Í framkvæmd blasir þó við annað mynstur. Þrátt fyrir skýra menntun og hæfniviðmið hefur kerfið ekki fylgt þessari þróun eftir með sambærilegri stöðu, starfsheitum eða launaröðun. Sérhæfðir sjúkraliðar hafa ítrekað ekki fengið störf skilgreind í samræmi við þekkingu sína. Þetta á sérstaklega við víða á landsbyggðinni þar sem heilbrigðisstofnanir hafa ekki tryggt sérhæfðum sjúkraliðum viðeigandi sess í stofnanasamningum. Sú staða grefur undan markvissri nýtingu menntunar, dregur úr starfsþróun og eykur hættu á brotthvarfi úr faginu. Skilaboðin eru skýr þótt þau séu sjaldan sögð upphátt. Þekkingin er velkomin svo lengi sem hún breytir engu. En einmitt þar fer traustið að molna. Ekki vegna þess að sjúkraliðar standi sig ekki. Heldur vegna þess að kerfið nýtir ekki þekkingu þeirra til fulls þrátt fyrir að kalla eftir meiri ábyrgð, sveigjanleika og afköstum. Þegar verkefni eru færð til í heilbrigðisþjónustunni án þess að fagleg staða fylgi með er það ekki framþróun. Það er sparnaðaraðgerð í nýjum búningi. Sjálfbær heilbrigðisþjónusta krefst pólitískrar festu Könnunin sýnir jafnframt að sjúkraliðar starfa oftar í hlutastarfi en aðrar stéttir. Slíkt er stundum túlkað sem skortur á vilja til að vinna en niðurstöðurnar benda til annars. Hlutastörf endurspegla eðli starfsins, vaktavinnu, álag og mikla ábyrgð, sem kalla á skipulag sem styður við starfsgetu og sjálfbærni til lengri tíma. Kerfi sem byggir á stöðugri yfirkeyrslu heldur ekki fólki. Það tapar reynslu, samfellu og trausti. Sjúkraliðar hafa sýnt mikla seiglu og aðlögunarhæfni. Þrátt fyrir krefjandi starfsaðstæður mælist andleg heilsa sjúkraliða ekki aðeins sambærileg við annað launafólk, heldur í heildina betri. Meiri hluti sjúkraliða mælist með góða eða miðlungs góða andlega heilsu en gengur og gerist á vinnumarkaði. Þetta endurspeglar mikla seiglu, fagmennsku og sterka sjálfsmynd stéttarinnar. En seigla er ekki óendanleg auðlind. Ábyrgðin á mönnun heilbrigðiskerfisins liggur ekki hjá einstökum fagstéttum. Hún liggur hjá stjórnvöldum. Það er pólitísk ákvörðun hvernig starfsþróun er studd, hvernig sérhæfing er viðurkennd og hvernig mannauður er nýttur. Ef vilji er til að byggja upp sjálfbæra heilbrigðisþjónustu til framtíðar þarf sú ábyrgð að endurspeglast í skýrri stefnu og festu í framkvæmd. Í því samhengi skiptir máli að heilbrigðisstofnanir, ekki síst á landsbyggðinni, tryggi sjúkraliðum skýra og raunhæfa stöðu í stofnanasamningum. Þar þarf að raungerast sá framgangur og sú sérhæfing sem þegar hefur verið byggð upp í menntun og starfi, þannig að hún verði sýnileg innan stéttarinnar og nýtist þjónustunni til fulls. Án slíkrar festu verður erfitt að halda í reynslumikla sjúkraliða og laða nýtt fólk að faginu. Sjúkraliðar eru tilbúnir í samtal um framtíð heilbrigðisþjónustunnar. Þeir hafa sýnt í verki að þeir bera ábyrgðina þegar á reynir og halda þjónustunni gangandi við krefjandi aðstæður. En traust byggist ekki á samtölum einum saman. Það byggist á því að kerfið standi við eigin orð. Og nú er komið að því að orðum sé fylgt eftir með ákvörðunum. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Heilbrigðismál Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Í grein sinni um traust sem hornstein íslenskrar heilbrigðisþjónustu, sem birtist nýverið hér á Vísir.is, setur Jón Magnús Kristjánsson, læknir og aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, fram mikilvægan og tímabæran boðskap. Traust er límið sem heldur þjónustunni saman og án þess verður engin raunveruleg framþróun. Í litlu samfélagi eins og því íslenska, þar sem tengsl eru náin og ábyrgðin gagnkvæm, skiptir þetta meira máli en víðast hvar. En traust verður ekki til í orðum einum saman. Það verður ekki til með yfirlýsingum um vilja til samstarfs eða samráðs. Traust byggist á því að kerfið standi við eigin orð í verki. Að fagfólk upplifi að þegar talað er um liðsheild, verkaskiptingu og nýtingu þekkingar, þá fylgi því raunverulegar ákvarðanir, skýr staða og ábyrgð sem er viðurkennd. Líka þegar kemur að launum, starfsheitum og skipulagi. Þar stendur íslenskt heilbrigðiskerfi frammi fyrir raunverulegri áskorun þegar kemur að stöðu sjúkraliða. Sjúkraliðar eru burðarás í daglegri þjónustu. Þeir sinna nærhjúkrun, fylgjast með heilsufari sjúklinga, veita stöðuga umönnun og eru oft þeir sem standa næst fólki þegar mest á reynir. Traust sjúklinga byggist ekki síst á þeirri mannlegu nálægð og fagmennsku sem birtist í störfum sjúkraliða. Ný könnun Vörðu um stöðu sjúkraliða árið 2025 sýnir skýrt að hér er um að ræða fagstétt sem býr yfir mikilli reynslu, seiglu og ábyrgð. Rúmlega sex af hverjum tíu sjúkraliðum eru 51 árs eða eldri. Það er ekki merki um stöðnun heldur dýrmætan stöðugleika sem heilbrigðiskerfið treystir á alla daga. Þetta er þekking sem heldur þjónustunni gangandi jafnvel þegar kerfið sjálft er undir miklu álagi. Sterk fagstétt sem kerfið treystir á en nýtir ekki til fulls Undanfarin ár hefur verið unnið markvisst að því að þróa hlutverk sjúkraliða. Menntun hefur verið efld, sérhæfing byggð upp og ábyrgð stéttarinnar aukist í takt við þarfir þjónustunnar. Þar á meðal hefur verið komið á fagháskólanámi fyrir starfandi sjúkraliða við Háskólann á Akureyri, sem endurspeglar auknar kröfur um faglega hæfni, klíníska þekkingu og sjálfstæða ábyrgð í starfi. Sjúkraliðar sinna í dag fjölbreyttari og krefjandi verkefnum en áður, með aukinni klínískri ábyrgð og meiri kröfum um faglega hæfni og samvinnu. Í orði kveðnu er þetta í samræmi við þá framtíðarsýn sem oft er sett fram. Liðsheild, skynsamlega verkaskiptingu og betri nýtingu mannauðs. Í framkvæmd blasir þó við annað mynstur. Þrátt fyrir skýra menntun og hæfniviðmið hefur kerfið ekki fylgt þessari þróun eftir með sambærilegri stöðu, starfsheitum eða launaröðun. Sérhæfðir sjúkraliðar hafa ítrekað ekki fengið störf skilgreind í samræmi við þekkingu sína. Þetta á sérstaklega við víða á landsbyggðinni þar sem heilbrigðisstofnanir hafa ekki tryggt sérhæfðum sjúkraliðum viðeigandi sess í stofnanasamningum. Sú staða grefur undan markvissri nýtingu menntunar, dregur úr starfsþróun og eykur hættu á brotthvarfi úr faginu. Skilaboðin eru skýr þótt þau séu sjaldan sögð upphátt. Þekkingin er velkomin svo lengi sem hún breytir engu. En einmitt þar fer traustið að molna. Ekki vegna þess að sjúkraliðar standi sig ekki. Heldur vegna þess að kerfið nýtir ekki þekkingu þeirra til fulls þrátt fyrir að kalla eftir meiri ábyrgð, sveigjanleika og afköstum. Þegar verkefni eru færð til í heilbrigðisþjónustunni án þess að fagleg staða fylgi með er það ekki framþróun. Það er sparnaðaraðgerð í nýjum búningi. Sjálfbær heilbrigðisþjónusta krefst pólitískrar festu Könnunin sýnir jafnframt að sjúkraliðar starfa oftar í hlutastarfi en aðrar stéttir. Slíkt er stundum túlkað sem skortur á vilja til að vinna en niðurstöðurnar benda til annars. Hlutastörf endurspegla eðli starfsins, vaktavinnu, álag og mikla ábyrgð, sem kalla á skipulag sem styður við starfsgetu og sjálfbærni til lengri tíma. Kerfi sem byggir á stöðugri yfirkeyrslu heldur ekki fólki. Það tapar reynslu, samfellu og trausti. Sjúkraliðar hafa sýnt mikla seiglu og aðlögunarhæfni. Þrátt fyrir krefjandi starfsaðstæður mælist andleg heilsa sjúkraliða ekki aðeins sambærileg við annað launafólk, heldur í heildina betri. Meiri hluti sjúkraliða mælist með góða eða miðlungs góða andlega heilsu en gengur og gerist á vinnumarkaði. Þetta endurspeglar mikla seiglu, fagmennsku og sterka sjálfsmynd stéttarinnar. En seigla er ekki óendanleg auðlind. Ábyrgðin á mönnun heilbrigðiskerfisins liggur ekki hjá einstökum fagstéttum. Hún liggur hjá stjórnvöldum. Það er pólitísk ákvörðun hvernig starfsþróun er studd, hvernig sérhæfing er viðurkennd og hvernig mannauður er nýttur. Ef vilji er til að byggja upp sjálfbæra heilbrigðisþjónustu til framtíðar þarf sú ábyrgð að endurspeglast í skýrri stefnu og festu í framkvæmd. Í því samhengi skiptir máli að heilbrigðisstofnanir, ekki síst á landsbyggðinni, tryggi sjúkraliðum skýra og raunhæfa stöðu í stofnanasamningum. Þar þarf að raungerast sá framgangur og sú sérhæfing sem þegar hefur verið byggð upp í menntun og starfi, þannig að hún verði sýnileg innan stéttarinnar og nýtist þjónustunni til fulls. Án slíkrar festu verður erfitt að halda í reynslumikla sjúkraliða og laða nýtt fólk að faginu. Sjúkraliðar eru tilbúnir í samtal um framtíð heilbrigðisþjónustunnar. Þeir hafa sýnt í verki að þeir bera ábyrgðina þegar á reynir og halda þjónustunni gangandi við krefjandi aðstæður. En traust byggist ekki á samtölum einum saman. Það byggist á því að kerfið standi við eigin orð. Og nú er komið að því að orðum sé fylgt eftir með ákvörðunum. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar