Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. janúar 2026 14:24 Íslenskur fjárhundur á sólríkum degi við sjóinn. Ekki ósvipaðar aðstæður og mætti ætla að hafi verið tilfellið daginn örlagaríka. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti. Getty Images Kona hefur verið sýknuð af ákæru lögreglustjórans á Norðurlandi vestra fyrir að hafa skotið íslenskan fjárhund með haglabyssu við friðlýst æðarvarp sem hún var að gæta. Dómurinn leit meðal annars til hins mikla verðmætis sem fólst í æðarvarpinu á meðan virði hundsins væri mun minna. Dómur var kveðinn upp í liðinni viku við Héraðsdóm Norðurlands vestra. Konan var ákærð fyrir eignaspjöll og brot gegn vopnalögum þar sem skotleyfi hennar var ekki í gildi. Þá var gerð krafa um eignarupptöku á Franchi haglabyssu í eigu manns hennar. Bar fyrir sig neyðarrétt Atvikið átti sér stað föstudaginn 14. júní 2024 skammt frá æðarvarpi á Norðurlandi vestra. Fjölskylda sem átti hundinn, sem var tík af fjárhundakyni, og býr í nágrenni æðarvarpsins hafði tilkynnt lögreglu að honum hefði verið hleypt út um morguninn, verið eftirlitslaus í tíu mínútur en svo látið sig hverfa. Síðar um daginn hefði konan tilkynnt þeim að búið væri að aflífa hundinn, afhent hann í svörtum plastpoka og útskýrt að hefði hundurinn komist í varpið hefði hann getað valdið miklu tjóni. Konan bar fyrir sig neyðarrétti. Hún lýsti því að hún hefði séð tvo hunda koma hlaupandi í átt að varpinu þar sem útungun væri í fullum gangi og um þrjú þúsund kollur á hreiðrum. Hún kvaðst hafa kallað á hundana og reynt að reka þá burt; annar hefði snúið við en hinn haldið áfram „á fullri ferð“ að varpinu. Þá hefði hún gripið til þess „örþrifaráðs“ að skjóta til að afstýra tjóni. Hún og maður hennar lýstu jafnframt að þau hefðu ítrekað rætt við eigendur hundanna um að halda þeim frá varpinu. Æðardúnn upp á milljónir króna Í dóminum er rakið að æðarvörp séu afar viðkvæm á varptíma og að hundar geti valdið verulegu tjóni með truflun. Dómurinn taldi nægilega sýnt fram á að hundurinn hefði getað valdið verulegu tjóni. Konan lagði fram reikning fyrir sölu á 40 kílóum af æðardúni frá því fyrr um sumarið. Þau seldust á 74 þúsund evrur eða um ellefu milljónir króna. Konan benti á að hvolpur af sama fjárhundakyni kostaði 350 þúsund krónur. Dómurinn var því sammála að hagsmunir þeir sem konan verndaði væru mun meiri. Féllst dómurinn á að skilyrði neyðarréttar væru uppfyllt og háttsemin refsilaus. Dómurinn tók einnig afstöðu til vopnalagabrotsins og taldi sömu neyðarréttarsjónarmið leiða til sýknu þar sem notkun skotvopnsins hefði verið nauðsynleg við þær aðstæður þótt leyfið hefði ekki verið í gildi. Í gögnum málsins kom einnig fram að Matvælastofnun hefði boðað konunni stjórnvaldssekt upp á 230 þúsund krónur vegna dráps hundsins. Ekki fylgir sögunni hvernig því máli lauk. Fuglar Hundar Dómsmál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Dómur var kveðinn upp í liðinni viku við Héraðsdóm Norðurlands vestra. Konan var ákærð fyrir eignaspjöll og brot gegn vopnalögum þar sem skotleyfi hennar var ekki í gildi. Þá var gerð krafa um eignarupptöku á Franchi haglabyssu í eigu manns hennar. Bar fyrir sig neyðarrétt Atvikið átti sér stað föstudaginn 14. júní 2024 skammt frá æðarvarpi á Norðurlandi vestra. Fjölskylda sem átti hundinn, sem var tík af fjárhundakyni, og býr í nágrenni æðarvarpsins hafði tilkynnt lögreglu að honum hefði verið hleypt út um morguninn, verið eftirlitslaus í tíu mínútur en svo látið sig hverfa. Síðar um daginn hefði konan tilkynnt þeim að búið væri að aflífa hundinn, afhent hann í svörtum plastpoka og útskýrt að hefði hundurinn komist í varpið hefði hann getað valdið miklu tjóni. Konan bar fyrir sig neyðarrétti. Hún lýsti því að hún hefði séð tvo hunda koma hlaupandi í átt að varpinu þar sem útungun væri í fullum gangi og um þrjú þúsund kollur á hreiðrum. Hún kvaðst hafa kallað á hundana og reynt að reka þá burt; annar hefði snúið við en hinn haldið áfram „á fullri ferð“ að varpinu. Þá hefði hún gripið til þess „örþrifaráðs“ að skjóta til að afstýra tjóni. Hún og maður hennar lýstu jafnframt að þau hefðu ítrekað rætt við eigendur hundanna um að halda þeim frá varpinu. Æðardúnn upp á milljónir króna Í dóminum er rakið að æðarvörp séu afar viðkvæm á varptíma og að hundar geti valdið verulegu tjóni með truflun. Dómurinn taldi nægilega sýnt fram á að hundurinn hefði getað valdið verulegu tjóni. Konan lagði fram reikning fyrir sölu á 40 kílóum af æðardúni frá því fyrr um sumarið. Þau seldust á 74 þúsund evrur eða um ellefu milljónir króna. Konan benti á að hvolpur af sama fjárhundakyni kostaði 350 þúsund krónur. Dómurinn var því sammála að hagsmunir þeir sem konan verndaði væru mun meiri. Féllst dómurinn á að skilyrði neyðarréttar væru uppfyllt og háttsemin refsilaus. Dómurinn tók einnig afstöðu til vopnalagabrotsins og taldi sömu neyðarréttarsjónarmið leiða til sýknu þar sem notkun skotvopnsins hefði verið nauðsynleg við þær aðstæður þótt leyfið hefði ekki verið í gildi. Í gögnum málsins kom einnig fram að Matvælastofnun hefði boðað konunni stjórnvaldssekt upp á 230 þúsund krónur vegna dráps hundsins. Ekki fylgir sögunni hvernig því máli lauk.
Fuglar Hundar Dómsmál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira