Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar 21. janúar 2026 08:17 „Gleðilegan samgönguáætlunardag” voru skilaboð sem ég fékk frá sveitarstjórnafulltrúa á landsbyggðinni á mánudagsmorgun, daginn sem samgönguáætlun var lögð fram til fyrstu umræðu á Alþingi. Það lýsir vel þeirri eftirvæntingu sem ríkir víða um land fyrir þessu stefnumótandi plaggi til 15 ára ásamt framkvæmdaáætlun fyrir fyrstu 5 árin, sem nú er fullfjármögnuð ólíkt því sem hefur tíðkast í tíð fyrri ríkisstjórna, þegar mikil óvissa var með fjármögnun á framkvæmdahluta áætlunarinnar. Aðgerðaáætlun síðustu samgönguáætlunar sem var samþykkt árið 2020 rann út árið 2024 með tilheyrandi óvissu fyrir fólk, fyrirtæki og sveitarfélög um allt land. Ekki tókst að klára samgönguáætlun þegar hún var lögð fram árið 2023. Ríkisstjórnin hefur komist að samkomulagi um stofnun innviðafélags, nokkuð sem hefur verið rætt í fjölda ára en aldrei komið til framkvæmdar og verður frumvarp um innviðafélag lagt fram í febrúar. Með samkomulagi um stofnun innviðafélags er loksins hægt að fjármagna og hefja stórframkvæmdir á borð við Sundabraut og jarðgangagerð, sem fara af stað á næsta ári. Það á að byrja aftur að bora jarðgöng á Íslandi eftir að borarnir stoppuðu fyrir um hálfum áratug og borinn verður látinn ganga, því samhliða því að hefjast handa á einum göngum verða næstu göng, í fleirtölu, í undirbúningsferli. Árangur áfram og ekkert stopp, eins og einhver sagði um árið. Ræsum vélarnar og byrjum að vinna á innviðaskuldinni Samgönguáætlun er engin venjuleg áætlun. Þetta er áætlun um öryggi, um fjárfestingu í innviðum sem stuðla að eflingu atvinnulífs. Áætlun um úrbætur á vegum sem við verðum að hafa í lagi. Þetta er öryggismál. Fyrir ungmennin sem eru að byrja að keyra, fyrir atvinnulífið og ferðafólkið sem heimsækir Ísland. Þetta er áætlun um almenningssamgöngur, hafnarframkvæmdir og sjóvarnir. Þetta er áætlun um framtíðina. Hin margumtalaða innviðaskuld er risavaxin í samgöngukerfinu okkar, líkt og í öðrum mikilvægum samfélagslegum innviðum. Það þýðir auðvitað að þörfin á úrbótum um allt land er mikil og ákall sveitarfélaga eftir framkvæmdum og viðhaldi í sínu nærumhverfi er víða hávært og skýrt. Það verður tekist á um forgangsröðun, eðlilega. Í samgönguáætlun er lögð gríðarleg áhersla á að vinna á innviðaskuldinni sem birtist í illa förnum og sum staðar jafnvel ónýtum vegum. Viðhald verður aukið úr 12 milljörðum í 17,5 á þessu ári og upp í 20 milljarða strax árið 2027 og árin þar á eftir. Nýframkvæmdir eru vissulega margar og mikilvægar í áætluninni en forgangsröðun á fjármagni verður að sjálfsögðu að vera þannig að við byrjum á að laga þakið sem lekur áður en við förum að byggja við húsið. Þó að nýbyggingar séu skemmtilegri og áþreifanlegri en uppgert þak, þá er það engu að síður skynsamleg og rétt ráðstöfun á almannafé. Með því að ráðstafa svona miklu fjármagni í viðhald vega þá byrjum við að vinna á innviðaskuldinni. Síðustu ár hefur Vegagerðin aðeins haft fjármagn til að endurbæta um 300 km af bundnu slitlagi og 30 km af burðarlagi vega á ári, en nú stefnir í að hægt verði að leggja yfir 400 km af bundnu slitlagi og styrkja burðarlag á um 70-80 km kafla á ári. Þetta skiptir miklu máli og fólk mun finna fyrir þessu. Fjárveiting á vetrarþjónustunni á fyrsta tímabili áætlunarinnar verður aukin um tæpa 14 milljarða frá tillögu að samgönguáætlun haustið 2023 og á 15 ára tímabili áætlunarinnar er ráðgert að forgangsraða framkvæmdum við 29 einbreiðar brýr og vinna að því að aðskilja akreinar á fjölförnustu vegum landsins. Þetta eru allt saman mikilvæg öryggismál. Forgangsröðun á fjármagni Hafnir eru mikilvægar í hverju samfélagi og víða hafa þær eflst mikið síðustu ár. Höfnin í mínum heimabæ, Þorlákshöfn, er þar á meðal. En hún er orðin ein af mikilvægustu inn- og útflutningshöfnum landsins og mikilvægt að hún fái svigrúm til að vaxa áfram og stuðla þannig að aukinni samkeppni í inn- og útflutningi. Sú stefna sem birtist í áætluninni um að minnka framlög úr hafnarbótasjóði til þeirra hafna sem eru orðnar sjálfbærar í rekstri eða að nálgast það hefur verið gagnrýnd. Sú áherslubreyting á að stuðla að því að fjármagni ríkisins, framkvæmdafé úr hafnarbótasjóði, verði beint til þeirra hafna sem eru ekki sjálfbærar í rekstri og þurfa á auknum stuðningi að halda til að eflast. Þetta ásamt öðrum þáttum samgönguáætlunar verður rýnt vel í vinnu umhverfis- og samgöngunefndar sem fram undan er. Forgangsröðun jarðgangna er líka sá þáttur samgönguáætlunarinnar sem hefur verið gagnrýndur síðustu vikur, sér í lagi frá íbúum og sveitarstjórnarfólki í Múlaþingi. Ég skil þá gagnrýni. Mér finnst hún réttmæt því fyrri ríkisstjórnir hafa gefið væntingar um að Fjarðarheiðargöng verði næst á dagskrá. Þau eru löngu tilbúin til útboðs, en engu að síður fóru fyrri stjórnvöld ekki af stað með verkefnið. Ríkisstjórnin hefur einsett sér að leysa hnútinn sem hefur komið í veg fyrir að ný jarðgöng séu boruð á Íslandi og mat þeirra er að Fjarðarheiðargöng séu ekki fjárhagslega forsvaranleg á þessum tímapunkti. Þessi ákvörðun var ekki tekin af léttúð heldur að vandlega athuguðu máli. Fljótagöng verða sett í forgang. Þau eru mikilvæg framkvæmd út frá öryggissjónarmiðum. Það sama má segja um ástandið í Súðavíkurhlíð, en Súðarvíkurgöng eru í 2.-3. sæti forgangslistans ásamt Fjarðargöngum sem opna leið frá Seyðisfirði yfir á Neskaupstað, Eskifjörð og Reyðarfjörð sem þýðir glænýtt og stórt atvinnusvæði og hringtenging um Austurland stærstan hluta ársins. Samgöngusáttmáli og almenningssamgöngur Ríkið og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu standa sameiginlega að samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins um metnaðarfulla uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til ársins 2040. Samgöngusáttmálinn felur í sér sameiginlega framtíðarsýn og heildarhugsun fyrir skipulagssvæðið. Markmiðið er að auka öryggi, bæta samgöngur fyrir alla ferðamáta og minnka tafir, stórefla almenningssamgöngur og draga úr mengun af völdum svifryks og losun gróðurhúsalofttegunda til að standa við loftslagsmarkmið stjórnvalda og sveitarfélaga. Framtíð sem felur í sér styttri ferðatíma, minni tafir, aukið umferðaröryggi, áherslu á að draga úr kolefnisspori, stórbættar almenningssamgöngur, fjölgun hjóla- og göngustíga og uppbyggingu stofnvega. Þetta er kjarninn í uppfærðum samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins sem undirritaður var í ágúst 2024. Að mínu mati er brýn þörf á að móta sams konar heildstæða sýn og stefnu um það hvernig almenningssamgöngur á landsbyggðinni munu þróast á komandi árum. Í skýrslunni Vinnu- og skólasóknarsvæði og almenningssamgöngur sem kom út árið 2021 voru svæði kortlögð. Þar kom m.a. fram að á öllu Hvítá-Hvítá svæðinu er vinnusókn til höfuðborgarsvæðisins um og yfir 10% af vinnumarkaði. Sé litið á þrengri hring um höfuðborgarsvæðið; Akranes, Hveragerði, Þorlákshöfn og Voga á Vatnsleysuströnd er hlutfallið hins vegar yfir 20% af vinnumarkaði. Ég get aðeins ímyndað mér hvað það myndi sparast mikill peningur fyrir þessi heimili ef við værum með nothæfar almenningssamgöngur á umræddu svæði, ef fólk gæti jafnvel sleppt einum bíl á hvert heimili. Og ímyndið ykkur bara hvaða áhrif það hefði á umferðina á höfuðborgarsvæðinu. Við verðum að greina þetta svo ímyndunaraflið sé ekki það eina sem við byggjum á í umræðu um kosti þess að efla almenningssamgöngur á landsbyggðinni. Greina og búa svo til áætlun sem hægt verður að hrinda í framkvæmd því þetta skiptir líka gríðarlega miklu máli þegar kemur að loftslagsmálum. Samvinna um samgönguáætlun Eins og áður segir nær samgönguáætlunin til 15 ára og augljóst að ekki er hægt að byrja á öllum framkvæmdum á fyrsta tímabili áætlunarinnar. Það þarf að forgangsraða og eðlilega deilir fólk um forgangsröðunina þegar þörfin er eins mikil og raun ber vitni um land allt. Það er mjög eðlilegt og ég hvet alla sem hafa hagsmuna að gæta að nýta sér það lýðræðislega ferli sem þingleg meðferð málsins býður upp á. Nú þegar fyrstu umræðu er lokið í þingsal gefst hverjum þeim sem langar að koma sínum sjónarmiðum á framfæri að senda umsögn til umhverfis- og samgöngunefndar þar sem nefndarmenn munu rýna áætlunina vel og vandlega, ég þar á meðal. Sú vinna verður krefjandi enda verkefnið stórt, en ég reikna líka með að hún verði skemmtileg, því samvinnan í nefndinni hefur verið til mikillar fyrirmyndar og bind ég vonir við að svo verði áfram. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ása Berglind Hjálmarsdóttir Samgönguáætlun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
„Gleðilegan samgönguáætlunardag” voru skilaboð sem ég fékk frá sveitarstjórnafulltrúa á landsbyggðinni á mánudagsmorgun, daginn sem samgönguáætlun var lögð fram til fyrstu umræðu á Alþingi. Það lýsir vel þeirri eftirvæntingu sem ríkir víða um land fyrir þessu stefnumótandi plaggi til 15 ára ásamt framkvæmdaáætlun fyrir fyrstu 5 árin, sem nú er fullfjármögnuð ólíkt því sem hefur tíðkast í tíð fyrri ríkisstjórna, þegar mikil óvissa var með fjármögnun á framkvæmdahluta áætlunarinnar. Aðgerðaáætlun síðustu samgönguáætlunar sem var samþykkt árið 2020 rann út árið 2024 með tilheyrandi óvissu fyrir fólk, fyrirtæki og sveitarfélög um allt land. Ekki tókst að klára samgönguáætlun þegar hún var lögð fram árið 2023. Ríkisstjórnin hefur komist að samkomulagi um stofnun innviðafélags, nokkuð sem hefur verið rætt í fjölda ára en aldrei komið til framkvæmdar og verður frumvarp um innviðafélag lagt fram í febrúar. Með samkomulagi um stofnun innviðafélags er loksins hægt að fjármagna og hefja stórframkvæmdir á borð við Sundabraut og jarðgangagerð, sem fara af stað á næsta ári. Það á að byrja aftur að bora jarðgöng á Íslandi eftir að borarnir stoppuðu fyrir um hálfum áratug og borinn verður látinn ganga, því samhliða því að hefjast handa á einum göngum verða næstu göng, í fleirtölu, í undirbúningsferli. Árangur áfram og ekkert stopp, eins og einhver sagði um árið. Ræsum vélarnar og byrjum að vinna á innviðaskuldinni Samgönguáætlun er engin venjuleg áætlun. Þetta er áætlun um öryggi, um fjárfestingu í innviðum sem stuðla að eflingu atvinnulífs. Áætlun um úrbætur á vegum sem við verðum að hafa í lagi. Þetta er öryggismál. Fyrir ungmennin sem eru að byrja að keyra, fyrir atvinnulífið og ferðafólkið sem heimsækir Ísland. Þetta er áætlun um almenningssamgöngur, hafnarframkvæmdir og sjóvarnir. Þetta er áætlun um framtíðina. Hin margumtalaða innviðaskuld er risavaxin í samgöngukerfinu okkar, líkt og í öðrum mikilvægum samfélagslegum innviðum. Það þýðir auðvitað að þörfin á úrbótum um allt land er mikil og ákall sveitarfélaga eftir framkvæmdum og viðhaldi í sínu nærumhverfi er víða hávært og skýrt. Það verður tekist á um forgangsröðun, eðlilega. Í samgönguáætlun er lögð gríðarleg áhersla á að vinna á innviðaskuldinni sem birtist í illa förnum og sum staðar jafnvel ónýtum vegum. Viðhald verður aukið úr 12 milljörðum í 17,5 á þessu ári og upp í 20 milljarða strax árið 2027 og árin þar á eftir. Nýframkvæmdir eru vissulega margar og mikilvægar í áætluninni en forgangsröðun á fjármagni verður að sjálfsögðu að vera þannig að við byrjum á að laga þakið sem lekur áður en við förum að byggja við húsið. Þó að nýbyggingar séu skemmtilegri og áþreifanlegri en uppgert þak, þá er það engu að síður skynsamleg og rétt ráðstöfun á almannafé. Með því að ráðstafa svona miklu fjármagni í viðhald vega þá byrjum við að vinna á innviðaskuldinni. Síðustu ár hefur Vegagerðin aðeins haft fjármagn til að endurbæta um 300 km af bundnu slitlagi og 30 km af burðarlagi vega á ári, en nú stefnir í að hægt verði að leggja yfir 400 km af bundnu slitlagi og styrkja burðarlag á um 70-80 km kafla á ári. Þetta skiptir miklu máli og fólk mun finna fyrir þessu. Fjárveiting á vetrarþjónustunni á fyrsta tímabili áætlunarinnar verður aukin um tæpa 14 milljarða frá tillögu að samgönguáætlun haustið 2023 og á 15 ára tímabili áætlunarinnar er ráðgert að forgangsraða framkvæmdum við 29 einbreiðar brýr og vinna að því að aðskilja akreinar á fjölförnustu vegum landsins. Þetta eru allt saman mikilvæg öryggismál. Forgangsröðun á fjármagni Hafnir eru mikilvægar í hverju samfélagi og víða hafa þær eflst mikið síðustu ár. Höfnin í mínum heimabæ, Þorlákshöfn, er þar á meðal. En hún er orðin ein af mikilvægustu inn- og útflutningshöfnum landsins og mikilvægt að hún fái svigrúm til að vaxa áfram og stuðla þannig að aukinni samkeppni í inn- og útflutningi. Sú stefna sem birtist í áætluninni um að minnka framlög úr hafnarbótasjóði til þeirra hafna sem eru orðnar sjálfbærar í rekstri eða að nálgast það hefur verið gagnrýnd. Sú áherslubreyting á að stuðla að því að fjármagni ríkisins, framkvæmdafé úr hafnarbótasjóði, verði beint til þeirra hafna sem eru ekki sjálfbærar í rekstri og þurfa á auknum stuðningi að halda til að eflast. Þetta ásamt öðrum þáttum samgönguáætlunar verður rýnt vel í vinnu umhverfis- og samgöngunefndar sem fram undan er. Forgangsröðun jarðgangna er líka sá þáttur samgönguáætlunarinnar sem hefur verið gagnrýndur síðustu vikur, sér í lagi frá íbúum og sveitarstjórnarfólki í Múlaþingi. Ég skil þá gagnrýni. Mér finnst hún réttmæt því fyrri ríkisstjórnir hafa gefið væntingar um að Fjarðarheiðargöng verði næst á dagskrá. Þau eru löngu tilbúin til útboðs, en engu að síður fóru fyrri stjórnvöld ekki af stað með verkefnið. Ríkisstjórnin hefur einsett sér að leysa hnútinn sem hefur komið í veg fyrir að ný jarðgöng séu boruð á Íslandi og mat þeirra er að Fjarðarheiðargöng séu ekki fjárhagslega forsvaranleg á þessum tímapunkti. Þessi ákvörðun var ekki tekin af léttúð heldur að vandlega athuguðu máli. Fljótagöng verða sett í forgang. Þau eru mikilvæg framkvæmd út frá öryggissjónarmiðum. Það sama má segja um ástandið í Súðavíkurhlíð, en Súðarvíkurgöng eru í 2.-3. sæti forgangslistans ásamt Fjarðargöngum sem opna leið frá Seyðisfirði yfir á Neskaupstað, Eskifjörð og Reyðarfjörð sem þýðir glænýtt og stórt atvinnusvæði og hringtenging um Austurland stærstan hluta ársins. Samgöngusáttmáli og almenningssamgöngur Ríkið og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu standa sameiginlega að samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins um metnaðarfulla uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til ársins 2040. Samgöngusáttmálinn felur í sér sameiginlega framtíðarsýn og heildarhugsun fyrir skipulagssvæðið. Markmiðið er að auka öryggi, bæta samgöngur fyrir alla ferðamáta og minnka tafir, stórefla almenningssamgöngur og draga úr mengun af völdum svifryks og losun gróðurhúsalofttegunda til að standa við loftslagsmarkmið stjórnvalda og sveitarfélaga. Framtíð sem felur í sér styttri ferðatíma, minni tafir, aukið umferðaröryggi, áherslu á að draga úr kolefnisspori, stórbættar almenningssamgöngur, fjölgun hjóla- og göngustíga og uppbyggingu stofnvega. Þetta er kjarninn í uppfærðum samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins sem undirritaður var í ágúst 2024. Að mínu mati er brýn þörf á að móta sams konar heildstæða sýn og stefnu um það hvernig almenningssamgöngur á landsbyggðinni munu þróast á komandi árum. Í skýrslunni Vinnu- og skólasóknarsvæði og almenningssamgöngur sem kom út árið 2021 voru svæði kortlögð. Þar kom m.a. fram að á öllu Hvítá-Hvítá svæðinu er vinnusókn til höfuðborgarsvæðisins um og yfir 10% af vinnumarkaði. Sé litið á þrengri hring um höfuðborgarsvæðið; Akranes, Hveragerði, Þorlákshöfn og Voga á Vatnsleysuströnd er hlutfallið hins vegar yfir 20% af vinnumarkaði. Ég get aðeins ímyndað mér hvað það myndi sparast mikill peningur fyrir þessi heimili ef við værum með nothæfar almenningssamgöngur á umræddu svæði, ef fólk gæti jafnvel sleppt einum bíl á hvert heimili. Og ímyndið ykkur bara hvaða áhrif það hefði á umferðina á höfuðborgarsvæðinu. Við verðum að greina þetta svo ímyndunaraflið sé ekki það eina sem við byggjum á í umræðu um kosti þess að efla almenningssamgöngur á landsbyggðinni. Greina og búa svo til áætlun sem hægt verður að hrinda í framkvæmd því þetta skiptir líka gríðarlega miklu máli þegar kemur að loftslagsmálum. Samvinna um samgönguáætlun Eins og áður segir nær samgönguáætlunin til 15 ára og augljóst að ekki er hægt að byrja á öllum framkvæmdum á fyrsta tímabili áætlunarinnar. Það þarf að forgangsraða og eðlilega deilir fólk um forgangsröðunina þegar þörfin er eins mikil og raun ber vitni um land allt. Það er mjög eðlilegt og ég hvet alla sem hafa hagsmuna að gæta að nýta sér það lýðræðislega ferli sem þingleg meðferð málsins býður upp á. Nú þegar fyrstu umræðu er lokið í þingsal gefst hverjum þeim sem langar að koma sínum sjónarmiðum á framfæri að senda umsögn til umhverfis- og samgöngunefndar þar sem nefndarmenn munu rýna áætlunina vel og vandlega, ég þar á meðal. Sú vinna verður krefjandi enda verkefnið stórt, en ég reikna líka með að hún verði skemmtileg, því samvinnan í nefndinni hefur verið til mikillar fyrirmyndar og bind ég vonir við að svo verði áfram. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun