Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar 19. janúar 2026 16:03 Ég og bróðir minn, sem var einum vetri eldri en ég dvöldum á Thorvaldsens stofnuninni árið 1974. Ég var um eins árs aldurinn en hann nær tveim árum. Við dvöldum þar í tvígang samkvæmt þeim gögnum sem ég hef undir höndum. Við vorum teknir af móður okkar sem var einstæð móðir og gat ekki hugsað vel um okkur vegna andlegra veikinda. Heimilisaðstæður voru mjög slæmar og því var gripið í það úrræði að setja okkur í geymslu á stofnun í stað þess að setja okkur í forsjá hjá föður okkar, (eða öðrum ástvinum) sem fékk þó forsjá löngu síðar. Vistunin gerði okkur ekkert gott, heldur var þetta eitt það versta sem gat gerst í stöðunni fyrir okkur bræður. Samkvæmt mínum heimildum þá mátti starfsfólk á deildinni ekki sýna hlýju né mynda nein tengsl við börnin, einnig heyrði ég að ástvinir þurftu aðalega að horfa á börnin í gegnum gler og voru samskipti við börnin víst ekki mikil. Mín saga í stuttu máli er sú að það sem kom fyrir mig í vistuninni er að ég lokaðist tilfinningalega, grét ekki, hló ekki, brosti ekki né sýndi aðrar mannlegar tilfinningar. Þarna hef ég líklegast verið í einhverskonar útópíu hugarástandi, staddur á ótilteknum stað, þar sem ekkert gat snert mig, meitt mig eða haggað minni tilvist? Enginn veit! Læknar á stofnuninni sögðu að ekki væri víst að ég kæmi að hluta til eða allur til baka, en einhvern veginn í þrjósku minni sá ég ljósið og náði ég því hægt og rólega. Í kjölfarið fylgdu allskonar andlegir erfiðleikar. Tengslarof, eins og virðist vera samnefnari fyrir alla þá sem hafa tjáð sig um vistun á barnastofu. Einnig hefur fylgt mér kvíði, mikil reiði, meðvirkni, ástsýki, samskiptaörðuleikar, brotin sjálfsmynd og einnig sjálfsefi og mikið rótleysi bara svo einhver dæmi séu tekin. Margt af þessu fylgir mér enn og ég reyni að lifa með því og skilja að þetta eru greinar sprottnar af rótum frum æsku minnar. Skýrsla vöggustofunefndar 1974 -1979 eru ákveðin vonbrigði. Þar er stiklað á stóru og það hefði jafnvel mátt kafa dýpra í rannsóknarvinnu. Þar er endalaust verið að tala um hlutina í lagalegum skilningi, kannski Það hefði mátt setja meiri nálgun á hið tilfinningalega, upplifun einstaklinganna og rödd þeirra sem bera harminn og sársaukann, hefði jafnvel mátt hærri og með meira vægi. Í skýrslunni kom meðal annars fram að það hefði verið nóg að leikföngum fyrir börnin og aðstæður þokkalegar. Börn á mótunarárum þurfa bara ást, hlýju, og öryggi. Leikföng fylla ekki upp í það skarð sem myndast ef þessi þrjú gildi eru ekki til staðar. Ef þörfum barna er ekki mætt, með vanrækslu, og mikilli vöntun á grunn þörfum sem augljóslega átti sér stað sökum fáliðunar og stefnu í almennri úreltri uppeldisfræði innanhús á vöggustofum í gegnum allt tímabilið sem þær voru starfræktar, þá samkvæmt mínum bókum er vöntunin klárt ofbeldi og hefur markað margar sálir til frambúðar. Gerum betur og lærum af mistökum fortíðar. Svavar bróðir minn kvaddi þessa veröld fyrir tæpum tveimur árum eftir erfitt lífshlaup, þess vegna eru þessi orð skrifuð fyrir hönd okkar beggja. Höfundur er starfandi listmálari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vöggustofur í Reykjavík Börn og uppeldi Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Sjá meira
Ég og bróðir minn, sem var einum vetri eldri en ég dvöldum á Thorvaldsens stofnuninni árið 1974. Ég var um eins árs aldurinn en hann nær tveim árum. Við dvöldum þar í tvígang samkvæmt þeim gögnum sem ég hef undir höndum. Við vorum teknir af móður okkar sem var einstæð móðir og gat ekki hugsað vel um okkur vegna andlegra veikinda. Heimilisaðstæður voru mjög slæmar og því var gripið í það úrræði að setja okkur í geymslu á stofnun í stað þess að setja okkur í forsjá hjá föður okkar, (eða öðrum ástvinum) sem fékk þó forsjá löngu síðar. Vistunin gerði okkur ekkert gott, heldur var þetta eitt það versta sem gat gerst í stöðunni fyrir okkur bræður. Samkvæmt mínum heimildum þá mátti starfsfólk á deildinni ekki sýna hlýju né mynda nein tengsl við börnin, einnig heyrði ég að ástvinir þurftu aðalega að horfa á börnin í gegnum gler og voru samskipti við börnin víst ekki mikil. Mín saga í stuttu máli er sú að það sem kom fyrir mig í vistuninni er að ég lokaðist tilfinningalega, grét ekki, hló ekki, brosti ekki né sýndi aðrar mannlegar tilfinningar. Þarna hef ég líklegast verið í einhverskonar útópíu hugarástandi, staddur á ótilteknum stað, þar sem ekkert gat snert mig, meitt mig eða haggað minni tilvist? Enginn veit! Læknar á stofnuninni sögðu að ekki væri víst að ég kæmi að hluta til eða allur til baka, en einhvern veginn í þrjósku minni sá ég ljósið og náði ég því hægt og rólega. Í kjölfarið fylgdu allskonar andlegir erfiðleikar. Tengslarof, eins og virðist vera samnefnari fyrir alla þá sem hafa tjáð sig um vistun á barnastofu. Einnig hefur fylgt mér kvíði, mikil reiði, meðvirkni, ástsýki, samskiptaörðuleikar, brotin sjálfsmynd og einnig sjálfsefi og mikið rótleysi bara svo einhver dæmi séu tekin. Margt af þessu fylgir mér enn og ég reyni að lifa með því og skilja að þetta eru greinar sprottnar af rótum frum æsku minnar. Skýrsla vöggustofunefndar 1974 -1979 eru ákveðin vonbrigði. Þar er stiklað á stóru og það hefði jafnvel mátt kafa dýpra í rannsóknarvinnu. Þar er endalaust verið að tala um hlutina í lagalegum skilningi, kannski Það hefði mátt setja meiri nálgun á hið tilfinningalega, upplifun einstaklinganna og rödd þeirra sem bera harminn og sársaukann, hefði jafnvel mátt hærri og með meira vægi. Í skýrslunni kom meðal annars fram að það hefði verið nóg að leikföngum fyrir börnin og aðstæður þokkalegar. Börn á mótunarárum þurfa bara ást, hlýju, og öryggi. Leikföng fylla ekki upp í það skarð sem myndast ef þessi þrjú gildi eru ekki til staðar. Ef þörfum barna er ekki mætt, með vanrækslu, og mikilli vöntun á grunn þörfum sem augljóslega átti sér stað sökum fáliðunar og stefnu í almennri úreltri uppeldisfræði innanhús á vöggustofum í gegnum allt tímabilið sem þær voru starfræktar, þá samkvæmt mínum bókum er vöntunin klárt ofbeldi og hefur markað margar sálir til frambúðar. Gerum betur og lærum af mistökum fortíðar. Svavar bróðir minn kvaddi þessa veröld fyrir tæpum tveimur árum eftir erfitt lífshlaup, þess vegna eru þessi orð skrifuð fyrir hönd okkar beggja. Höfundur er starfandi listmálari.
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun